Fundargerðir


14.04.2014

Fundurinn haldinn Café Meskí kl.18:30

Mættar eru :

Líney B. Ívarsdóttir

Margrét Kjartansdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir

Kolbrún B. Snorradóttir

María Tamimi

 

1.       Ræddum um deildarsýninguna, dagskrá sýningarinnar og verðlaunin. Ákváðum að byrja sýninguna kl.09:00. Líney fór yfir með stjórn hvaða verðlaun væru komin í hverjum flokki og lagði það fyrir fundinn til samþykktar. Bikarnefnd ætlar svo að senda stjórn allar áletranir til yfirlestrar. Breytingar urður á riturum, Brynja Tomer verður aðstoðarritari og Herdís Hallmarsdóttir aðalritari. Sóley Ragna Ragnarsdóttir verður hringstjóri áfram. Ákváðum við að bjóða starfsfólki sýningar í matinn um kvöldið. Farið var yfir tékklistann frá síðustu fundargerð. Kolla ætlar að hafa samband við Ragnhildi Gísladóttir hvort hún sé búin að hafa samband við MAST og hvort hún sé áfram sýningarstjóri.

 

2.       Hafdís, Jóhanna og Anna D. sjá um sýnigarþjálfunina þriðjudaginn 15.04.2014 og Hafdís, Jóhanna og Guðbjörg Guðmundsdóttir þriðjudaginn 22.04.2014.

 

3.       Búið er að kaupa dómaragjöfina.

 

4.       Á sunnudaginn eftir snyrtinámskeiðið verður farið með dómarann miðbæjarrúnt og enda svo út að borða um kvöldið. Margrét Kjartansdóttir ætlar að sjá um dómarann á mánudaginn.

 

5.       Vantar svar frá dómaranum varðandi snyrtinámskeiðið um fjölda. Staðfesting á námskeiðið er ekki tekin gild fyrr en greiðsla hefur borist. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Byrja námskeiðið kl.11:00.

 

6.       Við ætlum að fara fram á það hjá Hrfí að fá afrit af öllum vinnuprófum sem schnauzer hundar taka þátt í, en hingað til hefur deildinni ekki borist afrit af slíkum prófum.

 

7.       Þurfum að ýta við skráningu í matinn þar sem það þarf að ná lágmarki 30 manns.

 

8.       Ekki hefur borist svar frá Ragnhildi Gísladóttur vegna athugasemda hennar varðandi seinustu fundargerð fráfarandi stjórnar.

 

Fundi slitið 20:50

Ritari Sigrún Valdimarsdóttir