Fundargerðir


30.03.2015

Framhaldsfundur Schnauzer deildar 30.03.2015

 

Fundurinn haldinn á skrifstofu HRFÍ, kl.22:00

Mættar eru :

Kolbrún B. Snorradóttir
Líney B. Ívarsdóttir
Margrét Kjartansdóttir
María Tamimi
Sigrún Valdimarsdóttir

1.       Stjórn skiptir með sér verkum. Líney stakk upp á að Kolla taki að sér formennskuna og var það samþykkt af öllum. Líney tekur að sér ritara starfið og Margrét ætlar að halda áfram sem gjaldkeri. María og Sigrún meðstjórnendur.

2.       Næsta mál á dagskrá er deildarsýningin og þurfum við allar að leggjast á eitt að finna styrktaraðila fyrir verðlaunin á deildarsýningunni og eins líka að skoða hvernig verðlaun við viljum vera með.

3.       Það gleymdist að ræða tengilið hverrar tegundar á aðalfundinum og ætlum við að senda póst á þá aðila sem eru skráðir tengiliðir hvort þeir vilji halda áfram sem tengiliðir. Ef ekki þá mun stjórnin finna nýja tengilið.

4.       Líney ætlar að athuga hvers vegna fundurinn var ekki auglýstur á síðu HRFÍ.

5.       Ræddum það að funda fljótlega.

 

Fundi slitið kl. 22:30

Ritari Sigrún Valdimarsdóttir