Fundargerðir


27.02.2015

Skýrsla stjórnar 2014

Schnauzerdeild HRFI

 

Stjórn og nefndir

 

Stjórn

Líney Björk Ívarsdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir
Margrét Kjartansdóttir

Kolbrún Björk Snorradóttir

María Björg Tamimi

 

 

 

 

Bikarnefnd

Líney Björk Ívarsdóttir

Olga Björk Friðriksdóttir
Göngunefnd

Sigrún Valdimarsdóttir

Ævar Örn Ævarsson
Anna Lilja Karelsdóttir

 

 

 

Stjórn og heimasíða

Síðasti ársfundur var haldinn 10. Mars 2014. Klara Guðrún Hafsteinsdóttir gekk úr stjórn eftir eitt ár og Ragnhildur Gísladóttir gekk úr stjórn eftir tvö ár. María Björg Tamimi og Kolbrún Snorradóttir voru endurkjörnar til tveggja ára og nýr stjórnarmeðlimur Líney Björk Ivarsdóttir kom inn í staðinn fyrir Ragnhildi. Sigrún Valdimarsdóttir kom svo inn til eins árs í staðinn fyrir Klöru.

 

Stjórn Schnauzerdeildar hefur fundað alls 7 sinnum frá síðasta aðalfundi. Umræður hafa verið um nýjan gagnagrunn og heimasíðu fyrir deildina og rætt hefur verið við Lindu hjá Díf sem ætlar að taka þetta að sér. Vegna tæknilegra mála hjá Hrfí hefur ekki verið farið af stað með þetta ennþá en stendur vonandi til bóta á nýju starfsári.

 

Kaup

Tjald var keypt sem hugsað var fyrir hina árlegu sumarhátíð deildarinnar og einnig til að nota við útisýningar sem virðast vera að festa sig í sessi hjá félaginu. Hagstæðara var að kaupa tjaldið en að leigja það eina helgi en tjaldið kostaði 64.000 krónur.

 

Viðburðir

Nokkrir viðburðir eru á vegum deildarinnar á hverju ári. Það er deildarsýning, nýliðadagur, landsmót, sýningarþjálfanir og uppskeruhátíð, en uppskeruhátíðin hefur verið ein stærsta fjáröflun deildarinnar. Margir félagsmenn voru duglegir að taka þátt í að undirbúa þessa viðburði og eiga þakkir skyldar fyrir það.

 

  • Deildarsýning
  • Sænski dómarinn Charlotte Orre var með snyrtinámskeið eftir deildarsýninguna
  • Nýliðadagur var haldinn
  • Landsmót
  • Tvær til þrjár sýningarþjálfanir eru á vegum deildarinnar fyrir hverja sýningu
  • Uppskeruhátíð
  • Allar stærðir schnauzerhunda tóku þátt í kynningum á smá- og stórhundadögum í Garðheimum
  • Alls hafa verið sjö göngur á árinu og þar á meðal hin árlega aðventuganga og páskaganga

 

Augnskoðun

Alls fóru 60 dvergschnauzerar í augnskoðun á árinu, 9 hvítir, 6 pipar og salt, 25 svartir og 20 svart silfur. Átta greindust með distichiasis og einn með retinopathy.


Augnsjúkdómurinn PRA greindist í einum svart silfur hundi. Stjórn sendi öllum hundaeigendum sem áttu hálfsystkini bréf um þetta og hvatti eigendur til að láta augnskoða hundana sína. Einnig voru ræktendur látnir vita sem tengdust þessum hundi. Margir fóru í næstu augnskoðun og sem betur fer hefur ekki annar hundur greinst enn sem komið er.

 

Mjaðma- og olnbogamyndir

Tveir standard schnauzer pipar og salt fóru í mjaðmamyndatöku og voru greindir með good og fear mjaðmir. Einn svartur standard fór í mjaðma- og olnbogamyndatöku og var með good mjaðmir og normal olnboga.

 

Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2014

Got

Á árinu fæddust samtals 87 dvergschnauzer hvolpar, þar af 46 svartir, 18 pipar og salt, 13 svart/silfur og 10 hvítir. Það fæddust 16 standard schnauzer hvolpar, allir svartir. Enginn ps standar hvolpur fæddist og enginn risaschnauzer. Hér má sjá nánari sundurliðun á hvolpafjölda hjá hverjum og einum ræktanda:

 

Dvergschnauzer

Elín Sigríður Jónsdóttir – 3 svartir og 3 pipar og salt
Elísabet Richardsdóttir – 4 svartir

Hafþór Pálsson – 4 svartir

Helguhlíðar – 3 svart/silfur

Icenice – 5 svartir, 4 pipar og salt, 1 svart/silfur

Islandschnauzer – 3 hvítir hvolpar
Kolskeggs – 8 svartir
Kveldúlfs – 5 svartir, 2 svart/silfur og 1 pipar og salt

Made In Iceland – 2 hvítir og 1 pipar og salt

Norðurhrafna – 1 svartur

Ólöf Ólafsdóttir – 4 svartir og 2 svart/silfur
Skeggjastaða – 5 svart/silfur

Svarthöfða – 5 hvítir
Svartskeggs – 7 pipar og salt

Svartwalds – 12 svartir og 2 pipar og salt

Standard schnauzer svartur

Black Standard – 12 hvolpar
Skeggjastaða – 4 hvolpar

 

Risaschnauzer

Ekkert got

 

Innflutningur

2 svart/silfur dvergschnauzer

3 hvítir dvergschnauzer

1 svartur dvergschauzer

 

Meistarar

Einn risaschnauzerar hlaut titilinn íslenskur sýningameistari:
ISShCh Heljuheims Fenrir

Tveir dvergschnauzerar hlutu titilinn Hlýðni 1 Meistari:
OB-1 Gillegaard Lets Dance
OB-1 Svarthöfða Angus Young

Einn risaschnauzer, tíu dvergschnauzerar og þrír standard schnauzerar hlutu titilinn íslenskur meistari:

Risaschnauzer:
ISCh Mir-Jan´s Campari

Dvergschnauzer:
ISCh Gotti For Icenice Szadoria

ISCh Helguhlíðar Dimma

ISCh Made In Iceland Barney

ISCh Helguhlíðar Cate Middleton

ISCh Helguhlíðar Játvarður

ISCh Kolskeggs Káta Skjóða

ISCh Stapa Perlu Best of Svartwalds
ISCh Helguhlíðar Einar

ISCh Svartwalds For Those About To Rock
ISCh Sasquehanna Listek

Standard Schnauzer:
ISCh Black Standard Along Came Polly
ISCh Steinhóla Fía Nala

ISCh Steinhóla Flintstone

 

Tveir dvergschnauzerar og einn standard schnauzer hlutu titilinn Alþjóðlegur meistari:
Dvergschnauzer:
C.I.B. ISCh Barba Nigra Miss Sunshine
C.I.B. ISCh Kolskeggs Jólastelpa

Standard schnauzer:
C.I.B. ISCh Black Standard About A Boy

 

Stigahæstu hundar og ræktandi

Stigahæsti hundur deildarinnar var Svartwalds For Those About To Rock með 94 stig

Stigahæsti ræktandinn var Helguhlíðar ræktun með 53 stig

Stigahæsti hundur í hlýðni 1 var Gillegaard Lets Dance með 198 stig

 

 

Stjórn vill þakka öllum þeim sem hafa hjálpað til við hina ýmsu viðburði deildarinnar, en í deildinni er mikið af áhugasömu fólki sem er tilbúið að leggja fram starfskrafta sína.

Fyrir hönd stjórnar
Líney Björk Ívarsdóttir
formaður