Fundargerðir


27.03.2014

Fundur Schnauzer deildar 27.03.2014

Mættar eru :

Líney B. Ívarsdóttir

Margrét Kjartansdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir

Kolbrún B. Snorradóttir

María Tamimi

 

1.       Linda kom til okkar og kynnti fyrir okkur síðuna hjá DÍF og gagnagrunninn þeirra. Fengum hjá henni verð hugmynd í að gera fyrir Schnauzer deildina svipaðan gagnagrunn sem væri sér sniðinn fyrir okkar deild og áætlaði hún að það kostaði 70.000 – 100.000 kr. Samþykktum við það að hún tæki þetta að sér þar sem við teljum að tími væri kominn á endurnýjun. Bað hún okkur um að safna að okkur punktum um það sem við viljum hafa á síðunni.
 

2.       Boðuðum við fólk sem hafði skráð sig í sýningarhóp fyrir deildarsýninguna og mættir voru: Aðalbjörg Baldursdóttir (Bogga), Anna Gréta Sveinsdóttir, Ragnheiður Edda Viðarsdóttir, Hafdís Þórarinsdóttir, Dagný Ívarsdóttir, Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, Louisa Aradóttir, Gróa Sturludóttir, Anna Kristín Einarsdóttir, Anna D. Hermansdóttir, Olga Björk Friðriksdóttir. 

Magga, María og Kolla fóru yfir hvað þarf að gera fyrir deildar sýninguna þar sem þær voru úr fyrri stjórn og vissu stöðu mála varðandi deildarsýninguna:

A. Daginn eftir lokadag skráningar þarf ca. 3 starfsmenn inn á skrifstofu HRFÍ til að klára að ganga frá skráningunum: Anna Gréta, María og Edda buðu sig fram en einnig mætti hafa samband við Önnu Krístinu.

B. Sækja Dómarann: Kolla er búin að finna mann í það bæði sækja og koma með hann á sýninguna.

C. Setja upp sýninguna: Það þarf að setja upp sýninguna og gera allt klárt, rúlla út teppum og borðum og þessa háttar á föstudaginn. Spurning um að hittast upp á Korputorgi, Gæludýr.is kl.17:00. Aðalbjörg sagðist geta reddað sendiferðabíl til að flytja það sem þyrfti að flytja. Töluðum um að reyna að takmarka það hvað við þurfum mikið að vera redda stólum og auglýsa það þannig að fólk komi með sína stóla. Magga tilkynnti okkur það að Gæludýr.is ætli að vera með ný teppi. Aðalbjörg, Hafdís, Dagný, Gunnhildur, Louisa og Gróa buðu sig fram að setja upp sýninguna. Anna D. að sækir númerin upp í Sólheimakot.

D. Taka saman sýninguna: Það þarf að taka saman sýninguna og voru allir sammála því að taka saman sýninguna á laugardeginum strax eftir sýninguna og bauð sama fólkið sig fram í það, (það sama og setur upp sýninguna).

 

E. Rætt var um það hvort það ætti að vera með kaffi og bakkelsi til sölu en þar sem Gæludýr.is er að selja gos og súkkulaði og stutt sé í Bónus þá ákváðum við að sleppa því allri sjoppu og selja bara kaffi þar sem það er ekki selt hjá Gæludýr.is. Einnig vantaði einhvern í að úthluta sýningarnúmerum og bauð Olga sig fram í það ásamt því að sækja númerin, rósettur og allt það sem þarf að ná í hjá HRFÍ. Einnig var rætt um það að vera með dúka á borðunum, þá dómaraborðið, verðlaunaborðið og kaffiborðið. Og ætlar Kolla og Gunnhildur að redda þeim. Dagný ætlar að sjá um næringu fyrir dómarann á sýningunni.

 

F. Verðlaun á sýningunni: Edda er ein mætt frá bikarnefnd. Talað var um að reyna að hafa öll settin eins, Heggur ( Aðalheiður ) vill gefa bikara/verðlaun fyrir t.d. svartan dverg, Platinum ehf fyrir pipar og salt dverg og svartan standard, Hundstefnan svart og silfur dverg og svo var Gunnhildur jafnvel með einn gefanda. Bikarnefnd fer í það að finna bikara sett og fá verð í það ásamt því að safna fleiri gefendum. Rætt var líka um það að þetta þyrfti ekki endilega að vera bikarar.  Þetta mætti líka vera medalíur, merktir bollar eða kambavínsglös. Olga skráði sig í bikarnefndina. Edda spurði hvort gefendur mættu koma með auglýsingaspjöld inn á sýninguna en við töldum það ekki hægt, en þeir munu vera nefndir á heimsíðu deildarinnar.

 

3.       Einnig boðuðum við göngunefnd og þar mættu: Anna Lilja og Ævar Örn ásamt Sigrúnu.

Rætt var um það að  Göngunefndin tæki að sér allar göngur deildarinnar og erum við að tala þá um páskagöngu og aðventugöngu líka. Þarf þá nefndin að sjá um allt sem þeim viðkemur, egg fyrir eggjaleitina, páskaegg, kaffi, svala, kökur og annað sem til þarf. Einnig ræddum við það að vista göngudagatalið á pdf til að geta sett það inná fb- og deildarsíðuna.

4.       Eftir að allir voru farnir ræddum við það að við værum komnar með hringstjóra sem er Sóley Ragnarsdóttir og aðstoðar ritar sem er Guðbjörg Ólafsdóttir en okkur vantar vanan ritara og ákváðum við að ræða við þá sem við þekkjum til þessa starfs.

5.       Ræddar voru nokkrar hugmyndir um afþreyingu fyrir dómarann eftir námskeiðið.

6.       Við vorum spurðar að því á fundinum hvort það væri möguleiki að fá að vera áhorfandi á snyrtinámskeiðinu og Magga ætlar að athuga það.

 

Fundi slitið 22:30.

Ritari: Sigrún Valdimarsdóttir