Fundargerðir


24.01.2019

Fundur stjórnar 24. Janúar 2019

Mættar voru: María, Líney, Lára, Magga og Sigrún

Bréf varðandi pörun: Bréf barst stjórn um aðstoð við að finna hæfan rakka í pörun á standard schnauzer tík. Lára var búin að hafa samband við eiganda og benda honum á að hafa samband við Sigrúnu, en tíkin er skyld öllum svörtum standard hér á landi nema einum innfluttum rakka í eigu hennar. Lára benti eiganda jafnframt á aðrar leiðir eins og innflutning. Magga mun taka að sér að senda svarbréf frá stjórn.

Uppskeran: Kringlukráin 2. mars. Kringlukráin sendir okkur tilboð varðandi matseðil og munum við auglýsa eftir verðlaunum fyrir uppboðið á fb síðu deildarinnar. Einnig þarf að útbúa skjölin, árita stytturnar og búa til auglýsingu um uppskeruna þegar matseðillinn er tilbúinn.

Veislustjóri verður Eva eins og í fyrra.

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn 12. mars á skrifstofu Hrfí.

Fundi slitið.

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir