Fundargerðir


04.11.2019

Fundur stjórnar 4. nóv. 2019

Mættar voru: María, Anna Gréta, Magga, Líney og Lára

 

Skýrsla gjaldkera:
Staða á reikn: 309.639

Fastar greiðsur fyrir hýsinguna: 2.789 á mánuði
Isnic árgjald: 5.980

 

Deildarsýning

Ákveðið var að sækja um deildarsýningu hinn daginn á júnísýningunni þar sem sú sýning er ekki tvöföld. Munum óska eftir að fá Natalia Skalin til að dæma.

Fjáröflun fyrir deildina
Umræða um fjáröflun fyrir deildina, að hægt verði t.d. að auglýsa á fb síðunni gegn vægu gjaldi.

Einnig að vera með hvolpasýningu þar sem öðrum tegundum er boðið að vera með.

Uppskeran
Verður eins og í fyrra á Kringlukránni 8. febrúar 2020. Verður auglýst í janúar og þá munum við einnig safna vinningum.
Ræðum á næsta fundi hvaða heiðursverðlaun við munum vera með.

DNA
Deildin mun eiga swap kit til að selja deildarmeðlimum. Magga pantar og geymir.

Eigendur tveggja hunda óska eftir að ræktunarbanni verði aflétt. Við semjum bréf og sendum beiðni um það.

Fundi slitið
Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir