Fundargerðir


30.03.2015

Aðalfundur schnauzerdeildar HRFÍ haldinn 30.03.2015

Mættir voru stjórnin ásamt 10 fundargestum alls 15 manns.

1.       Margrét Kjartans setti fundinn og var hún kosin sem fundarstjóri og Sigrún ritari fundarins.

2.       Líney las skýrslu stjórnar. Ragnhildur gerði athugasemd um að Heljuheims Fenrirværi Íslenskur sýningameistari en ekki íslenskur meistari. Anna D gerði einnig athugasemd við hund frá sér að það hafi vantaði vara CACIB skráð á hann.

3.       Margrét las fjárhagsstöðu deildarinnar. Magga skírði það að helsti kostnaðurinn varðandi Landsmótið hafi verið leiga á ferðakamri.

4.       Kosning stjórnar: Út áttu að ganga Margrét og Sigrún. Þær buðu sig báðar fram og kom ekkert mótframboð og því þá sjálfkjörnar.
Þá var kosið í nefndir:
Viðburðanefnd: Anna Gréta Sveinsdóttir, María Björg Tamini, Lára Bjarney Kristinsdóttir
Göngunefnd: Elísabet Richardsdóttir og Perla Rúnarsdóttir
Bikarnefnd: Enginn gaf sig fram í bikarnefnd og ætlum við að auglýsa eftir fólki í það á netinu.
Skapaðist umræða um það hvað sé hlutverk Bikarnefndar og eins líka hvort við eigum að vera með eignarbikar, skildi eða verðlaunapeninga á sýningum þar sem það er alltaf erfiðara og erfiðara að útvega bikara. Anna kom með þá hugmynd að vera með rósettur í staðin fyrir eignarbikara. Ræddum það að fá farandbikara fyrir seinni sýninguna á sumarsýningunni.
Sýningarþjálfunarnefnd: Lára gaf sig fram í að rukka á sýningaþjálfunum og Sigga sinn í að þukla (hundana sko), hann er með 25 ára reynslu að hennar sögn og vakti það mikla kátínu fundarins.
Sýningarþjálfananefnd: Enginn bauð sig fram. Ræddum hversu erfitt það er að manna sýningarþjálfanir. Ragnhildur kom með þá tillögu að tala við Unglingadeildina og fara í samvinnu við hana og að þau fái þá hluta af innkomunni. Ætlum við að skoða það ef við fáum ekki fólk til starfa í sýningarþjálfanir. Ræddum einnig hvort við ættum að fara í samvinnu við fuglahundadeildina aftur en töldum við það ekki hægt þar sem það er svo mikið af hundum hjá þeim. Töluðum um að tala frekar við minni deild um samstarf.

5.       Önnur mál:
Ragnhildur spurði hvort páskagangan verði og tilkynnti nýja göngunefndin að hún verði á föstudaginn langa eins og hefð hefur verið fyrir. Benti Ragnhildur þeim á að hafa samband við skrifstofu HRFÍ og fá lánað Sólheimakotið.
Ragnhildur gerði athugasemd við boðun fundarins þar sem hann var ekki auglýstur á síðu HRFÍ, dagblaði eða í Sámi. Líney sagðist hafi sent fundarboðin á skrifstofu HRFÍ og ætlar hún að spyrja þær á skrifstofunni hvað hafi valdið því að fundurinn hafi ekki verið auglýstur.
Ragnhildur spurði hvort ekki hafi verið komið svar frá HRFÍ varðandi bréf okkar til stjórnar HRFI og ef svo er af hverju það væri ekki komið inn í fundargerð. Svar stjórnar er að svarið kom ekki fyrir seinasta fund sem deildin hélt og mun það koma inn í fundargerð dagsins í dag.
Ragnhildur vildi láta bóka það að hún er mjög sátt við þessa stjórn og hún er búin að gera mjög góða hluti en eina sem hún vill setja út á er að fundargerðir hafi skilað sér seint inn á netið. Svar stjórnar er að stundum eru þær ekki birtingarhæfar strax eins og t.d. ef viðkvæm mál koma upp og þá eru þær ekki birtar fyrr en gengið hefur verið frá þeim málum.
Lára spurði um gang mála varðandi uppsetningu fyrir deildarsýninguna og verðum við líklega með fund þar sem við boðum áhugasamt aðstoðarfólk og er öll aðstoð vel þegin. Einnig ætlum við að virkja upp Facebook síðuna sem við  notuðum seinast til að virkja sem flesta að hjálpa okkur.
Perla spurði út í það hvaða aldur er í Unglingadeildina hjá HRFÍ og var henni bent á að kíkja inn á deildarsíðuna þeirra.
Anna D spurði varðandi lokadag skráningar deildarsíðunnar og ætlar Líney að athuga hvort það sé hægt að lengja skráningarfrestinn.
Lára spurði hvort við hefðum heyrt eitthvað um það hvort HRFÍ verði með hópferð á Evrópu sýninguna 2015. En enginn vissi neitt um það.
Engin önnur mál


Fundi slitið kl.  21:50 

Ritari: Sigrún Valdimarsdóttir