Fundargerðir


08.03.2018

Fundur stjórnar 8. Mars 2018

Mættar voru: Magga, María, Líney, Sigrún og Lára

Deildarsýningin: Búið er að panta hótel og flug fyrir dómarann. Hann kemur til landsins 18. maí og fer aftur út 22. maí. Eftir sýninguna verður farið út að borða á A Hansen.

Ennþá er óljóst hvar sýningin verður. Viljum við leggja áherslu á að vera annarstaðar en í reiðhöll. En t.d. bílasala, Korputorg, Blómaval/Húsasmiðjan, Fjörðurinn eða iðnaðarhúsnæði gæti hentað vel. Munum við kanna þetta á næstu dögum.

Anna María verður hringstjóri og staðfestingu þarf frá Guðbjörgu hvort hún geti verið ritari. Athuga þarf hver getur sótt dómarann Athugað verður hvort Petmark/Eukanuba sé tilbúin til að styrkja sýninguna með verðlaunum. Dómaragjöf: Bók eða lopapeysa. Hressing fyrir starfsfólk sýningar ásamt dómara: Samlokur frá Sóma eða Subway.

Skráningar: Á sýningunni munu allir ræktunarhópar sem fá HV keppa til úrslita. Einnig mun verða parakeppni. Sami eigandi eða sami ræktandi þarf að vera skráður fyrir báðum hundunum í parinu.

Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 26. mars og verður lokadagur skráningar föstudagurinn 20. apríl.

Eftir sýningu: Daginn eftir sýninguna, sunnudaginn 20. maí verður snyrtiámskeið þar sem dómarinn mun vera með sýnikennslu í snyrtingu á bæði dverg og standard schnauzer. Námskeiðið verður að Eirhöfða 10 og mun byrja kl. 12 og standa yfir í u.þ.b. fjórar klukkustundir.

Mánudagurinn 21. maí verður notaður til að fara með dómarann að skoða nálæga staði sem þykja áhugaverðir.

Önnur mál: Stigatalning deildarinnar mun verða í samræmi við stigatalningu HRFÍ þar sem ræktendur fá aðskilin stig fyrir hverja stærð og lit schnauzera, en ekki samanlagt eins og áður.

Fundi slitið kl: 19:30
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir