Fundargerðir


04.02.2014

Korputorgi

Mættar eru : Kolbrún, Margrét, Ragnhildur og María

Kolla ætlar að tala við Garðheima útaf smáhundadögum, senda út á póstlistan til þess að ath hver getur verið á bás. Margrét ætlar að ath hvort að við fáum ekki að vera með bás þar.

Sýningarþjálfanir deildarinnar eru 6, 13 og 20 Februar næstkomandi. María sér um þá fyrstu, Ragga um aðra og Margrét um þá þriðju.

Við þurfum að minna fólk á að merkja farandbikara fyrir Febrúar sýninguna (Kolla sendir á fólkið).

Ragnhildur ætlar að skaffa bikara fyrir risann. Margrét ætlar að ath með eignabikara fyrir hvolpana.

Deildarsýning er fyrirhuguð þann 26 April næstkomandi. Charlotte Orre mun dæma.

Það er búið að panta salin fyrir Sýninguna (Gæludýr/Korputorg). Margét bókaði flug fyrir Charlotte hún mun dvelja hér frá föstudegi til Þriðjudags. Deildin mun sjá um að greiða uppihald fram að mánudegi, en hún mun sjá um þennan auka dag sem  hún óskaði eftir.

Kolla ætlar að ath hvort að Hafþór gæti sótt dómaran uppá völl.

Hringstjórar: Við ætlum að tala við Þorstein .

Ritarar, við ætlum að tala við Klöru sem að vinnur uppá skrifstofu, Klara Hafsteins hefur einnig boðið sig fram. Einnig væri hægt að senda út beiðnir á lista sem að Hrfi er með yfir þá sem að eru skráðir hringsjórar og ritarar.

Kolla ætlar að prenta út dagskrá sýningarinnar.

Síðasti skráningardagur á deildarsýingu verður 4 April.

Margét ætlar að tala við Klöru Hafsteins. Uppá hótelið fyrir dómaran.

Ragnhildur Gísla verður ábyrgðarmaður sýningar.

Hún mun sjá um að sækja um leyfi fyrir sýningunni, tala við Mast, dýralækni osf.

Klara Hafsteinsdóttir mun gefa deildinni einhvern slatta af rósettum J

Verðlaun fyrri BOB og BOS í hverri tegund fyrir sig, þeir sem að sjá um að redda sponsum:

Ragga fyrir risan.

Margrét fyrir Dverg svart silfur

María fyrir svartan Dverg

Líney-Pipar og salt dverg

Kolla: Svartur standard og Pipar og salt standard

Auglýsum á facebook eftir sponsum fyrir alla, okkur vantar þá séstaklega fyrir hvítan dverg.

Einnig mun María tala við aðilana í bikaranefnd um að halda utan um öll bikarmál og jafnvel að redda sponsum fyrir hvolpana.

Ragnhildur útbýr viðurkenningarskjöl fyrir: ræktunarhóp, afkvæma, besta par, ungliða, öldung osf.

Við ætlum að opna umræðuvef inná facebook undir nafninu Sýningarnefnd, þar sem að við setjum inn allar upplýsingar hvað varðar verkefni fyrir Deildarsýninguna þar munum við geta fylgst með öllu sem að viðkemur skipulaginu.

Okkur vantar fólk til þess að setja upp sýningu/Taka niður 3-5 manns

Afhenda númer 1-2 manns

Kaffisala 2-3

Skráning á sýningu (viðvera niðrá skrifstofu hrfi) 2-3 manns

Setja inn dóma inn, ganga frá pappírum sem að viðkoma sýningu (viðvera niðrá skrifstofu hrfi) 2-3 manns

Eftir sýningu er gert ráð fyrir að deildin fari öll út að borða með dómara.

Við þurfum að ákveða stað saman og panta, við gerum ráð fyrir um 50-60 manns.

Síðasti skráningardagur yrði þá um sama leiti og síðasti skráningardagur á sýningu verður um 4 april

Charlotte Orre verður með snyrtinámskeið á sunnudeginum

Við erum enþá eftir að ræða við hana ýtarlega um hvernig námskeiðið verður uppbyggt, hversu lengi það verður, hvað það kostar osf. Margét fer í það.

Margrét ætlar að ath með það að hafa byrjenda snyrtinámskeið 8- 9 Mars.

Dómaragjöfin verður hraunmolahálsmen.

Kaupum blóm fyrir Ingu á Korputorgi fyrir afnot af salnum. Einnig fyrir ritara og hringstjóra.

Sýningarstjórn sendi deildinni bréf þess efnis að deildin þyrfti að kynna betur fyrir meðlimum þær breytingar sem að hafa átt sér stað uppá síðkastið, þ.e.a.s að schnauzerinn er ekki endilega sýndur í sama hring vegna fjölda skráninga. Stjórn deildarinnar sér ekkert athugavert við það, en telur þó að bréf frá Sýningarstjórn hafi verið einum of harðort

María ræðir við vefstjóra varðandi prentvillu hjá stigahæsta dverg í hvítum og byður stjóran um að laga hana.

Stjórn hefur tekið ákvörðun um að breyta talningu til stigahæsta ræktanda og samræma okkar reglur  við reglur Hrfi hvað talningu varðar. Breytinging er sú að stigagjöf fyrir ræktunarhóp og sæti í besta ræktunarhóp dagsins telst núna með til stiga.

Eftirfarandi breyting á sér stað:

1 stig fyrir hvert meistaraefni úr ræktun viðkomandi

2 stig fyrir ræktunarhóp úr viðkomandi ræktun með heiðursverðlaun

Ræktunarhópur úr ræktun viðkomandi sem nær sæti í BIS úrslitum dags:

1. sæti – 5 stig

2. sæti – 4 stig

3. sæti – 3 stig

4. sæti – 2 stig.

 

Aðalfundur er áætlaður í kringum 10-11 Mars.

Stjórn ætlar að hittast um 2 tímum áður og funda.