Fundargerðir


13.03.2013

13.03.2013 Fundur settur klukkan 22:30
Fyrsti stjórnarfundur „nýrrar stjórnar“
Í endurkjöri voru Margrét Kjartansdóttir og Klara Hafsteins. Þær voru endurkjörnar.
Ákveðið var að senda Ragnhildir Gísladóttur fyrrum formans gögn varðandi ársskýrslu, til að ljúka henni.
Klara býður sig fram til formanns við góðar undirtektir og er nú formaður deildarinnar.
María Björg Tamimi er Ritari.
Margrét Kjartansdóttir situr áfram sem Gjaldkeri.
Kolbrún og Ragnhildur Gísla eru Meðstjórnendur.
 
Páskaganga verður föstudaginn langa kl 14
Klara hefur haft samband við aðila sem að mun selja deildinni 50 stykki af eggjum sem að verða notuð í páskaeggjaleit deildarinnar.
Lára Bjarney ætlar að athuga með Súkkulaði-egg (fá tilboð) 50 stykki, einnig ætlar hún að ath með stærri eggin sem að verða veitt til verðlauna, eins og hefur verið gert árlega í  páskagöngunni.
Margrét ætlar að versla fyrir kaffið, og notaðir verða svalar sem að deildin átti afgangs eftir deildarsýningunna.
Það þarf að panta Sólheimakot fyrir páskagönguna.
 
Athuga með Korputorg fyrsta laugardag hvers mánaðar fyrir æskulýðsstarfið sem að mun hefjast bráðlega.
 
Sumarfagnaður
Kristján(Stjáni) hefur boðið deildinni að koma og nýta sér bústað sinn í Haukadal. Þar er ágætis tjaldsvæði og fólk hefur aðgang af aðstöðu hans, klósetti, eldhúsi osfv. Stjórnin ætlar að skipuleggja fund með Kristjáni og ath með dagsetningar fyrir þennan fögnuð.
Stjórn ætlar að senda tölvupóst á HRFI og óska eftir uppgjöri eftir deildarsýninguna, og í framhaldi af því óska eftir fundi. Spurningar sem við höfum til HRFI eru eftirtaldar.
1.       Við óskum eftir því að fá uppgefna heildarupphæð sem að kom inn í kjölfar skráningar á deildarsýninguna.
2.       Okkur vantar upplýsingar um hvað HRFI ætlar að rukka okkur fyrir þá hluti sem að við fengum á skrifstofu. Þurfum við að borga fullt verð fyrir rósetturnar eða fáum við þær á innkaupsverði sem dæmi.
 
Ákveðið var að útbúa gátlista fyrir næstu deildarsýningu sem að væri hægt að notast við í framtíðinni.
Stjórn vil óska þess að dagskrá sýningar hrfi verði breytt, svartur dvergur hefur verið ansi oft fyrstur í hring uppá síðkastið og er tímabært að breyta til svo að það séu ekki alltaf þeir sömu sem að byrja í hringnum.
 
Fundi lýkur 23:30
Ritari: María Björg Tamimi