Fundargerðir


13.08.2019

Fundur stjórnar 13. ágúst 2019

Mættar voru: María, Anna Gréta, Magga, Líney og Lára

 

Uppgjör sýningar:

Deildin á eftir að greiða fyrir salinn sem er 35.000. Gjaldkeri sér um það.

 

Deildarsýning:
Stefnum á deildarsýningu 27. júní 2020 sem væri gaman að hafa í Guðmundarlundi.
Ætlum að skoða dómara sem koma til greina, en ofarlega á blaði er Kent Olsen frá Noregi.

Fræðsla:
Stefnum á að vera með fræðslugreinar inn á deildarsíðunni, t.d. öryggismál hunda í bíl.

DNA
Þurfum nánari skilgreingu á reglugerð Hrfí í samanburði við okkar nýju reglu sem tekur gildi í desember og óskum eftir fundi með fulltrúa Hrfí. Samkvæmt nýju reglunni okkar ætti að vera hægt að afétta ræktunarbanni á áveðnum hundum ef eigandi óskar eftir því.

Nýja reglugerð Hrfí:
HRFÍ skráir niðurstöður augnskoðana fyrir allar hundategundir og fylgir eftirfarandi reglu varðandi PRA: Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir.  Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann. Sé þekktur PRA beri notaður til undaneldis skráir HRFÍ gotið en setur í ræktunarbann.  Ræktandinn verður kærður til siðanefndar. Í tegundum sem hafa DNA próf eru hundar sem greinast „sýktir“ ekki leyfilegir í ræktun. Hundar sem eru berar eru leyfðir í ræktun á móti hreinum. Ræktunardeildir geta gefið út eigin reglur sem taka á al- og hálfsystkinum. Það veltur á deildunum sjálfum að taka ákvörðun um það.

Nýja reglugerð deildarinnar:
Öll undaneldisdýr skulu DNA -type prófuð og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða séu sannanlega ekki sýkt vegna erfða frá PRA B foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P). Heimilt er þó að para hund sem hefur greinst sem PRA beri svo framanlega að hinn hundurinn sé PRA hreinn. Ræktunardýr sem eru undan PRA B fríum foreldrum þarf ekki að DNA testa við skjúkdómnum.
Tekur gildi 1.12.2019

Deildarsýning:
Sýningin tókst mjög vel. Hringurinn var mjög stór en töluverð þrengsli voru inni á snyrtistofunni. Mikilvægt er að þeir sem eru ekki að sýna sitji í tjaldinu hinum megin við hringinn, en ekki þar sem sýnendur eru. Að öðru leyti var stjórn ánægð með sýninguna. Það er ekkert því til fyrirstöðu að halda næstu sýningu á þessum stað. 

Stjórn mun fara nánar yfir kostnað þegar uppgjör frá HRFÍ hefur farið fram.

Brottvísun
Ræddum brottvísun dvergschnauzerræktanda úr Hrfí, sem var vísað úr félaginu í 12 mánuði. Því miður var það svo að viðkomandi ræktandi mætti á deildarsýninguna þrátt fyrir brottvísunina. Sást til hennar vera að greiða og undirbúa hunda fyrir sýningarhring og spjalla við dómarann. Samkvæmt reglugerðinni er ræktandi útilokaður frá starfi HRFÍ í 12 mánuði og hefði ekki átt að vera á sýningu deildarinnar.

Fundi slitið
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir