Fundargerðir


11.08.2014

Fundurinn haldinn Ásbúð 23, kl.19:00

Mættar eru :

Líney B. Ívarsdóttir

Margrét Kjartansdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir

Kolbrún B. Snorradóttir

María Tamimi

 

1.       Ræddum um niðurröðun dómara á síðustu sumarsýningu HRFÍ og ákváðum að vera meira vakandi  fyrir niðurröðun þeirra í framtíðinni.

 

2.       Olga er ein eftir í bikarnefnd og bauð Líney sig fram að vera með henni í nefndinni. Ræddum það að reyna fá styrktaraðila fyrir hverja sýningu sem eru til í gefa þá BOB í hverjum flokki og fá þá styrktar aðila fyrir heilt ár í senn.

 

3.       Nú fara að byrja sýningarþjálfarnir og höfum við notið aðstoðar hjá fullt af frábæru fólki. Líney ætlar að hafa samband við þetta fólk og sjá hvort það sé tilbúið að aðstoða okkur áfram. Ákváðum að allavegan ein úr stjórninni myndi mæta á hverja sýningarþjálfun og ætlar Magga K. að taka að sér fyrstu, María aðra og Líney þriðju. Kolla ætlar að aðstoða við að innheimta.

 

4.       Magga sagði okkur að HRFI væri ekki ennþá búið að leggja inn á reikning Schnauzer deildarinnar vegna deildarsýngarinnar sem hefði átt að koma inn 4.júlí 2014. Magga er búin að senda þeim ítrekun og vonandi skilar það sér sem fyrst.

 

5.       Kolla ætlar að athuga hvort við getum fengið Sólheimakot fyrir nýliðadaginn okkar sem verður haldinn 13.sept.2014. Fannst okkur skemmtilegra að vera þar sem fólk mætti taka með sér hundana sína. Þar ætlum við að kynna deildina og helstu viðburði hennar, kynna merkjamál og þroska hunda, fara lítillega yfir feldhirðu. 

 

6.       Svo virðist sem einhver misskilningur hafi orði á fundinum sem Liney, Kolla, Fríður og Klara hittust á varðandi augnsjúkdóminn PRA sem kom upp, en Líney og Kolla skildu það þannig að Fríður hafi ætlað að ráðstafa því þannig að allri sem eiga skilda hunda ættu að fá augnskoðunina á sama verði og félagsmenn. Könnuðust þær ekki við það á skrifstofunni og tjáðu að það þyrfti að senda inn umsókn frá deildinni og sendi Líney inn umsókn. Þurfum við að auglýsa augnskoðunina um leið og við erum búnar að fá svar við undanþágunni.

  

7.       Ákváðum um að vera með deildarsýningu laugardaginn 09.05.2014 og ætlar stjórnin að finna  dómara og mun Kolla vera í samskiptum við hann þar sem hún sýnir ekki eigin hund. Einnig ræddum við um að vera með öðruvísi rósettur en þær sem HRFI er að bjóða upp á og ætlum við að finna þær.

 

8.       Ræddum fjáröflun deildarinnar og hvort við ættum að reyna vera með einhverja auka fjáröflun en töldum við að nóg væri að vera með uppskeruhátíðina og reyna að gera hana kannski veglegri til að fá fleiri á hana svo að hún gefi kannski meira af sér.

 

9.       Ræddum um nýju deildarsíðuna okkar og þurfum við aðstoð við að keyra út gagnagrunnin frá tölvukerfi HRFÍ og ætlar Magga að finna einhvern í það.

 

10.   Ræddum við inngrip framkvæmdarstjóra HRFÍ þegar hún tók fram fyrir hendur ræktunarstjórnar schnauzerdeildarinnar. Meðlimur deildarinnar sendi póst á framkvæmdastjóra ásamt formanni deildarinnar þar sem hún er að leita sér að ræktunarhundi fyrir tíkina sína. Hafði stjórn deildarinnar þá þegar verið búin að benda henni á að hafa samband við tengiliði standard ræktenda. Það var búið að benda henni á rakka sem uppfylla kröfur HRFÍ og því sem deildin mælir með. Framkvæmdarstjóri bendir henni svo á rakka sem uppfylla ekki kröfur HRFÍ um ræktunardýr. Við teljum það ekki í verkahring framkvæmdastjóra og munum við óska þess í bréfi sem sent verður til framkvæmdarstjóra og stjórnar HRFÍ þar sem við förum fram á að svona beiðnum verði vísað til ræktunardeildar í framtíðinni.

11.   Ákváðum við að bjóða ræktendum að setja inn ítarlegri upplýsingar um foreldra þeirra hvolpa/gota sem verið er að auglýsa á deildarsíðunni, t.d. sýningarárangur, vinnupróf,heilsufarsupplýsingar og fleira. 

Fundi slitið kl. 23:30

Ritari Sigrún Valdimarsdóttir