Fundargerðir


13.05.2014

 

Fundurinn haldinn í Garðabæ (Ásbúð 23), kl.18:30

Mættar eru :

Líney B. Ívarsdóttir

Margrét Kjartansdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir

Kolbrún B. Snorradóttir

María Tamimi

 

1.       Fórum yfir sýninguna og ræddum hvað gekk vel og hvað hefði mátt gera betur. Í heildina gekk sýningin vel. Varðandi teppin þá hefði mátt líma þau betur. Þar sem það eru svo margir nýjir sýnendur þá væri sniðugt að hafa upplýsingar um það í sýningarskrá hvað borðarnir þýða. Einnig að setja það í auglýsingu að sýningar númer og skrá verði afhent á sýningunni. Að niðurnjörva betur hver sér um hvað hlutverk. Varðandi vinningar þá viljum við benda fólki á að hafa samband við bikarnefnd ef það vill gefa vinninga, rósettur og annað. Ekki að vinningar séu að koma á sýningu án vitundar stjórnar eða bikarnefndar. Varðandi uppgjör á sýningunni þá þurfum við að kalla eftir sundurliðuð uppgjöri frá HRFÍ.

 

2.       Fórum yfir uppgjör á snyrtinámskeiðinu og matnum.

 

3.       Ákváðum að stefna að því að vera með nýliðadag laugardaginn 13.september.

 

4.       Við munum senda Lindu gátlista vegna nýju deildarsíðunnar, en talað var um að nýta þær upplýsingar sem eru nú þegar í gagnagrunninum. Einnig að okkar grunnur verði eins og DÍF grunnurinn.

 

5.       Ræddum um það hvort deildin ætti að kaupa samkomutjald til að eiga fyrir landsmótin og einnig gætum við notað það á sumarsýninguna þar sem hún er útisýning. Við getum fengið tjald á 64.000 kr. og þar sem það kostar svipað að leigja tjald þá ákváðum við að kaupa eitt slíkt. Einnig ákváðum við að athuga með að kaupa deildarfána og ætla Kolla að skoða það betur.

 

6.       Við ákváðum að vera með sýningarþjálfun fyrir sumarsýninguna og þurfum við að fara í það að finna fólk í það ákváðum að auglýsa eftir fólki í það á FB.

 

7.       Stigatalning vegna ræktunarhópa á deildarsýningum verða stig gefin eftir fjölda ræktunarhópa sem taka þátt og ef 4 ræktunar hópar eru í úrslitum fær 1. Sæti 4 stig - 2. Sæti 3 stig – 3. Sæti 2 stig og 4. Sæti 1 stig. En ef 3 ræktunar hópar eru þá fær 1. Sæti 3 stig – 2. Sæti 2 stig og 1. Sæti 1 stig og svo koll af kolli

 

8.       Rætt var hvort stjórn schnauzerdeildarinnar ætti að óska eftir því að fá sérfræðing til að dæma schnauzer á sumarsýningunni og ef ekki er hægt að fá sérfræðing fyrir allar stærðir að láta á standardinn ganga fyrir þar sem hann fékk ekki sérfræðing á seinustu sýningu.

Fundi slitið 21:00

Ritari Sigrún Valdimarsdóttir