Fundargerðir


12.03.2019

Aðalfundur Schnauzerdeildar 12.mars 2019

Mættir voru allir í stjórn ásamt sex meðlimum deildarinnar.


Magga er fundarstjóri og les skýrslu stjórnar ásamt skýrslu gjaldkera. Engar athugasemdir voru gerðar.

Kynning á DNA á skjánum. Stuttar umræður um það.

Kosning: Þeir sem buðu sig fram voru Magga, María, Sigrún og Anna Gréta

Atkvæði fóru eftirfarandi:
Magga 11
María 11
Sigrún 5
Anna Gréta 6

Ný stjórn verður þá skipuð: Margrét Ásgeirsdóttir, María Björg Tamimi, Anna Gréta Sveinsdóttir, Líney Björk Ívarsdóttir og Lára Bjarney Kristinsdóttir. Sigrúnu er þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar.

Önnur mál

Uppástunga kom að deildarsýningar verða haldnar helgina eftir inntöku í einangrun. Það þýðir að ef erlendur aðili kemur með hundinn til Íslands, þá getur hann líka verið á deildarsýningu.

Athuga með gagnagrunninn hvort hægt sé að gera nákvæmari leit, haka t.d. við það sem maður er að leita að, t.d. augnskoðuðum hundum. Geta einnig raðað öðruvísi. T.d. að hægt sé að skoða eftir ættbókarnúmeri í öfugri röð. Einnig að athuga hvort hægt sé að breyta hvernig sýningar eru settar fram á síðunni. Setja hvert ár inn sér, en við það verður auðveldara að leita að upplýsingum. Beiðnin verður áframsend á vefhönnunaraðila síðunnar.

Stjórn beðin um að gera athugasemd til hrfí að þegar tegundir fara í úrslitahring að þeim sé raðað eftir stærð en ekki eftir röðun í hring.

Athuga líka að við séum fremst á sýningarsvæðinu vegna fjölda hunda í deildinni. Getum þá notað aðstöðuna frammi og erum ekki fyrir öðrum sýnendum.

Fundi slitið.

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir