Fundargerðir


30.03.2015

Fundurinn haldinn á skrifstofu HRFÍ, kl.19:00

Mættar eru :

Líney B. Ívarsdóttir

Margrét Kjartansdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir

Kolbrún B. Snorradóttir

María Tamimi
 

Stjórn barst eftirfarandi svarbréf frá framkvæmdastjóra vegna athugasemda sem stjórn hafði sent HRFÍ vegna vinnulags hennar og birtum við það hér í fundargerð:

Stjórn Schnauzerdeildar
Stjórn fór yfir erindi ykkar á fundi stjórnar 21.janúar sl.

Stjórn  og framkvæmdastjóri eru sammála um að það er ekki starf framkvæmdastjóra að gerast ráðgefandi um ræktunarstarf í deildum. Farið var yfir samskipti, sem áttu sér stað við umrætt tilvik og ekkert bendir til að svo hafi verið.  Daglega koma hins vegar inn  fyrirspurnir um heilsufar undaneldisdýra og svarar starfsfólk skrifstofu þeim fyrirspurnum eftir bestu getu.

 

Kveðja / Best regards

Ms.Fríður Esther Pétursdóttir

Framkvæmdastjóri / General manager

Hundaræktarfélag Íslands /The Icelandic Kennel Club

Síðumúla 15, 108 Reykjavík

Sími/telephone: 588 - 5255

GSM/moble: 846- 8171

 

 

1.       Ræddum stöðuna á nýju vefsíðunni og er hún á réttu róli.

 

2.       Kolla ætlar að athuga hvort Petter Fodstad sé tilbúin að vera með fyrilestur eða sýnikennslu í snyrtingu til að nýta sem best þekkingu hans.

 

3.       Ræddum um það að deildin yrði með gmail þar sem öll skjöl og upplýsingar sem nota þarf aftur og aftur yrðu geymd inni á drifi deildarinnar og stjórnin hefði aðgang að því. Þegar ný stjórn tæki við væri skipt um lykilorð þannig að aðeins nýjir stjórnarmeðlimir hefðu þá aðgang að því. Líney ætlar að stofna þetta gmail og kynna okkur fyrir því á næsta þegar við hittumst.

 

4.       Ræddum rósettur og ákváðum að versla HRFÍ rósettur fyrir þessa sýningu en stefna að því að vera með þær veglegar á næsta ári þar sem deildin verður 10 ára.
 

 

Fundi slitið kl. 19:45

Ritari Sigrún Valdimarsdóttir