Fundargerðir


08.04.2013

Stjórnarfundur 08.04.2013
*Kaffi Milano kl 18:30. Mættar eru: Klara, María, Margrét K, Ragnhildur Gísla og Kolbrún.
Nýliðadagur verður haldin Sumardaginn fyrsta 25 April kl 14:00, hjá Gæludýrum við Korputorg.
Margrét kynnir deildina. María ætlar að tala við Líney og fá hana til þess að vera með kynningu á snyrtingu schnauzera.
Ragnhildur kynnir vinnu með schnauzer og allt sem að viðkemur því.
Veitingar verða á staðnum, Kolbrún, María og Klara sjá um að koma með veitingar.
Við þurfum að ath með skjávarpa hjá Hrfi og ef að hann er ekki laus (vegna annars viðburðar) þurfum við að kanna með leigu á skjávarpa annarstaðar. 
Haft var samband við Gæludýr.is og við bíðum eftir endanlegu svari til þess að geta auglýst viðburð.
Kolbrún ætlar að fá lánaða stóla til þess að hafa fyrir kynninguna.
 
 *Valgerður Stéfánsdóttir hafði samband vegna erindis sem að mun vera borið upp við fulltrúaráðsfund. Óskað er eftir breytingum á vinnuprófum: Að það verði fallið frá kröfum um að hundur þurfi að vera búin með Bronspróf til þess að geta farið í hlýðni osf. 
Hún óskaði eftir stuðningi deildarinnar og stjórn samþykkti það.
*Sýningarþjálfanir deildarinnar fyrir mai sýningu verða 9, 16 og 23 Mai. Kl 20 hjá Gæludýr.is á Korput.
María tekur að sér að manna 9 mai, Margrét Kjartansd. 16, og Ragnhildur Gísla 23 mai.
 
*Rætt var um möguleikan á því að nota heimasíðu deildarinnar til fjáröflunar, meðal annars með því að selja auglýsingar á hana frá 6-12 mánaða tímabili (tveir verðflokkar). Fjöldi auglýsinga er ekki ákveðin en það verða tveir verðflokkar. Þessi hugmynd verður rædd betur þegar við höfum fengið svar frá Þorsteini um hvort/eða hann taki að sér að vinna við síðuna áfram. Við þurfum í framhaldi af því að fá uppl. um verð ofl. til þess að geta verðlagt auglýsingarnar. María tekur að sér auglýsingasöluna og kynningu á því.
 
* Við bíðum enþá eftir svari með uppgjör vegna deildarsýningarinnar sem var haldin í mars.
 
*Sumarhátíðin(Landsmót schnauzerdeildar) er í vinnslu, en við eigum fund með Stjána kl 13:00 Sumardaginn fyrsta.
 
*Kolbrún og Klara fara sem fulltrúar deildarinnar á fulltrúaráðsfundin næstkomandi miðvikudag.
 
*Klara er búin að senda fyrirspurn til sýningarstjórnar varðandi að fá Bo Scalin sem dómara á schnauzerinn fyrir næstu sýningu. Ragnhildur Gísla ætlar að senda fyrirspurn fyrir nóvembersýninguna, en þá verður sérfræðingur í tegundinni hún Agnes(Israel) sem var síðast hér á landi í sept 2008.
 
*Æskulýðsstarf schnauzerdeildar verður kynnt á nýliðadeginum.
Fundi slitið kl: 20:3ö
Ritari: María Björg Tamimi