Fundargerðir


07.01.2020

Fundur stjórnar 7. janúar 2020

 

Mættar voru: María, Anna Gréta, Magga, Líney og Lára

 

Aðalfundur: ákveðinn 4. febrúar.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
skýrsla gjaldkera
kosning – leggja fyrir fund hvort eigi að bæta við 2 varamönnum
önnur mál

Uppskeran:
Verður í Kringlukránni 8. febrúar. Verðum með skjöl eins og áður.
Söfnum vinningum eins og í fyrra. Veislustjórar verða Sigrún Guðlaugar og kannski Danni.

Ræktun:
Bréf barst frá deildarmeðlimi um hvort stjórn ætti að óska eftir því að lækka pörunaraldur tíka niður í 18 mánaða miðað við nýju dýraverndunarlögin. Samkvæmt reglum Hrfí er það 24 mánuðir, en schnauzerdeildin er með 20 mánuði fyrir dverginn. Er stjórn deildarinnar ekki tilbúin að lækka aldurinn og finnst 20 mánaða aldur tíka alveg nógu lágt.

Aftur á móti vill stjórn gera athugasemd við nýja reglu Hrfí varðandi 11 mánaða regluna. Við teljum að eitt lóðari á milli gota sé góð hvíld fyrir tíkina. Reglan sem var áður var viðunandi fyrir ræktendur og ætti að treysta ræktendum til að meta ástand tíkarinnar fyrir framhaldið. Okkar reynsla er að best er að rækta undan tíkum á aldrinum 2 – 5 ára, en á þeim aldrinum gengur meðganga og got yfirleitt mjög vel. Eftir því sem tíkurnar verða eldri því erfiðara gengur gotið. Mun stjórn senda bréf til Hrfí vegna þessa.

Einnig kom frá þessum meðlimi hvort stjórn telji forsendur fyrir því að halda tvær deildarsýningar á ári. Stjórn telur svo vera og er alveg tilbúin að skoða það.

 

DNA
Deildin á núna töluvert af swap fyrir sýnatöku á DNA sem meðlimir geta keypt fyrir 2.000 krónur. Verðum aftur með sýnatökudag hjá Steinunni dýralækni í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. janúar kl. 17.

Fundi slitið
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir