Fundargerðir


11.04.2012

Stjórnarfundur hjá Klöru þann 11.04.12.

Mættar eru Klara, Ragga, Magga, María, Kolbrún.

Fundur settur 20:10.

Páskaganga og eggjaleit gekk mjög vel. Sandra og Elís fengu aðalvinningana stór páskaegg, öll börn
fengu lítið súkkulaðiegg.

Niðurstöður af mjaðmamyndum hafa verið uppfærðar á deildarsíðu.

10. maí er síðasti dagur til að koma með gæludýravörur í Hundavini á Korputorgi. Salan á þeim verður
á sýningarþjálfunum.

Sýningarþjálfun. (María)

19. maí. Nýliðadagur, Sólheimakot kl. 14.00. Kynning á deildinni, snyrtingu, vinnu, tjáningu.
Ræktendur og deildin auglýsa. (Ragga)

Ath. með snyrtinámskeið í haust.

Ýta við hundaeigendum að senda myndir af hundunum og gælunöfn þeirra í gagnagrunninn og
jafnvel bjóða uppá myndatöku á Korputorgi í maí. Hundur þarf ekki að vera uppstilltur eða nýsnyrtur.

Setja dagskrá deildarinnar í Sám í deildarfréttir.

Senda orðsendingu um mikilvægi þess að HRFÍ hundar séu eingöngu sýndir á vegum félagsins.
(Ragga)

Viðurkenningarskjöl fyrir hvolpasýnendur á sýningu.

3. júní. Hittingur eftir júnísýningu, borða á Heimsenda. (Klara)

Ath. hvort hægt er að nýta dómara í einhverja fræðslu.

Ath. með fyrirlestur um meðgöngu og fyrstu vikur hvolpsins fyrir alla og með öðrum deildum. (Klara)

Ath. með hvolpahitting.

23 – 24 júní. Ólafsvallarhátíð. Útilega, sameiginlegt grill og skemmtun. Ungir sýnendur eingöngu,
skrá sýnendur fyrirfram. Einnig freestyle, hundar mega vera snyrtir, ósnyrtir, rakaðir. Verðlaun fyrir
besta atriðið, búningin, trixið. Þátttökugjald, ungir 500 kr. – freestyle 500 kr. Búa til auglýsingu með
myndum síðan í fyrra, veitingasala. (Ragga) Fá Láru og Guggu í að skipuleggja eitthvað skemmtilegt.
Verðlaunapeningar fyrir yngri og eldri þáttakendur, þáttökuskjal fyrir alla.(Klara)

Generalprufa fyrir ágústsýningu laugardaginn 18. ágúst, kaffisala. Korputorg. (Magga).

Sækja um deildarsýningu fyrir septemberlok fyrir næsta ár. (Magga)

Uppskeruhátíð í janúar, verðlaunaafhending. Viðurkenningarskjöl fyrir stigahæstu hunda eftir litum,
hvolpa-rósettur, vinnu, ræktenda.

Ath. hverjir búa til rósettur. (Ragga)

Ath. límmiða með deildarmerkinu til fjáröflunar. (Ragga)

Ath. hvar hægt er að merkja vörur merktum deildinni.. (Magga)

Fundi slitið kl. 23.00.

Næsti fundur 14. maí kl. 20.00.