Fundargerðir


12.03.2013

Aðalfundur Schnauzerdeildar HRFÍ 12. mars ´13 í húsnæði HRFÍ kl. 20.

Mættar María, Klara, Magga, Kolla og deildarmeðlimir.
Fundarstjóri Klara.
1. Farið yfir atburði síðasta árs.
2. Farið yfir reikningsstöðu síðasta árs.
Deildarmeðlimir samþykkja drög að ársskýrslu stjórnar og ársreikningur samþykktur.
Deildarmeðlimir gera athugasemd við að formaður deildarinnar sé ekki á fundinum með fullgerða ársskýrslu.

3. Kosning.
Magga og Klara bjóða sig áfram í stjórn og eru sjálfkjörnar þar sem það var ekkert mótframboð.
4. Önnur mál.
Samþykkt var að Líney tæki við deildarsíðunni. Tillaga var um að deildin borgi fyrir lén síðunnar og eigi hana. Hægt verði að kaupa auglýsingar á síðuna sem verði þá fjáröflun fyrir deildina í leiðinni.
Nefndir voru skipaðar.
Göngunefnd : Sigrún, Ævar og Anna Lilja.
Bikaranefnd : Anna Hermannsd. sem sér um að halda utan um bikaramál og láta stjórn vita ef vantar.
Kynningarnefnd : Einni fulltrúi frá hverjum lit sér um að manna kynningarbás í Garðheimum.
Dvergschnauzer:
Hvítur : Anna Einarsdóttir
Svartur : Líney
Pipar og salt : Anna Hermannd.
Svart silfur : Magga Kjartansd.
Standard : Sigrún og Vala.
Risinn : Ragga.
Stjórnin hefur félagsfund með nefndum.
Deildin óskar eftir Bo Skalin sem dómara á maí sýningu.
Óskað er eftir því að stjórnin að komi athugasemd til HRFÍ umað einungis einn sérfræðingur tegundarinnar sé á sýningu en ekki tveir í einu og svo enginn á þeirri næstu.
Einnig hvort ekki sé hægt að fá dagsetningar um augnskoðun fyrir árið.
Nýliðadagur, athuga hvort unglingadeild HRFÍ sé til í að kynna sig.
Athuga hvort Warner og Christel Stamm vilji hafa einhverja fræðslu fyrir okkur í vor.
Farið yfir markmið æskulýðsstarf deildarinnar.
Fundi slitið 22.