Fundargerðir


17.10.2017

Fundur Schnauzer deildar 17.10.2017

 

Fundurinn haldinn Café Meskí kl.20:00

Mættar eru :

Margrét Ásgeirsdóttir

Sigrún Valdimarsdóttir

Anna Kristín Einarsdóttir

María Tamimi

 

  1. Ræddum um uppskeruhátíðina og þurfum við að fara þreifa fyrir okkur með sal og kokka. Ákváðum að skoða það einnig að vera aftur á Kringlukránni eins og í fyrra en það gékk mjög vel.
  2. Ræddum deildarsýningu 2018 en við erum ekki ennþá búnar að fá samþykki frá HRFÍ en um leið og það er komið þá förum við í það að panta flug og gistingu fyrir dómarann. Ræddum það einnig athuga hvort hann sé tilbúinn að vera með snyrtisýningakennslu og æltum við að athuga það hjá honum.
  3. Ákváðum að fá skrifstofuna hjá HRFÍ til að vera með hóp sýnatöku vegna nýja DNA testsins fyrir þá deildarmeðlimi sem búinr eru að útvega sér tests frá Otigen.
  4. Þegar við skoðuðum nýju vefsíðuna okkar gátum við ekki séð að póstfang deildarinnar, schnauzerstjorn@gmail.com kæmi þar fram og þurfum við að bæta úr því.
  5. Fengum póst varðandi dverg schnauzer got sem er undan óaugnskoðuðum foreldrum þar sem farið var fram á að gerð yrði undantekning til að þau gætu fengið ættbók á gotið. Sendum við viðkomandi svarbréf þess efnis að það væri ekki hægt og hann yrði að augnskoða báða foreldra og þeir að vera frír til þessa að þau fengju ættbækur. Bentum við þeim líka á alvarleika þess að para óaugskoðuð dýr.
  6. Ákváðum að vera ekki með sýningarþjálfun fyrir nóvember sýningu en ætlum að auglýsa þær sýningarþjálfanir sem eru í boði. Einnig að skoða það hvort einhverjar af ungu stelpunum í deildinni vilji vera með þjálfun og benda þá á þær.
  7. Ákváðum að vera með aðalfund 25.janúar 2018 og verður hann löglega auglýstur síðar.

Fundi slitið 21:45

Ritari Sigrún Valdimarsdóttir