Fundargerðir


29.09.2013

Stjórnarfundur 29 Sept. 2013

Veitingarhúsið Spíran Garðheimum kl 17: 30

Mættar eru á fundinn: María, Kolla, Magga og Ragga.

Sýningarþjálfanir deildarinnar eru 31 okt, 7 Nóv og 14 Nóv.

María mun sjá um þá fyrstu, Magga aðra og Ragga þá þriðju.

Deildin ætlar að skipuleggja Jólafögnuð/hlaðborð, Kolbrún mun leita tilboða. Meðal annars var ræddur sá möguleiki að fá skíðaskálan í hveradölum og finna aðila með meirapróf og fá lánaða rútu frá Klöru. Aðrir möguleikar verða kannaðir og við vinnum sameginlega að því.

Uppskeruhátíðin verður haldin 19 Janúar 2014. Kolla var búin að finna hugsalegt húsnæði undir fögnuðin, og ætlar að hafa samband við kokk til þess að fá tilboð í veitingar. Einnig kom sú hugmynd upp um að hafa Pizzu hlaðborð, svo að sem flestir gætu notið sín þetta kvöld án mikillar fyrirhafnar.

Aðal áherslan verður lögð á uppboðið og við munum reyna að hafa veglegan varning eins og var í fyrra.

Deildin ætlar að sækja um leyfi til að halda dreildarsýningu á næsta ári, dagsetingin 26 April kemur sterk inn. Sænski dómarinn og ræktandin(Svart silfur og Hvítur dvergur) Charlotte Orre hefur gefið vilyrði fyrir því að koma þessa helgi, og í frammhaldi af sýningu að vera með sýnikennslu á snyringu schnauzera.

María ætlar að tala við Ástu og fá hana til þess að halda námskeið fyrir þá sem að hafa á huga á því að gerast þjálfarar á sýningarþjálfunum deildarinnar.

Klara Hafsteins mun tímabundið draga sig í hlé frá formannstarfinu og Margrét Kjartansdóttir hefur tekið við því embætti.

Deildinni barst bréf frá Meðlimi.

Sæl

Mig langar að biðja ykkur um að ræða hvert hlutverk stjórnar er gagnvart þeim sem taka að sér störf í nefndum fyrir deildina. Hvort stjórn ætti ekki að vera göngunefnd til stuðnings í stað þess að rífa niður og gagnrýna það sem hún gerir? Hefði ekki verið skynsamlegra að snúa sér beint til göngunefndar og benda henni á að gangan skarist á við annan viðburð? Ekki mun þetta hjálpa til við að deildarmeðlimir hafi áhuga á að koma til starfa og vil ég biðja stjórnina að taka þessi umæli út af fb síðu schnauzerdeildarinnar.

Einnig vil ég biðja ykkur að taka til umræðu hvort stjórnarmeðlimir þurfi ekki að vanda orðaval sitt á fb síðum sínum. Til dæmis talar einn stjórnarmeðlimur á fb síðu sinni að fólk sé fífl. Þeir sem sitja í forsvari fyrir deildir ættu að vanda sig í samskiptum við aðra deildarmeðlimi og taka á málum á málefnalegan hátt.

Bestu kveðjur

Ragnhildur hefur beðist afsökunar á ummælum sínum á schnauzerdeildarsíðunni. Stjórnin öll mun taka þessi tilmæli til sín og forðast það að gagnrýna störf sem unnin eru í sjálfboðavinnu fyrir deildina.

Fundi Lýkur 19:50
Ritari: María Björg Tamimi