Fundargerðir


17.03.2016

Mættar voru Líney, Sigrún, María, Kolla og Magga

Sýningarþjálfanir vegna deildarsýningar verða: 26.4 og 3.5 kl. 17:30 - 8:30

Svar var komið frá Optigen varðandi blóðsýnin, en þar sem þessi tilfelli PRA eru ekki af stofni A sem hægt er að DNA testa fyrir gildir það sama um munnvatnssýnin. Stjórn mun láta eigendur þeirra hunda vita af því og senda þeim eftirfarandi bréf:

Sæl

 

Stjórn schnauzerdeildar vill þakka þér fyrir að mæta með hundinn þinn í sýnatöku niður á skrifstofu HRFÍ. Í svari frá Optigen kemur í ljós að þessi tegund PRA er ekki hægt að DNA testa fyrir, en Optigen þakkar kærlega fyrir framlagið til frekari rannsóknar sem vonandi nýtast til að finna DNA test fyrir stofn B. En það væri mikill hagur fyrir tegundina.

 

Bestu kveðjur
stjórn Schnauzerdeildar

 

 

Fórum yfir stöðuna fyrir deildarsýninguna. Þurfum að athuga með að fá staðfestingu frá dýralækninum sem skráður er í umsókninni eða hvort eigi að finna annan. Einnig vantar að finna aðstoðarritara.

Einhver bið verður á nýrri deildarsíðu þar sem Linda er upptekin í öðrum verkefnum núna.

Ritari:
Líney Björk Ívarsdóttir