Fundargerðir


16.06.2014

Fundur stjórnar 16. 6. 2014 kl: 20:30 í Garðabæ.

Mættar voru: Líney, María, Kolla og Magga. Sigrún var fjarskiptatengd á fundinum.

Boðað var til fundarins vegna þess að fimm ára gamall dvergschnauzer hafði greinst með PRA í síðustu augnskoðun. Stjórn fór yfir stöðuna og skoðaði hvaða hundar tengdust sýkta hundinum.  Klara sem starfar á skrifstofu HRFÍ hafði skráð niður alla hunda sem tengjast honum, bæði gotsyskini og hálfsystkini og afhent það stjórn. Rætt var hvort fara ætti fram á ræktunarbann á gotsyskinum en ákveðið að gera það ekki að svo stöddu. Eigendum þessara hunda verður sent bréf en ræktandi þeirra hefur nú þegar haft samband við þá og upplýst þá um stöðu mála. Hálfsystkinum sýkta hundsins verða einnig send bréf. Formaður er búin að hafa samband við ræktendur og eiganda sýkta hundsins.

Stjórn ætlar einnig að boða alla félagsmenn til fundar vegna þessa til að upplýsa um málið. Stefnt er að því að fá dýralækni á fundinn og hundaþjálfara sem hefur reynslu af blindum hundum. Einnig er hægt að benda félagsmönnum á góðar upplýsingar sem hægt er að finna á vefsíðu smáhundadeildar. Mikilvægt er að fá eigendur hundanna sem tengjast sýkta hundinum til að fara með þá í næstu augnskoðun sem verður í ágúst. En komið hefur í ljós að ansi margir þeirra hafa aldrei farið og þeir sem hafa gert það fóru ungir í augnskoðun.

PRA greinist í hundum á aldrinum 3-5 ára og mikilvægt er að eigendur dvergschnauzerhunda fari með hundana sína í augnskoðun á þessum aldri. Mun stjórn setja breytingar um þetta inná deildarsíðuna, þar sem mælt er með því og eigendur hvattir að fara með hunda sína í augnskoðun á aldrinum þriggja, fimm og sjö ára. Myndi það hjálpa mikið til við að reyna að kortleggja stöðuna varðandi augnsjúkdóma í dvergschnauzer á Íslandi.

Líney ætlar að hafa samband við Optigen og athuga hvort eigi að senda út fleiri sýni en bara úr sýkta hundinum.Einnig að athuga hversu langan tíma þetta tekur. Líney ætlar líka að hafa samband við dýralækni til að athuga kostnað við að taka blóðsýni og senda út. Optigen gefur það upp á heimasíðu sinni að þeir taki ekkert gjald fyrir að fá sýni úr sýktum dýrum.  Ef sýkti hundurinn greinist með stofn A sem hægt er að testa fyrir, myndi það létta heilmikið þar sem hægt væri þá að testa alla tengda hunda og fá niðurstöður strax. Því miður er það samt svo að stofn A er mikið sjaldgæfari í dvergschnauzer og þess vegna hafa ekki verið gerð DNA test á tegundinni almennt.

Athuga á með hópafslátt fyrir hundana hjá Hrfí í augnskoðunina. Fá einnig staðfestingu á því hvort verðið á skoðuninni verði ekki það sama fyrir alla hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki.

Tékklisti, hver gerir hvað:
Líney býr til bréfið sem fer á hundaeigendur og sendir fyrirspurn á Optigen.
Magga hefur samband við Siggu Eiríks og athugar hvort hún vilji tala sem hundaþjálfari og eigandi blinds hunds.

Önnur mál:

1.       Ætlum að senda bréf á sýningarstjórn HRFÍ þar sem við óskum eftir því að fá að vera með stóra tjaldið við sýningarhringinn um helgina þar sem það er fyrir alla í deildinni. Ef allir væru með lítið tjald tæki það meira pláss en stórt tjald.

2.       Ítreka uppgjör vegna síðustu deildarsýningar frá Hrfí.

3.       Athuga hvort farandbikarar séu farnir í áletrun.

4.       Athuga hvar eigi að geyma verðlaunagripi á sýningarsvæðinu.

Fundi slitið klukkan 22:00
Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir