Fundargerðir


19.05.2015

Mættar eru: Líney, María, Kolla, Magga og Sigrún

Farið var yfir hvað hefði mátt fara betur á deildarsýningunni. Við vorum ekki með rósettur fyrir junior innan hvers litar og var ákveðið að vera með það á næsta ári. Gott er að gera tékk lista fyrir deildarsýningar sem hægt er að ganga að í framtíðinni.

Dómarinn var mjög ánægður og sendi okkur þetta bréf:
Hei,
Tusen takk for et fantastisk opphold på Island. Det var utrolig hyggelig fra start til slutt, og en meget velorganisert utstilling. Utrolig gjestfritt og vennlig !!!!
Hils til alle de andre som gjorde det til en uforglemmelig tur. Man er ikke vant til en slik behandling som dommer, og det blir satt stor pris på.
De beste ønsker om en varm sommer for dere.
Hilsen
Petter

þýðing:
Þúsund þakkir fyrir frábæra dvöl á Íslandi. Þetta var ótrúlega flott frá upphafi til enda og einstaklega vel skipulögð sýning. Ótrúlega gestrisin og vinaleg

Sendi kveðjur til allra sem gerðu ferðina ógleymanlega. Maður er ekki vanur svona meðferð á dómara og það er ómetanlegt
Mínar bestu óskir um gott sumar hjá ykkur
kveðja Petter

Tvær sýningarþjálfanir verða fyrir júlí sýninguna upp í Víðidal á grassvæðinu þar sem sýningin verður. Það mun vanta verðlaunabikara á Alþjóðlegu sýninguna en ákveðið er að láta farandbikarana duga á meistarastigssýninguna (Reykjavík winner) eins og í fyrra.

Líney gerði athugasemdir við að ræktunarhópar teljast til stiga í úrslitum á deildarsýningum. Það séu fáir hópar sem keppa og ætti ekki að teljast með til stiga þar sem hóparnir raðast sjálfkrafa í efstu sætin og stigin þar af leiðandi auðfengin. Á síðustu deildarsýningu voru t.d. aðeins fjórir ræktunarhópar og þrír þeirra kepptu til úrslita. Líney var búin að gera fyrirspurn hjá chihuahua deildinni og telja þeir ekki stig með á sinni deildarsýningu, en gaman væri að athuga hvað aðrir deildir gera. Einnig gerði Líney athugasemd við að þegar þessi stigatalning var sett á hjá fyrri stjórn, þá hefði það ekki verið kynnt fyrir öðrum meðlimum deildarinnar. Aðrir í stjórn voru ekki sammála því að telja ekki þessi stig með og vildu telja þau áfram. Aftur á móti væri mikilvægt að kynna allar breytingar vel áður en þær eru framkvæmdar.

Landsmót: Hugmynd um að vera með opna sýningu á mótinu. Þeir sem eru í skemmtinefnd ætla að hittast og skipuleggja mótið. María, Anna Gréta, Lára, Stjáni og Magga ætla að hittast og ræða málin.

Tjald á sumarsýningu. Ætlum að athuga hvort það sé hægt að setja tjaldið upp nær hringnum á sumarsýningunni. Kolla ætlar að gera fyrirspurn til sýningarstjórnar Hrfí. Ef það verður ekki leyft þá sé engin ástæða til að tjalda því þar sem það nýtist þá illa.

Fundi slitið klukkan 20:40
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir