Fundargerðir


28.08.2018

Stjórnarfundur 28. ágúst 2018
mættar eru: Líney, Lára, María, Magga og Sigrún

Vegna DNA PRA-B: Stjórn er búin að bíða í heilt ár eftir svari frá vísindanefnd varðandi ræktunarkröfur fyrir dverginn. Svar barst á dögunum en var það ekki fullnægjandi. Stjórn sendi aftur bréf og er núna að bíða aftur eftir svari.

Næsta deildarsýning: Búið er að tala við Niksa Lemo frá Króatíu um að koma og dæma á næstu deildarsýningu, en stefnt er að því að hún verði 18. maí 2019. Áætlar Niksa að eyða nokkrum dögum á Íslandi eftir sýninguna. Sýningin mun verða á sama stað og síðast eða í Blíðubakkahúsinu í Mosfellsbæ.

Bikarmálin: Líney og Lára ætla að taka að sér að safna farandbikurum saman fyrir þær sýningar sem eiga við og koma þeim á sýningarstað. Fyrir þessar tvær aukasýningar sem hafa bæst við, verða tveir bikarar fyrir myndatöku BOB og BOS og mun svo deildin kaupa medalíur til eignar. Fyrir deildarsýninguna verður sá háttur hafður á eins og áður að fengin verður styrktaraðili til að sjá um öll verðlaun sýningarinnar.

Augnskoðun fyrir standard og risa: Rætt var um augnskoðanir fyrir standard- og risaschnauzer, en einn risi hefur greinst með cataract hér á landi og samkvæmt finnska gagnagrunninum hafa nokkrir standard schnauzerar greinst með augnsjúkdóma. Sigrún ætlar að taka það að sér að skoða þetta nánar.

Fundi slitið
Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir