Fundargerðir


24.04.2018

Fundur stjórnar 24. Apríl 2018
Mættar voru: Magga, Líney, María, Lára og Sigrún

Farið var yfir bikarmálin fyrir deildarsýningu og ákveðið að setja það í hendurnar á styrktaraðila hversu margir bikarar verða. Ákveðið var að hafa skjöl í úrslitum um besta par, besti afkvæmahópur og besti ræktunarhópur. 

Húsnæði:
Getum fengið að vera upp á Eirhöfða. Einnig getum við verið í Guðmundarlundi eða í reiðskemmu að Blíðubakka í Mosó. Ef Guðmundarlundur yrði fyrir valinu þyrfti Eirhöfði að vera til vara, en erfitt yrði að sjá það nema með viku fyrirvara vegna veðurs. Guðmundarlundur yrði frábær staður ef veðrið væri gott, en erfitt að stóla á það. Mikil vinna hefur verið lögð í að skoða fleiri húsnæði og var áhugi fyrir að reyna að fá autt iðnaðarhúsnæði til leigu. Margir eigendur iðnaðarhúsnæðis hafa ekki áhuga á að leigja húsnæði sitt til hundasýningar og þau sem hafa boðist hafa hentað illa, meðal annars vegna þess að þau eru ekki nógu stór eða súlur eru á miðju gólfinu. Eftir að Blíðubakki var skoðaður aftur varð niðurstaðan að þetta væri besti kosturinn okkar. Reiðskemman er rúmlega 400 fm og rúmast vel góður sýningarhringur í miðjunni og nóg pláss fyrir sýnendur. Aðgangur er að wc og kaffistofu.

Farið verður út að borða um kvöldið og þarf að búa til auglýsingu og skrá þátttakendur. Einnig þarf að athuga áhuga fólks fyrir námskeiði hjá Viðari. Stefnan er að námskeiðið byrji kl. 12 á sunnudeginum og að Viðar verði með sýnikennslu á þeim stærðum sem áhugi er fyrir.

Ásgeir sonur Möggu tekur að sér að sækja dómarann út á völl og Þórdís fer með honum út að borða á föstudagskvöldinu.
Dómaragjöf: Húfa og vettlingar frá Icewear

Fundi slitið.
Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir