Fundargerðir


14.03.2017

Aðalfundur schnauzerdeildar HRFÍ haldinn 14.03.2017

Mættir voru stjórnin ásamt 17 fundargestum, alls 22 manns, þar af voru 18 með atkvæðisrétt.

 

  • Margrét Kjartans setti fundinn og var hún kosin sem fundarstjóri og Sigrún ritari fundarins.
  • Gróa las skýrslu stjórnar. Enginn gerði athugasemdir.
  • Margrét las fjárhagstöðu deildarinnar. Magga skírði það að helsti kostnaðurinn á árinu væri vegna tvöfaldu deildarsýningarinnar vegna 10 ára afmælis deildarinnar og var það helst vega þess afsláttar sem við gáfum á skráningargjöldunum.
  • Kosning stjórnar: Út áttu að ganga Margrét Kjartansdóttir og Sigrún Valdimarsdóttir. Þær buðu sig báðar fram og einnig buðu sig fram þær Margrét Ásgeirsdóttir og Lára Bjarney Kristinsdóttir. Atkvæðin fóru þannig að Lára hlaut 6 stig, Margrét Á. Hlaut 10 stig, Margrét K. Hlaut 5 stig og Sigrún 11 stig. Þannig út fór Margrét K. og inn fór Margrét Á.

    Þá var kosið í nefndir:
    Viðburðanefnd: Elísabet Richardsdóttir og Perla Rúnarsdóttir.
    Göngunefnd: Ingibjörg Ýr Hafliðadóttir og hún ætlar að tala við Rakel Ýr Aðalsteinsdóttir.
    Bikarnefnd: María Björk Tamini og Guðbjörg Balvina Karlsdóttir.
    Sýningarþjálfunarnefnd: Enginn bauð sig fram. Ræddum hversu erfitt það er að manna sýningarþjálfanir. Hugmynd um að prófa auglýsa á FB. Sigrún benti á að Gæludýr.is væri að missa það húsnæði sem það hefur lánað undir sýningarþjálfanir og verða sýningarþjálfanir fyrir deildarsýninguna seinustu sýningarþjálfanirnar. Ræddum við það að hafa augun opin fyrir nýju húsnæði sem gæti hentað.
    Tengiliðir tegunda: Sigrún svartur standard, Magnús pipar og salt standard, María svartur dvergur, Þórey pipar og salt dvergur, Margrét K. svart og silfur hundur, Anna Kristín hvítur dvergur og Ragnhildur Gísladóttir fyrir svartan risa.
  • Önnur mál:
    Á meðan talning atkvæða fór fram þá var nýtt lógó deildarinnar kynnt. Skapaðist smá umræða um það, svo sem að risinn væri of stór og eða dvergurinn ekki nógu áberandi og eða hvort standardinn ætti ekki að vera meira áberandi. Einnig hvort skyggja mætti hundana en þá voru aðrir sem töldu það ekki ganga upp þar sem það kæmi illa út ef þetta yrði prentað á annan lit en hvítan flöt. Að lok umræðunnar var lógóinu fangað með lófataki.
    Líney spurði um hvernig gangi með heimsíðugerðina og svarði María því að það væri það væri svona 2 - 3 vikur í að síðan verði opnuð. Ummræða skapaðist um það hvort en væru til bæklingar deildarinnar en þeir eru að verða búnir og var það rætt hvort deildinn ætti að láta útbúa nýja bæklinga og voru skiptar skoðanir um það. Og ræddum við það að þeir sem væru á t.d. hundadögum að kynna tegundina að vísa áhugasömum að fara inn á heimasíðu deildarinnar.
    Í lok fundar stóð Margrét Kjartansdóttir upp og þakkaði samstarfið við fráfarandi stjórn og slíkt hið sama gerði Sigrún, en hún þakkaði Margréti fyrir gott samstarf fyrir hönd stjórnar.
    Engin önnur mál


Fundi slitið kl.  21:27