Fundargerðir


14.03.2017

Schnauzerdeild HRFÍ

 

Skýrsla stjórnar 2016:                        

Stjórn                                                                            

Gróa Sturludóttir

Sigrún Valdimarsdóttir

Margrét Kjartansdóttir                                                   

María Björg Tamimi

Anna Kristín Einarsdóttir

 

Stjórn, heimasíða og lógó:

Síðasti ársfundur var haldinn 17 mars 2016. Úr stjórn gengu Kolbrún Snorradóttir og Líney Björk Ívarsdóttir. María Björg Tamimi var endurkjörin, og nýjar inn komu þær Anna Kristín Einarsdóttir og Gróa Sturludóttir.

Stjórn schnauzerdeildar hefur fundað alls 8 sinnum frá síðasta aðalfundi. Linda hjá DÍF tók að sér að vinna að nýrri heimasíðu fyrir schnauzerdeild HRFÍ. Vinnan er vel á veg komin og vonumst við til þess að síðan komist í loftið fljótlega.

Stjórn ákvað að leita til Martinu Kaprálková  við gerð nýs lógós fyrir deildina. Við erum afskaplega ánægðar með útkomuna! Við komum til með að kynna lógóið á eftir.

Viðburðir

Haldnir voru nokkrir viðburðir á vegum deildarinnar.

  • Tvöföld deildarsýning
  • Tvær til þrjár sýningarþjálfanir á vegum deildarinnar fyrir hverja sýningu
  • Uppskeruhátíð
  • Allar stærðir schnauzerhunda tóku þátt í kynningum á smá- og stórhundadögum í Garðheimum
  • Schnauzer göngur voru haldnar á árinu og þar á meðan hin árlega aðventuganga og páskaganga

Augnskoðun

Alls fóru 92 dvergschnauzerar í augnskoðun á árinu. Þrír greindust með staðfest Cataract og einn með grun um Cataract. Aflétt var ræktunarbanni á einum hundi þar sem ekki var talið um arfgengt Cataract væri að ræða.

Mjaðma- og olnbogamyndir

Tveir standard schnauzer fóru í mjaðmamyndatöku, Einn P&S greindist með B/B mjaðmir einn svartur standard og var með A/A mjaðmir.

Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2016

Got

Á árinu fæddust samtals 135 dvergschnauzer hvolpar, þar af 57 svartir, 35 pipar og salt, 19 svart/silfur og 24 hvítir. Það fæddust 19 standard schnauzer hvolpar, 12 svartir og 7 P&S. Enginn risaschnauzer. Hér má sjá nánari sundurliðun á hvolpafjölda hjá hverjum og einum ræktanda:

Dvergschnauzer

Heimskringlu 6

Kveldúlfs  11

Kristín Ingvadóttir 7

Helguhlíðar 12

Icenice 29

Svartwalds 11

Draumadals 3

Svartskeggs 8

Kolskeggs 19

Pjakkar 7

Seylar 2

Made In Iceland 2

Hrísskeggs 4

Gullkorna 4

Skeggjastaða 8

Islandschnauzer 5

Standard schnauzer

Black Standard 12

Uppáhalds 7

Risaschnauzer

Ekkert got

Innflutningur

3 svartir dvergschnauzer
4 svart/silfur dvergschnauzer
2 hvítir dvergschnauzer
1 svartur risa schauzer

Meistarar:

Fjórir hundar hlutu titilinn Ungliðameistarar

Gaudi Black Grand Calvera / svartur standard
Scedir Quentin Black-NA
Made In Iceland Margarita
Kolskeggs Þú Átt Mig Ein

Einn standard schnauzerar hlaut titilinn íslenskur hlýðnimeistari:

Uppáhalds Gæfa

Tveir Risa schnauzerar hlutu titilinn íslenskur sýningarmeistari:

Heljuheims Hera
Heljuheims Geri

3 standardar hlutu titilinn íslenskur meistari:

Black Standard Dearest
Black Standard Bobby Brown
Steinahóla Fagra Fióna

13 dvergar hlutu titilinn íslenskur meistari:

Svartwalds Entertain Me
Svartwalds High Voltage
Svartwalds One Of A Kind
Svarrwalds Jörmundur Jeppi
Svartwalds La Luna Negra
Svartwalds I Love It Loud
Star´s Of White Night Unique
Star´s Of White Night Natasha Rostova
Helguhlíðar Sumarsól
Made In Iceland Thelma
Valentino z Sardanu
Skeggjastaða Agla
Svarhöfða Jennifer Lopez

 

Sjö hlutu titilinn Alþjóðlegur meistari:

Steinhóla Flintstone

Black Standard Along Come Polly

Gotti For Icenice Szadoria

Helguhlíðar Járvarður

Heljuheims Fenrir

Sasquehanna Listek

Made In Iceland Barney



Stigahæstu hundar og ræktandi:

Stigahæsti hundur deildarinnar var Black Standard Dearest með 79 stig

Stigahæsti ræktandinn var Svartwalds ræktun með 69 stig

Stigahæsti vinnuhundur Uppáhalds Gæfa

 

Stjórn vill þakka öllum þeim sem hafa hjálpað til við hina ýmsu viðburði deildarinnar, en í deildinni er mikið af áhugasömu fólki sem er tilbúið að leggja fram starfskrafta sína.

 

Fyrir hönd stjórnar
Gróa Sturludóttir
formaður