Á DÖFINNI:


02.12.2018 - Aðventuganga

Við ætlum að hittast og rölta um í Guðmundarlundi í tilefni aðventunnar :) Við áformum að hittast kl. 13:00 við innganginn í Guðmundarlund sunnudaginn 2. desemember. Í lok göngu munum við fá okkur kakó og kökur í boði deildarinnar ☃️


Fréttir

05.11.2018 - Dagskrá Winter Wonderland sýningar HRFÍ

Hér má sjá dagskrá nóvembersýningar HRFÍ


02.09.2018 - Hundakynningar í Garðheimum

Nú eru að fara bresta á Hundakynningar í Garðheimum.
Kynningarnar eru á þessum Dagsetningum:

Smáhundakynning Helgina 22 - 23 sept.
Stórhundakynning Helgina 6 - 7 okt.

Ef einhverjir hafa áhuga, þá endileg látið Möggu vita sem fyrst í síma 6990120


20.07.2018 - Úrslit tvöfaldrar júnísýningar og talning stiga

Reykjavík Winner og NKU

Svartwalds Jungle Boogie TH-2 (2. sæti í tegundahópi 2)

 

Alþjóðleg sýning

Svartwalds Jungle Boogie BIS3 (3. sæti í besti hundur sýningar)
Skeggjastaða Eldjárn Úlfur TH-4 (4. sæti í tegundahópi 2)


Hvolpasýning 

Black Standard Glory Glory Man BIS3 puppy 6-9 mánaða (3. sæti í besti hvolpur sýningar)

 

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


26.05.2018 - Úrslit deildarsýningar

BISs:

BIS1 Black Standard Dearest
BIS2 Svartwalds For Those About To Rock
BIS3 Svartwalds One Of A Kind
BIS4 Skeggjastaða Auðna Grábrók


Ræktunarhópar:


BIS1 Svartwalds ræktun
BIS2 Black Standard ræktun
BIS3 Kolskeggs ræktun
BIS4 Helguhlíðar ræktun

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.

Styrktaraðili sýningar er Barkin Head - Dýrabær og er þeim þakkað kærlega fyrir stuðninginn.

 


14.05.2018 - Snyrtinámskeið

Minnum á snyrtinámskeiðið en skráningarfrestur rennur út á morgun!!

Vidar Andersen dómari sem kemur til að dæma sýninguna okkar verður með snyrtinámskeið sunnudaginn 20. maí kl. 12. Hann mun sýna snyrtingu á schnauzer ásamt fræðslu um byggingu hunda. Námskeiðið kostar 7.000 krónur og þeir sem hafa áhuga greiða námskeiðsgjaldið inn á reikning deildarinnar og senda staðfestingu á netfangið schnauzerstjorn@gmail.com . Reikningsnúmer: 0101-26-100308 og kt: 601109-0930

Skráningarfrestur er til 15. maí.


13.05.2018 - Dagskrá deildarsýningar

Dagskrá deildarsýningar 19. maí sem verður haldin í Blíðubakkahúsinu Blíðubakka 2 Mosfellsbæ.
Reiðskemma í hesthúsahverfinu

10:00 Dvergschnauzer svartur (38)
12:32 Hlé
13:00 Dvergschnauzer pipar og salt (5)
13:50 Dvergschnauzer svart/silfur (12)
14:38 Dvergschnauzer hvítur (7)
15:06 Standard schnauzer svartur (7)
15:34 Standard schnauzer pipar og salt (2)

15:45 Úrslit:
Besti hvolpur 6-9 mánaða
Besta parið
Besti afkvæmahópur
Besti ræktunarhópur
Besti öldungur
Besti ungliði
BEST IN SHOW


07.05.2018 - Sýningarþjálfun

Breytt dagsetning sýningarþjálfunar vegna undankeppni í Eurovision.
Sýningarþjálfunin sem átti að vera þriðjudaginn 8. maí verður færð til miðvikudagsins 9. maí kl. 20


04.05.2018 - Út að borða

Við ætlum út að borða á A Hansen eftir sýninguna 19 mai.
Þeir sem vilja koma með verða að staðfesta með greiðslu og senda á schnauzerstjorn@gmail.com
0101-26-100308
Kt: 601109-0930

