Fundargerðir


11.09.2012

Stjórnarfundur 11 september ´12 í Gæludýr, Korputorgi.

Fundur settur kl. 19.30.

Allar mættar.

Hringstjóri á sýningunni verður Diljá Þorgeirsdóttir, ritari Hulda Teits, aðstoðarritari Hrönn Ólafsdóttir .

Ragga sér um að útvega blöð fyrir umsögn dómara, búa til sýningarnúmer og happdrættismiða.

Ragga býr til dagskrárblað fyrir hringstjóra og fyrir sýnendur.

María sér um að halda utan um hverjir gefa vinninga í happdrættið.

Kaffisala, Klara kemur með vöffludeig, Ragga kemur með vöfflujárn, Kolla verslar og kemur með bakkelsi.

Setja upp sýningu á föstudag kl. 16.

Lára útvegar kaffikönnur.

Ragga gefur BIS verðlaun, fyrir besta hvolp sýningar og freestyle verðlaun gefur Klara.

Ragga sér um dómaragjöf, afhent á haustfagnaði.

Veislustjórar verða Sigrún og Lára og sjá líkaum happdrættið.