Fundargerðir


20.02.2013

Schnauzerdeild HRFI
 

Stjórn:
Raghildur Gísladóttir
Margrét Kjartansdóttir
Klara G Hafsteinsdóttir
María B  Tamnini
Kolbrún Snorradóttir

Stjórn er búin að hittast 6 sinnum frá síðasta aðalfundi. Allar fundgerðir stjórnar má lesa á netinu.

Viðburðir á vegum deildarinnar á starfsárinu.

  • Deildin var með árlega páska- og aðventugöngu plús ýmsar göngur bæði taumgöngur og lausagöngur sem þóttust heppnast vel.
  • Schnauzer tók þátt í kynningum á hundadögum í Garðheimum.
  • Haldnar hafa verið sýningarþjálfanir fyrir allar sýningar HRFÍ og voru þær haldnar í húsnæði gæludýr.is að Korputorgi, mjög góð aðsókn var í sýningarþjálfanir deildarinnar bæði að Schnauzerum og öðrum tegundum, eru sýningarþjálfanir helsta fjáröflun deildarinnar.
  • Deildin hélt opna sýningu þar sem ræktandinn Denisa Haveková dæmdi og heppnaðist sýningin mjög vel í alla staði. Um kvöldið hittust svo deildarmeðlimir og átu sama dýrindis mat.
  • Deildin var með fjáröflun á hlutum sem deildarmeðlimir gáfu deildinni og heppnaðist það mjög vel. Einnig var deildin með happadrætti eftir opnu sýninguna. Deildin lét útbúa „Buff“, staup og Barmerki sem hægt er að kaupa til styrktar deildarinnar.
  • Haustfagnaður deildarinnar var í Janúar þar sem stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir.
  • Deildarsýning var haldin rétt fyrir aðalfund og var glæsileg í alla staði. Dómari sýningarinnar Javier Sanches hélt svo ræktunarnámskeið daginn eftir.

Augnskoðun 2012

2-3 júní 2012: 22 hundar fóru í augnskoðun, enginn hundur greindist með afgengan augnsjúkdóm

17-18 nóv. 2012: 18 hundar fóru í augnskoðun, 1 hundur greinist með Perinnclean rings.

Innfluttir hundar á árinu.

Aðeins voru ættbókarfærðir fjórir innfluttir hundar. Einn Svart og silfur, einn pipar og salt og einn hvítur dvegur og einn svartur

Hvolpar

Dverg Schnauzer
1 – Helguhlíðar – 4 hvolpar svartir
1 – Hjartagulls – 5 hvolpar Svart og silfur
1 – Huldubrautar – 1 hvolpur svartur
3 – Icenice – 16 hvolpar (8 svartir, 6 pipar og salt og 2 svart og silfur)
1 – Islandsschnauzer – 2 hvolpar hvítir
1 – Kolskeggs – 5 hvolpar Svartir
2 - Made in Iceland – 10 hvolpar Hvítir
1 – Merkurlautar – 5 hvolpar svartir
2 – Rosetopps – 11 hvolpar svartir
2 – Silfurloppu – 11 hvolpar (5 svartir, 5 pipar og salt og 1 svart og silfur)
1 – Stapa-Perla – 4 hvolpar svartir
2 – Svarthöfða – 8 hvolpar (5 svartir og 3 pipar og salt
1 – Svartskeggs – 5 hvolpar (4 svartir og 1 pipar og salt)
2 – Svartwalds – 9 hvolpar svartir
1 – Hrafnhildur Bryjnarsdóttir – 5 hvolpar (3 svartir og 2 hvítir)

Samtals: 101 hvolpar í 21 gotum. Þar af 65 svartir, 14 pipar og salt, 8 svart/silfur og 14 hvítir.

Standard Schnauzer
Black Standard – 7 hvolpar – 2 got (Svart)
Steinahóla – 5 hvolpar – 1 got (pipar og salt)

Samtals: 13 hvolpar í 3 gotum. Þarf af 7 svartir og 5 pipar og salt.

Risa Schnauzer
Ekkert got varð á árinu.

Meistarar:
Szentendrei Ördög All Right – Alþjóðlegur
Svartskeggs Absolute Power – Alþjóðlegur
Merkurlautar Hómer – Alþjóðlegur
Helguhlíðar Millý 
 – Íslenskur
Made in Iceland White Xmas Angel – íslenskur
Quickstep BSH Von Portenschlag – Íslenskur
Silfurskugga Kalea Black Icenice – íslenskur
You are a mistery Grand Calvera –íslenskur
Mir-Jan‘s Campari – Íslenskur
Merkurlautar Ísar – Íslenskur

Skapgerðarmat

Einn Dvergur fór í skapgerðarmat og lauk án athugasemda.

Vinnupróf

Því miður hefur deildin ekki nákvæmar upplýsingar um Schnauzera í vinnuprófum árið 2012. Þar sem deildin fær ekki nein gögn um vinnupróf tegundana þá stólar hún algjörlega á upplýsingar á heimasíðu vinnuhundadeildar HRFÍ sem því miður eru ekki allar birtar á vefsíðunni. En stjórn er kunnugt um að 1 risi fór í spor 1 á árin en náði ekki viðurkenndi einkunn, 2 dvergar fóru í bronspróf og annar lauk prófi með viðurkenda einkunn, 1 risi fór í hlýðni 1 próf á árinu og lauk með viðurkenda einkunn. Stjórn er einnig kunnugt um að 1 dvergur lauk keppni í hundafimi á viðurkendum tíma.

Mjaðma og olnbogamyndir.

Einn risi var mjaðama og olnbogamyndaður og var frír.

Stigahæsti hundur/ræktandi.

Stigahæsti hundur ársins er Svartwalds Bright 'n' Shiny Future
Stigahæsti ræktandi ársins er Helguhlíðarræktun
Stigahæsti vinnuhundur ársins er Svartskeggs Black Pearl