Fundargerðir


30.10.2018

Fundur stjórnar 30. október 2018.
mættar eru: Líney, Lára, María, Magga og Sigrún

Augnsjúkdómar í standard schnauer: Í framhaldi af því sem rætt var á síðasta fundi varðandi augnsjúkdóma í standardinum. Sigrún var búin að skoða þetta og ekki talin ástæða til að augnskoða standardinn. Rökin séu ekki nógu haldbær.

Deildarsýning: Búið er að sækja um deildarsýningu til Hrfí. Athugasemd var gerð og hún löguð og send aftur. Áætlað er að sýningin standi undir sér. Magga ætlar að panta hótel fyrir dómarann og hafa samband við hann til að fá staðfestingu á flugi og gistingu. Ath. þarf Blíðubakkahúsið þegar nær dregur. Einnig að skoða hvert á að fara út að borða eftir sýninguna.

DNA: Vísindanefnd hefur ekki enn svarað athugasemdum varðandi kröfu á DNA PRA B. Í bréfinu frá okkur var talað um að reglugerðin tæki gildi 1. ágúst 2019, en við munum þurfa að framlengja gildistökuna eftir því sem samþykktinni seinkar. Áætlað er að þetta muni taka gildi einu ári eftir birtingu.

Aðventugangan: Athuga hvort göngunefndin ætlar að sjá um aðventugönguna. Magga ætlar að tala við nefndina og athuga málið. Fyrsti í aðventu er þá 2. desember.

Uppskeruhátíðin: Áætluð 2. mars. Verður á Kringlukránni eins og áður. María pantar daginn og fær matseðilinn. Stigahæstu hundar verða heiðraðir. Söfnum vörum á uppboðið. Veislustjóri verður Eva eins og í fyrra.

Fundi slitið.

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir