Fundargerðir


20.02.2014

Ársskýrsla schnauzerdeildar starfsárið 2013 – 2014

 

Ég vil byrja á því að þakka öllum sem hafa unnið frábært starf fyrir deildina á árinu, en án ykkar væri þetta ekki hægt. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt deildina okkar.

Síðasti ársfundur deildarinnar var haldin 12 mars 2013, Klara Guðrún Hafsteinsdóttir og Margrét Kjartansdóttir voru báðar endurkjörnar í stjórn.

Á fyrsta fundi stjórnar var skipt með sér verkum og tók Klara að sér formennsku, Margrét gjaldkeri,   María ritari og Kolbrún og Ragnhildur meðstjórnendur.

Í ágúst sagði Klara af sér formennsku af persónulegum ástæðum og Margrét tók við.

Það hefur verið nóg að gera nóg að gera hjá okkur í Schnauzerdeild á starfsárinu, og gaman að taka þátt í starfinu með ykkur. Hin árlega páskaganga og eggjaleit deildarinnar fór fram á föstudaginn langa þann 29. mars. Nýliðadagur þar sem nýjir schnauzereigendur voru boðnir velkomnir og starfsemi deildarinnar kynnt var haldinn 25. Apríl. Helgina 15-16. Júní var síðan haldið Landsmót Schnauzer, í Haukadalnum hjá Stjána (Kristján B. Magnússon). Það var frábær helgi, Fiskbúðin Mos bauð upp á frábæran grillaðan fisk, ungir sýnendur kepptu, og farið var í leiki, semsagt bara gaman.

Uppskeruhátíð deildarinnar var haldin 18. Janúar en þar voru heiðraðir ræktendur og hundar sem höfðu náð framúrskarandi árangri á árinu á sýningum og í vinnuprófum, auk þess sem haldið var uppboð til styrktar deildinni. Þetta er í annað skipti sem uppskeruhátíð er haldinn og er hún hin besta skemmtun auk þess að vera aðal fjáröflun deildarinnar.

Um síðustu helgi stóð deildin fyrir grunnámskeiði í feldhirðu og snyrtingu á Schnauser, og kynnti standard og risaschnauzer í Garðheimum en við höfum verið með í öllum stór og smáhunda dögum í Garðheimum á árinu.

Göngunefndin hefur haldið úti reglulegum göngum, en það hafa verið 8 schnauzergöngur á árinu.

Auk þess sem deildin hefur haldið 11 sýningarþjálfanir, en sýningarþjálfanirnar eru annar stærsti tekjuliður deildarinnar og vil ég nota tækifærið til að auglýsa eftir fleirum sem eru til í að aðstoða okkur við þær. Því nú styttist í deildarsýninguna okkar, og það væri gaman að geta boðið upp á góðar þjálfanir fyrir hana. Ég vil líka hvetja sem flesta til að taka þátt í sýningunni. Dómari verður schnauzerræktandinn Carlotte Orre frá Svíþjóð.  Síðan ætlum við út að borða saman um kvöldið, gerum frábæra helgi úr þessu. Carlotte verður síðan með snyrtinámskeið á sunnudeginum þar sem farið verður í sýningarsnyrtingar.

Hvolpar / got

Dvergschnauzer:

4 got – Svartskeggs – 20 hvolpar (1 pipar og salt og 19 svartir)

4 got – Icenice – 14 hvolpar (6 pipar og salt, 7 svartir og 1 svart/silfur)

4 got – Kolskeggs – 11 hvolpar (1 pipar og salt og 10 svartir)

3 got – Svartwalds – 10 hvolpar (6 svartir, 4 svart/silfur)

2 got – Helguhlíðar – 12 hvolpar (allir svart/silfur)

2 got – Svarthöfða – 9 hvolpar (allir hvítir)

1 got – Made In Iceland – 2 hvolpar (hvítir)

1 got – Stapa Perlu – 3 hvolpar (2 svartir og 1 pipar og salt)

1 got – Islandschnauzer – 7 hvolpar (hvítir)

1 got – Swedetop´s – 5 hvolpar (svart/silfur)

1 got – Kveldúlfs – 7 hvolpar (5 svartir, 1 svart/silfur, 1 pipar og salt)

1 got – Ólöf Ólafsdóttir – 5 hvolpar (2 svartir, 1 svart/silfur, 2 pipar og salt)

1 got – Lilja E. Jónsdóttir – 5 hvolpar (hvítir)

1 got – Elín Sigríður Jónsdóttir – 6 hvolpar (3 svartir, 3 pipar og salt)

 

Samtals: 116 hvolpar -  54 svartir, 24 svart/silfur, 23 hvítir, 15 pipar og salt

 

Standard schnauzer:

1 got - Black Standard - 7 hvolpar (svartir)

 

Risa schnauzer:

1 got - Heljuheims - 10 hvolpar (svartir)

 

Innfluttir:

Dvergschnauzer: Fjórir pipar og salt, einn svart/silfur, einn hvítur og einn svartur

Standard schnauzer: Tveir svartir

 

Augnskoðun:

Aðeins dvergschnauzer fór í augnskoðun á árinu og niðurstöður eru eftirfarandi:

Mars fóru 14 - 3 greindust með distichiasis.

Maí fóru 10 - 3 greindust með distichiasis.

Nóvember fóru 29 - 3 greindust með distichiasis og einn með PHTVL/PHPV 

 

Meistarar:

Íslenskur meistari:

ISCH Mikes Uti Dark Boy

ISCH Black Standard Addicted to Love

ISCH Mir-Jan´s Campari

ISCH Great Pretender De Trufas Negras

ISCH Kolskeggs Jólastelpa

ISCH Merkurlautar John Travolta

ISCH Black Standard About A Boy

ISCH Black Standard Almost An Angel

 

Alþjóðlegur meistari:

C.I.B. ISCH Silfurskugga Capone White Boss

C.I.B ISCH Svartwalds Bright ´N´Shiny Future

ISCH Black Standard About A Boy

 

Íslenskur hlýðni meistari:

OB-1 C.I.B. ISCH Svartskeggs Black Pearl

 

Mjaðmamyndir:

Fimm standard schnauzerar fóru í myndatöku og niðurstöður eru eftirfarandi:

Tveir með A, tveir með B og einn með C mjaðmir

 

Olnbogar:

Einn standard schnauzer  fór í olnbogamyndatöku og er með A olnboga

 

Stigahæstu hundar og ræktandi ársins:

Ræktandi ársins var Svartwalds ræktun

Sýningarhundur ársins var Kolskeggs Klaka Skrápur

Fyrir Bronspróf var Gillegaard Let´s Dance

Fyrir Hlýðni 1 var Svarthöfða Angus Young

Fyrir Spor var Mir-Jan’s Campari

 

Að lokum vil ég þakka meðstjórnendum mínum og öðrum sem hafa starfað með mér í deildinni fyrir gott samstarf.

Aðalfundur deildarinnar var haldinn 10. mars. Varð eftirfarandi breyting á stjórn:  Úr stjórn gengu Klara Guðrún Hafsteinsdóttir og Ragnhildur gísladóttir. Nýjar í stjórn eru Líney Björk Ívarsdóttir (til tveggja ára) og Sigrún Valdimarsdóttir (til eins árs), María Björg Tamimi og Kolbrún B. Snorradóttir voru endurkjörnar (til tveggja ára)

Stjórnin skiptir þannig með sér verkum:

Líney formaður

Margrét gjaldkeri

Sigrún ritari

María og Kolbrún meðstjórnendur

 

Fh. Schnauzerdeildar

Margrét Kjartansdóttir formaður