Fundargerðir


14.12.2013

Stjórnarfundur 14.12.2013

Mættar eru á fundin. Ragnhildur, Margrét, Kolbrún og María

Uppskeruhátíðin verður haldin Laugardaginn þann 18 Jan í húsnæði Söngskóla Reykjavíkur við Snorrabraut.

Stjórnin mun hittast helgina áður til þess að skoða salinn og setja upp.

Fiskibúðin í mosó(Stjáni) mun gefa deildinni fisk í súpu sem að stjórn mun sjá um að elda.(Magga talar við hann)

Margrét ætlar að hafa samband við uppboðshaldara, hugmyndir voru um að fá Danna sem að er í smáhundadeild.

Ragga sér um viðurkenningarskjölin.

Við munum kaupa þrif á salnum, fá konu sem að getur verið í 2-3 tíma(Kolla fer í málið)

María sér um að safna vinningum og koma þeim á staðinn, allar hjálpast til við að fá uppboðsmuni.

Hittumst helgina fyrir uppskeru til að fara yfir gang mála.

Ragnhildur er með uppskrift af soði sem að við getum notað og við hjálpumst síðan að við matseldina.

Deildin mun kaupa snyttubrauð.

Kolla sér um skráningu og tekur við greiðslum fyrir hönd deildarinnar.

Við höfum fengið jákvætt svar varðandi deildarsýningu sem að verður haldin í lok April.  Sænski dómarinn Charlotte Orre mun dæma á sýningunni.

Magga pantar korputorg.

Hugsanlega mun Charlotte vera með snyrtinámskeið í fíneseringum á sunnudeginum.

Magga-bóka flug og gistingu fyrir dómarann.

Ritari: María Björg