Fundargerðir


08.06.2013

Stjórnarfundur 08.06.13

Energja Kaffihús Smáralind. Mættar eru Klara, Ragnhildur, Kolbrún, Margrét , Olga og María. Stjáni var á staðnum í myndaramma ;)

Rætt var um að hafa sýningarþjálfun fyrir  hvolpasýninguna í Júní og mun hún verða á vegum unglingadeildar þetta skipti.

Ákveðið hefur verið að halda námskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á því að þjálfa fyrir deildina. María ætlar að tala við Ástu Maríu varðandi þá hugmynd.

Einnig ætlum við að takmarka fjölda hunda á sýningarþjálfun með því að fólk skrái sig fyrirfram, þannig komum við í veg fyrir að of mikill fjöldi hunda mæti á staðinn.

Fyrirspurn barst deildinni frá félagsmanni vegna ræktendalista, ákveðnar reglur voru gildandi um hvaða  lit hver ræktandi sé skráður fyrir á þeim lista . Hér eftir munu ræktendur alfarið ráða því sjálfir fyrir hvaða lit þeir eru skráðir sem ræktendur. Við viljum benda þeim á að hafa samband við vefstjóra til þess að bæta inn og breyta sínum upplýsingum sem að eru á vefnum núna.

Landsmót schnauzerdeildar

Olga sér um að redda kamar.

Ath með fána fyrir landsmót.

Margrét kemur með veislutjaldið á föstudaginn

Olga og Kristján(Stjáni) hafa séð um skipulag hátíðarinnar

*Klukkustundar ganga, leikir, Ungir sýnendur, grill (Stjáni kemur með fisk og kartöflur fyrir alla)

Við ætlum að hvetja fólk til þess að koma með sameiginlegt meðlæti fyrir grillið.

Kolla ætlar að gefa deildinni pappadiska og hnífapör.

Olga kemur með klósettpappír

María ætlar að tala við Önnu varðandi medaliur fyrir unga sýnendur.

Leikirnir eiga að hrista hópin saman, blönduð lið, hundafimi osf.

Kvöldvaka spilað og sungið.

Fólk þarf að vera búið að staðfesta komu sína fyrir miðvikudaginn 12 Jun svo að það verði hægt að áætla fjölda í mat.

Olga ætlar að útbúa auglýsingu.

Ritari: María Björg