Fundargerðir


13.04.2015

Mættar voru: Líney, María, Sigrún, Kolla og Magga


·         Undirbúningur fyrir deildarsýninguna er nú komin á fullt og er Magga búin að bóka hótel fyrir dómarann. Einnig
          ætlar hún að sjá um að taka út dagpeninga fyrir hann.

·         Kolla ætlar að athuga hvort hægt sé að framlengja skráningarfrestinn fram yfir nýtt kortatímabil.

·         Dýralæknir sýningar verður Lísa Bjarnadóttir og mun hún koma og kíkja á svæðið þegar sýningin verður sett
          upp.

·         Mast verður sendar upplýsingar um fjölda hunda á sýningu og hver verður dýralæknir. Mun fulltrúi frá þeim svo
          koma og kíkja á staðinn.

·         Guðbjörg Guðmundsdóttir verður ritari sýningar og Magnea Friðriksdóttir verður hringstjóri og sýningarstjóri.

·         Farið verður út að borða á Vínhúsið í Hafnarfirði. Fáum við efri hæðina út af fyrir okkur. Tilboð verður á barnum
          og gott verð á þriggja rétta matseðli.

·         Kolla kom með ýmis sýnishorn af glösum og vösum á fundinn, en sú hugmynd hefur komið upp að vera með
          eitthvað annað en bikara á deildarsýningunni. Var mestur áhugi fyrir því að kaupa blómavasa og merkja þá fyrir
          BOB og BOS í öllum litum og stærðum. Merkt myndi sjá um merkinguna og tekur það 3-5 daga eftir að pantað
          er. Áætlaður kostnaður fyrir hvert merkt stykki yrði þá tæplega 2000 krónur.

·         Nokkur glerverðlaun á deildin sem ekki hafa gengið út á síðustu sýningum og ákveðið var að nota þau í
          úrslitum en kaupa það sem á vantar.

·         Kolla var búin að athuga hvað teppi myndu kosta ef deildin myndi fjárfesta í þeim fyrir sýninguna. Kostnaður
          hljóðaði uppá 130 þús og ákveðið var að hverfa frá því þar sem það sé alltof dýrt. Var ákveðið að athuga hvort
          Dýrheimar gætu styrkt okkur og lánað okkur sín teppi.

·         Stefnan er nú sett á að safna styrktaraðilum til að fjármagna sýninguna en nú þegar hefur Steinhóla ræktun
          ákveðið að styrkja með verðlaunum fyrir ps standard.

 

·         Dómaragjöf: Ath. með ljósmyndabók af Íslandi sem gjöf.

·         Áætlað er að sýningin hefjist klukkan 9:00. Ætlum að biðja Dagný að sjá um veitingar fyrir dómarann
          eins og í fyrra. Ekki verður nein veitingasala á vegum deildarinnar, en hægt verður að kaupa kaffi.

·         Kolla ætlar að hafa samband við dómarann og athuga hvort það sé eitthvað sérstakt sem hann hefur
          áhuga á að gera á sunnudeginum.

·         Ákveðið var að kaupa sjö rauðar BOB rósettur frá Hrfí og rósettur fyrir fyrstu fjögur sætin í úrslium um
          besta hund sýningar. Öll verðlaun verða samræmd og ættu að verða hin glæsilegustu. Varðandi
          vinninga þá viljum við benda fólki á að hafa samband við stjórn ef það vill gefa vinninga, rósettur eða
          annað. Ekki er æskilegt að vinningar komi á sýninguna án vitundar stjórnar eða bikarnefndar.

·         Magga ætlar að athuga með teppin hjá Soffíu og með viðbótarglerverðlaun fyrir hvolpa eldri og yngri og
          tvö fyrir úrslitin. Samtals fjögur verðlaun í viðbót við þau sem við eigum fyrir.

Kolla og María ætla að fara niður á Hrfí og klára úrvinnslu skráningar eftir að skráningarfresti lýkur
Kolla ætlar að athuga með BIS vasa í Ikea og skoða ljósmyndabók fyrir dómaragjöf

·         María ætlar að panta sjö BOB rósettur frá Hrfí og fyrir fyrstu fjögur sætin í BIS

 

Fundi slitið klukkan 20:30

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir