Fundargerðir


17.03.2016

Mættir voru sex meðlimir fyrir utan stjórn á fundinn. Fundarstjóri er Sigrún, ritari Líney, Kolla les upp ársskýrsluna og Magga fer yfir reikningastöðu deildarinnar.

Skýrsla stjórnar og reikningastaða: Kolla les skýrslu stjórnar fyrir árið 2015. Magga fór yfir reikningastöðuna og á deildin ágætis upphæð inn á reikningi. Engar athugasemdir voru gerðar af fundarmeðlimum.

Kosning: Þrjú sæti voru laus í stjórn. Kolla og Líney gáfu ekki kost á sér aftur, en María bauð sig fram áfram ásamt Gróu Sturludóttur, Önnu Kristínu Einarsdóttur og Valgerði Stefánsdóttur. Valgerður var fjarverandi á fundinum en Líney las upp kynningarbréf frá henni þar sem hún sagðist vilja bjóða sig fram. Úrslitin urðu eftirfarandi: Gróa fékk 10 atkvæði, María 9, Anna Kristín 8 og Vala 6 atkvæði.
Ný stjórn er þá skipuð eftirtöldum aðilum:
Margrét Kjartansdóttir
Sigrún Valdimarsdóttir
María Björg Tamimi
Anna Kristín Einarsdóttir
Gróa Sturludóttir

Önnur mál: Ragga spurði hvort sótt hefði verið um að eigendur fengu afslátt seinni daginn ef skráð er báða sýningardagana á deildarsýninguna. Ný stjórn mun fara í það mál að athuga það. Einnig var rætt um hversu mikilvægt sé að hringurinn á sýningunni verði nógu stór. Risinn þarf stóran hring og væntanlega verður tölurverður fjöldi hunda í einhverjum flokkum.

Rætt var um logóið, en engar tillögur hafa komið inn. Spurning hvort ætti að fá grafískan hönnuð til að búa til nýtt logó. Umræður spunnust út frá þessu og hvort ætti að breyta gamla logóinu eða gera nýtt. Engar niðurstöður fengust en ný stjórn mun væntanlega klára þetta mál.

Tengiliðir: Ragga ætlar að vera áfram tengiliður fyrir risann, Sigrún fyrir svartan standard, Magga fyrir svart/silfur, Perla fyrir pipar og salt, Anna Kristín fyrir hvítan og María fyrir svartan dverg.

Göngunefnd: Perla og Elísabet munu halda áfram í göngunefnd.

Fundi slitið klukkan 21:00
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir