Fundargerðir


23.05.2019

Fundur stjórnar 23.maí 2019

Mættar voru: María, Anna Gréta, Magga, Líney og Lára

Deildarsýning:

Sýningin tókst mjög vel. Hringurinn var mjög stór en töluverð þrengsli voru inni á snyrtistofunni. Mikilvægt er að þeir sem eru ekki að sýna sitji í tjaldinu hinum megin við hringinn, en ekki þar sem sýnendur eru. Næst verður tekið betur á þessu. Að öðru leyti var stjórn ánægð með sýninguna og hvað hringurinn var stór þrátt fyrir þrengslin. Það er ekkert því til fyrirstöðu að halda næstu sýningu á þessum stað. 

Stjórn mun fara nánar yfir sýninguna þegar uppgjör frá HRFÍ hefur farið fram.

Ræddum brottvísun dvergschnauzerræktanda úr Hrfí. Ræktandinn gerðist sekur um fölsun á pappírum við gotskráningu og var vísað úr félaginu í 12 mánuði. Ræktandinn má ekki taka þátt í viðburðum innan Hrfí. Því miður var það svo að viðkomandi ræktandi mætti á deildarsýninguna þrátt fyrir brottvísunina. Sást til hennar vera að greiða og undirbúa hunda fyrir sýningarhring og spjalla við dómarann. Samkvæmt reglugerðinni er ræktandi útilokaður frá starfi HRFÍ í 12 mánuði og hefði ekki átt að vera á sýningu deildarinnar.

Fundir slitið
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir