Fundargerðir


24.01.2018

Skýrsla stjórnar 2017

Í stjórn eru

Anna Kristín Einarsdóttir

Gróa Sturludóttir

Margrét Ásgeirsdóttir

María Björg Tamimi

Sigrún Valdimarsdóttir

 

Síðasti ársfundur var haldninn 14.mars 2017

Úr stjórn gekk Margrét Kartansdóttir, Sigrún Valdimars var endurkjörin og ný inn kom Margrét Ásgeirsdóttir

Gróa gekk úr stjórn á miðju stafsári vegna anna.

 

Ný heimasíða fór í loftið í júlí síðastliðinn.

Haldnir voru nokkrir viðburðir á vegum deildarinnar,

Deildin var með eina deildarsýningu, tvær sýningarþjálfanir fyrir hverja sýningu.

Sjórn schnauzer deildarinnar efndi til opins fundar þann 5.sept síðastliðinn, efni fundarins var að greina frá prófi sem er búið að finna til að greina RRA í dverg schnauzerum og einnig að greina frá niðurstöðum út prófum sem send voru til Optigen.

 

Erindi var sent til vísindaráðs þess efnis að bæta við ræktunarkröfum um DNA prófum fyrir dverg schnauzer, og myndi það taka gildi frá og með ágúst 2018 og yrði endurskoðað 2021.

Stjórninni hefur ekki borist svar við erindi sínu þegar aðalfundur var haldinn.

 

Schnauzer göngur voru haldnar á árinu þar á meðal hinar árlegu aðventugagna og páskaganga auk hvolpahittings og miðbæjar rölt. Í göngunefnd eru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ýr Hafliðadóttir.

 

Augnskoðun

Alls fóru 72 dverg schnauzerar í augnskoðun á árinu. Einn greindist með Retinal Dysplasi, átta greindust með Distichiasis, einn með byrjun á cataract, tveir aðrir greindust með cataract og fóru í ræktunarbann, annar þeirra á þó að fara í endurmat eftir 6-12 mán.

Einn greindist með grun um PRA og fór í ræktunarbann sem þarfnat endurmats eftir 6-12 mán.

Ræktunarbanni var aflétt af einum dverg þar sem enginn aukning vera sýnileg á fyrri grun um cataract.

 

Þrír risaschnauzerar fóru í augnskoðun, einn risi greindist með distichiasis og einn með cataract.

 

Mjaðma og olbogamyndir:

 

Þrír svartir standard schnauzerar fóru í mjaðmamyndatökur, ein greindist með B/B mjaðmir, einn með Good og einn með Excellent.  Tveir risar fóru í mjaðma myndatöku, þar sem einn var með Excellent og einn með C mjaðmir.

Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2017:

Á árinu fæddust samtals 116 dvergschnauzer hvolpar, 54 svartir, 17 Pipar og  Salt, 30 Svart / Silfur , og 15 hvítir.Enginn risi eða standard.

Hér má sjá nánari sundurliðun á hvolpafjölda hjá hverjum og einum ræktanda:

 

Dverg schnauzer:

Draumadals 2

Heimskringlu 6

Helgatún 6

Helguhlíðar 12

Hrísskeggs 5

Icenice 22

Ísland-Nollar 2

Key´s Star 9

Kolskeggs 15

Kveldúlfs 7

Merkurlautar 5

Svartskeggs 8

Svartwalds 8

Skeggjastaða 5

Telma Tryggvadóttir 4



Innflutningur:

2 svarti dvergschnauzerar

2 Svart/Silfur dvergschnauzerar

 

Stigahæstu hundar og ræktandi:

Stigahæsti hundur deildarinnar var Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr. með 80 stig.

Stigahæsti ræktandi var Svarwalds ræktun með 63 stig.




Meistarar:

Sjö dvergschnauzerar, einn standard og einn risi hlutu titilinn ungliðameistarar

 

Dverg schnauzer:

Kveldúlfs Mandí Z

Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr.

Skeggjastaða Camilla Bon Bon

Svartwalds James Bond 007

Helguhlíðar Aðalríkur Tarantino

Helguhlíðar Káta Kría

Helguhlíðar Aðalbjörg

 

Standard schanuzer:

Black Standard Fairest Of Them All

 

Risaschnauzer:

Sophirol Aiseo

 

Einn Risa schanuzer hlaut titilinn Íslenskur sýningarmeistari:

Heiljuheims Freki

 

Sex dvergschnauzerar og fjórir standard schnauzerar hlutu titilinn Íslenskur meistari:

 

Dverg schnauzer:

Skeggjastað Auðna Grábrók

Edvard Cullen From Dolina Rivendell (FCI)

Black Velvet Mengo Celebration

Svarthöðfa Jon Bon Jovi

Svarthöfða One Of A Kind

Kolskeggs Þú Átt Mig Ein

 

Standard Schnauzer:

Uggi Skeggjastaða Elfara Poland

Black Standard Destiny

Gaidi Black Grand Calvera

Uppáhalds Gæfa

 

Tveir dverg schnauzerar og tveir standard hlutu titilinn Alþjóðlegur meistari:

 

Dverg schnauzer:

Velentino Z Sardanu

Skeggjastaða Auðna Grábrók

 

Standard schnauzer:

Black Standard Cameron Diaz

Black Standard Dearest

 

Einn risa schnauzer hlaut titilinn Alþjóðlegur sýningarmeistari:

 

Heljuheims Muninn