Fundargerðir


01.02.2016

Skýrsla stjórnar 2015

 

Schnauzerdeild HRFÍ

 

Stjórn og nefndir                                                   Viðburðarnefnd

Kolbrún B. Snorradóttir                                          María B. Tamimi

Margrét Kjartansdóttir                                            Anna Gréta Sveinsdóttir

Líney B. Ívarsdóttir                                                 Lára Bjarney Kristinsdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir                                            Göngunefnd

María B. Tamimi                                                     Elísabet Richardsdóttir

                                                                                 Perla Rúnarsdóttir

 

Síðasti aðalfundur var haldinn þann 30. mars 2015. Endurkjörnar voru Margrét og Sigrún.

Stjórn schnauzerdeildar fundaði 5 sinnum og allar fundargerðir er hægt að lesa á deildarsíðunni.

Ný heimasíða og gagnagrunnur verður vonandi tekinn í gagnið í haust. Auglýst var eftir nýju logoi í tilefni af 10 ára afmæli deildarinnar.

Viðurðir á vegum deildarinnar á starfsárinu.

  1. maí 2015 hélt deildin sýningu og dómari var Petter Fodstad frá Noregi. 94 hundar voru skráðir til sýningar sem er metþáttaka hingað til. Um kvöldið var farið út að borða á Gamla vínhúsinu í Hafnarfirði. Dómarinn var mjög ánægður með sýninguna og móttökurnar.

Páskaeggjaleit og ganga voru á föstudaginn langa, svo var ganga í október og loks nýárganga. Fólk er mjög ánægt með göngurnar.

Landsmót deildarinnar var haldið í Haukadal hjá Stjána. Þar var mikið fjör og haldin ganni-hundasýning. Dómari var Sóley Ragna Ragnarsdóttir. Landsmótið heppnaðist mjög vel.

Allar stærðir af schnauzer tóku þá í smá- og stórhundadögum í Garðheimum sem eru tvisvar á ári.

Tvær sýningarþjálfanir voru haldnar fyrir hverja sýningu. Þjálfanirnar eru annar stærsti tekjuliður deildarinnar.

  1. mars síðastliðinn var haldin uppskeru- og 10 ára afmælishátíð deildarinnar. Þar voru hundar og ræktendur heiðraðir. Veislustjóri var Heimir Karlsson sem hélt uppi stuðinu og sá um fjörugt uppboð á vörum og þjónustu sem fjölmargir aðilar gáfu deildinni og styrktu hana þannig. Uppskeruhátíðin er stærsti fjáröflunarliður deildarinnar. Hátíðin tókst afar vel.

Augnskoðun.

Alls fóru 62 hundar í augnskoðun á árinu, 14 hvítir, 2 pipar og salt, 16 svart/silfur og 30 svartir.

2 hvítir, 1 ps, 1 ss og 7 svartir greindust með distichiasis
1 svartur og 1 svart/silfur greindist með PHTVL/PHPV gráðu 2-6
1 svartur greindist með cornea dystrofii

3 svartir greindust með cataract (ekki meðfætt).

Augnsjúkdómurinn PRA greindist í einni svart/silfur tík. Sú tík er hálfsystir tíkarinnar sem greindist í fyrra. Tíkin, foreldrar hennar og afkvæmi fóru í ræktunarbann. Í kjölfarið safnaði stjórn saman gotsystkinum þessara tveggja tíka ásamt foreldrum til DNA sýnatöku. Teknar voru blóðprufur úr sýktu tíkunum og strok úr kinn úr hinum. Öll sýnin voru síðan send saman til Optigen í Bandaríkjunum til frekari rannsóknar.

Stuttu síðar barst svar frá Optigen þar sem greint var frá niðurstöðum. Tíkurnar voru ekki sýktar af týpu A sem er hægt að DNA testa fyrir. Þessar niðurstöður voru eins og búast mátti við þar sem þessi tegund af PRA finnst varla í dvergschnauzer. Aftur á móti vonum við að sýnin okkar hjálpi til við áframhaldandi rannsóknir og þróun á DNA testi fyrir týpu B.

Susanne dýrlæknir fræddi okkur um augnsjúkdóma í dvergschnauzer á félagsfundi í nóvember sem var mjög góður og fræðandi.

Mjaðma- og olnbogamyndir

Þrír svartir standard schnauzerar fóru í mjaðmamyndatöku. Einn greindist með A mjaðmir, annar með B mjaðmir og þriðji með C mjaðmir.

Yfirlit yfir got og innflutning

Got

Á árinu fæddust samtals 100 dvergschnauzer hvolpar:
46 svartir
16 pipar og salt
24 svart/silfur
14 hvítir.

 

Icenice 10 svart/silfur, 3 svartir, 8 pipar og salt?

Helguhlíðar 6 svart/silfur?

Specialis 7 svart/silfur?

Kolskeggs 23 svartir, 1 pipar og salt?

Svarthöfða 2 svartir, 1 pipar og salt?

Svartwalds 8 svartir, 1 pipar og salt?

Kveldúlfs 4 svartir, 1 pipar og salt, 3 hvítir?

Norðurhrafna 3 svartir?

Svartskeggs 4 pipar og salt?

Made In Iceland 7 hvítir?

Lilja E. Jónsdóttir 4 hvítir ?

Magnús Gunnarsson 1 svart/silfur, 3 svartir?

 

Alls voru skráðir í ættbók 5 svartir standard hvolpar og 5 pipar og salt standard hvolpar.

Uppáhalds 5 pipar og salt?

Katla Kristjánsdóttir 5 svartir

Enginn risaschnauzer fæddist á árinu.

Innflutningur

1 hvítur dvergschnauzer

2 svartir dvergschauzer

2 pipar og salt dvergschnauzer

1 standard schnauzer svartur

Íslenskir meistarar

Einn risaschnauzerhlaut titilinn íslenskur sýningameistari:
ISShCh Heljuheims Muninn

Fjórir dvergschnauzerar og tveir standard schnauzerar hlutu titilinn íslenskur meistari:

Dvergschnauzer:
ISCh Islandschnauzer Birthdaystar

C.I.B ISCh RUSch RKFCh PLCh PLJChMister Hot Shot Les Amis Du Channel

ISCh Albarossi´k Givenchy Ice-Cube

ISCh RW-13 Svartwalds Germania

Standard Schnauzer:
ISCh RW-15 Black Standard Cameron Diaz
ISCh RW-14 Thelma Black Grand Calvera

Alþjóðlegir meistararar

Einn risaschnauzer hlaut titilinn Alþjóðlegur sýningameistari
C.I.E. ISShCh RW-14 RW-15 Heljuheims Fenrir

Tveir dvergschnauzerar og einn standard schnauzer hlutu titilinn Alþjóðlegur meistari:
Dvergschnauzer:
C.I.B. ISCh RW-13 RW-14 Made In Iceland Barney
C.I.B. ISCH RW-13 RW-15 Helguhlíðar Játvarður

Standard schnauzer:
C.I.B. ISCh RW-13 Black Standard Along Came Polly

Stigahæstu hundar og ræktandi

Stigahæsti hundur deildarinnar var Heljuheims Fenrir með 76 stig

Stigahæsti ræktandinn var Svartwalds ræktun með 61 stig

Stigahæsti vinnuhundur var Mir-Jan´s Campari með 160 stig

 

Hundar sem fóru í vinnupróf á árinu 2015

 

Risaschnauser

Mir-Jan´s Campari – var með hæstu einkunn í Spor 1- 90 stig

Heljuheims Geri

Svartskeggs Black Pearl – var með hæstu einkunn í Hlýðni 2- 86,5 stig

 

Dvergschnauzer

Icenice Muggur

 

Schnauzer

Bláklukku Dilla – var með hæstu einkunn í Hlýðni 1 – 181 stig

Uppáhalds Gæfa – var með hæstu einkunn í Brons – 159 stig

 

Fyrir hönd stjórnar schnauzerdeildar vil ég þakka öllum sem hafa komið að starfsemi deildarinnar á árinu fyrir samstarfið og þá sem hafa styrkt deildina . Án ykkar væri ekki mögulegt að framkvæma allt það sem deildin stendur fyrir.

 

Einnig vil ég þakka þeim sem sitja í stjórn með mér kærlega fyrir skemmtilegt samstarf.

 

Fyrir hönd stjórnar

Kolbrún B. Snorradóttir