Fundargerðir


28.01.2016

Fundur í Ásbúð kl: 19:00. Mættar voru María, Líney, Sigrún, Magga og Kolla

PRA: Erum að leggja lokahönd á upplýsingar um þá hunda sem þarf að fá sýni frá og eigendur þeirra. Ætlum að athuga hvort hægt sé að mæta með tvo hunda í blóðprufu í Víðidal þann 8. febrúar. Ef svo er verða strokusýni tekin á sunnudeginum 7. febrúar. Skiptum við með okkur verkum þar sem Kolla mun að fara vel yfir leiðbeiningarnar frá Optigen, Sigrún tekur að sér að skrifa allar upplýsingar um hvern hund og Líney, María og Magga taka að sér að hringja í eigendur.

Kolla ætlar að athuga hvað kostar aukalega að senda líka blóðsýni til Uppsala í Svíþjóð, en Suzanne dýralæknirinn sem kemur hingað frá Danmörku til að augnskoða hunda mælti með því. Ætlum við að hvetja fólk til að augnskoða þessa hunda líka ef hægt er að fá augnskoðunina á sama verði og félagsmenn Hrfí.

Bikarmál: Mikilvægt er að einn aðili taki að sér að sjá um bikarmálin. Anna Kristín ætlar að taka að sér að sjá um þetta og Líney gerir listann fyrir hana til að vinna eftir.

Útbjuggum gmail sem heitir schnauzerstjorn@gmail.com og er ætlað til nota fyrir stjórn deildarinnar. Þarna er meiningin að setja inn allar upplýsingar sem stjórn þarf að hafa aðgang að eins og umsóknir um deildarsýningar, heiðrunarskjöl, gátlistar og fleira.

Uppskera: Búið er að ákveða að hafa uppskeruhátíðina 5. mars og verður hún haldin í sama sal og áður. Verður byrjað kl. 19 en skila þarf salnum fyrir klukkan 24:00. Deildin ætlar að láta búa til afmælisköku í tilefni 10 ára afmælis deildarinnar. Verður athugað með veislustjóra en ýmsar hugmyndir komu fram á fundinum. Uppboðið verður á sínum stað en spurning um að hafa færri muni sem boðnir verða upp svo það taki ekki allt kvöldið.  Afmælisþema: Allir að mæta í sínu fínasta afmælisdressi.

Í tilfefni af 10 ára afmæli Schnauzerdeildarinnar var ákveðið að óska eftir hugmyndum að nýju logói fyrir deildina. Hvetjum félagsmenn til að senda okkur tillögu á schnauzerstjorn@gmail.com .

Deildarsýning: Wenche ætlar að taka manninn sinn með á deildarsýninguna. Hún mun dæma á sunnudeginum og Ulricke á laugardeginum. Eftir er að bóka flugið en við erum að bíða eftir svari frá Wenche hvernig hún vilji haga bókuninni. Eigum eftir að athuga með stað sem hægt er að borða á eftir sýninguna.

Önnur mál: Garðheimar, Líney sér um ps, María um svarta og hvíta, Magga um ss. Stórhundadagar: Sigrún sér um svartan standard og talar við Heiðu og Völu. Ætlar líka að tala við Röggu um risann.

Aðalfundur deildarinnar verður 17. mars

Fundi slitið klukkan 22:00
Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir