Fundargerðir


28.03.2017

Fundur schnauzerdeildar 28/3´17: kl. 19:30

Mættar eru Linda, Margrét Ásgeirsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Kolbrún Snorradóttir, María Tamimi, Anna Kristín Einarsdóttir og Gróa Sturludóttir

-Linda kynnir nýja heimasíðu fyrir stjórn. Schnauzerdeildinn á lénið schnauzerdeild.is. Kaupa þarf hýsingu hjá 1984.is og hafa samband við Þorstein Kristins. varðandi nýja gagnagrunninn (Sigrún V.)

-Linda þarf að fá aðgang að upplýsingum deildarinnar sem eru nú hjá Líney, Sigrún ætlar að hafa samband við Líneyju.

-Eitt viðurkenningaskjal var með stafsetningarvillu, samþykkt að panta nýtt. Ekki hafa fleiri haft samband útaf sambærilegu.

-Deildarsýning:

-setjum upp sýningu á fimmtudaginn- stjórn skiptir með sér að setja upp og taka niður sýninguna einig að hvetja fleiri til að mæta og aðstoða

-Dýrheimar: höfum fengið teppi og ruslatunnur frá þeim lánað, athuga hvort þau séu til í að lána okkur aftur. Einnig þarf að athuga hvort þeir geti mögulega gefið hvolpagjafir? (Margrét Kj.)

-Búið er að versla teip fyrir teppinn á sýningunni

-Klara ætlar að lána kaffikönnu

-Margrét Ásgeirsdóttir ætlar að koma með ryksugu til að þrífa teppinn.

-Hlutir frá síðustu sýningu(dúkar o.fl.) eru í geymslu hjá Líney, Sigrún V. ætlar að sækja þá til hennar

-Athuga að fara þarf tímanlega upp á skrifstofu til að græja skráningar-umsagnarblöð, rósettur o.fl.- Anna Kristín, María og Margrét Á ætla að sjá um það.

-Muna þarf eftir öldunar og ungliða rósettum og mælistiku!

-Bikaramál: redda þarf sponsorum. Við eigum eitthvað inni hjá Ísspor, athuga hvað það er og með nýja.

-Athuga þarf hvort við verslum númer fyrir sýninguna-Royal Canin, Margrét kjartansdóttir ætlar að athuga það

-Margrét Ásgeirsdóttir ætlar að sjá um mat á sýningunni-erum sammála um að panta frá jumbó, hafa kaffi, súkkulaði, ávexti o.fl.

-Muna eftir bollum og diskum, gler fyrir dómaraborð

Kaupa þarf blómvendi fyrir ritara og hringstjóra (Margrét Á.)

-Búið er að hafa samband við Unni dýralækni útaf sýningunni

-Ath hvort Guðbjörg geti verið bæði sýningarstjóri og ritari.

-Anna María er hringstjóri

-Redda þarf gjöf fyrir dómara-hugsanlega bók

-Út að borða-senda matseðil á dómara og ath hvað hún vill, ensku-Gróa

-Guðbjörg sækir dómara á föstudag og keyrir uppá flugvöll

-Ath hver vill borða með dómara á föstudeginum, um 18:30- Guðbjórg eða annar?

-Græja þarf dagpeninga fyrir dómara (flugdaga og sýningardag).

-Ath hvort Guðbjörg kippi henni með sér á laugardagsmorgun, annars finna annan sem kemur úr bænum (María er í sambandi við Guðbjörgu)

-Ath með far af sýningarsvæði aftur uppá hótel á laugardeginum, og svo á veitingastaðinn

-Láta dómara vita að hún sé á eigin vegum á sunnudeginum, og spyrja hvort það sé eitthvað sérstak sem hún vill gera á mánudeginum (Gróa)

-Ákveðið að fara hugsanlega gullna hringinn á  mánudaginn, og borða fyrir austan hjá Möggu Á.

-Sigrún Valdimarsd. tekur dómara með sér eftir ferðina til Keflavíkur á hótelið þar.

-Senda þarf dómara email með nöfnum og símanúmerum...contact list

-Ath þarf að muna eftir kúkapokum og spreyji á sýningarsvæðinu

Fundi slitið 21:55 Ritari Gróa Sturludóttir