Grill Spjót (Naut, Lamb, Kjúkling) 5.490 kr á mann - (bjóðum upp á fisk fyrir þá sem vilja ekki kjöt)
Fordrykk Caipiroska 1.690 kr
Stór Lager & Classic bjór 900 kr
Flaska húsvíns Cabernet Sauvignion / Chardonnay 4.700


04.05.2018 - Snyrtinámskeið

Vidar Andersen dómari sem kemur til að dæma sýninguna okkar verður með snyrtinámskeið sunnudaginn 20. maí kl. 12. Hann mun sýna snyrtingu á schnauzer ásamt fræðslu um byggingu hunda. Námskeiðið kostar 7.000 krónur og þeir sem hafa áhuga greiða námskeiðsgjaldið inn á reikning deildarinnar og senda staðfestingu á netfangið schnauzerstjorn@gmail.com . Reikningsnúmer: 0101-26-100308 og kt: 601109-0930

Skráningarfrestur er til 15. maí.


21.04.2018 - Framlenging á skráningu

Ennþá er hægt að skrá á deildarsýninguna sem verður 19. maí. Framlengt er fram á mánudag, en skrifstofa HRFÍ er opin frá klukkan 10-15 og síminn er 5885255


02.04.2018 - Deildarsýning

Deildarsýning Schnauzerdeildar verður haldin 19. maí 2018.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ í síma 5885255 frá klukkan 10-15 alla virka daga. Skráningarfrestur er til 20. apríl.

Keppt verður í hvolpaflokki (eldri og yngri) ungliða, unghunda, opinn, vinnu og meistaraflokki. Keppt verður um besta par sýningar, besta ræktunarhópinn, besta afkvæmahópinn, besta ungliðann, besta öldunginn og svo BEST IN SHOW.

Til að geta keppt í parakeppni þurfa bæði tík og rakki að vera annaðhvort skráð á sama eiganda eða ræktanda.

Sú nýjung verður höfð á að allir ræktunarhópar sem fá heiðursverðlaun munu keppa til úrslita um besta ræktunarhóp sýningar. Dómari verður Vidar Andersen frá Noregi.

Dómarakynning: Vidar var alinn upp í schnauzerfjölskyldu. Fjölskyldan eignaðist sinn fyrsta risaschnauzer Stangis Carmen Zita þegar hann var 11 ára gamall. Zita var frábær tík sem kveikti ævilangan áhuga hans á schnauzer.

Árið 2000 keypti Vidar sér sinn fyrsta dvergschnauzer, svarta tík frá kennel Landstrykeren. Þessi tík varð grunnurinn í hans ræktun og fyrsta gotið fæddist svo árið 2003 undir ræktunarnafninu Dolma Ling. Í dag ræktar hann svartan standard, svart/silfur, svarta og hvíta dverga. Meistarar úr hans ræktun eru orðnir 62 talsins.

Árið 2013 kláraði hann dómaranámið og hefur dæmt í Tékklandi, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.


30.03.2018 - Páskaganga og eggjaleit

Páskagöngunni frestað til sunnudagsins 1. apríl kl. 13.


27.03.2018 - Úrslit marssýningar og talning stiga

Svartwalds For Those About to Rock TH2 (2. sæti í tegundahópi II)
Skeggjastaða Auðna Grábrók TH3 (3. sæti í tegundahópi II)

Skeggjastaðaræktun 4. besti ræktunarhópur sýningar.

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.


29.01.2018 - Uppskeruhátíð Schnauzerdeildar

Uppskeruhátið Schnauzer deildar HRFI 2018
verður haldin laugardaginn 10. febrúar í sal Kringlukránnar.

Salurinn opnar kl.18:30 og er áætlað að matur hefjist kl.19:30.
Frjálst er að mætta fyrr á bar Kringlukránnar en hann opnar kl.11:30.
Fjörugt uppboð verður haldið eins og hefur verið gert árlega og
viðurkenningar veittar fyrir þá sem að sköruðu frammúr á árinu.
Viðurkenningar eru veittar m.a. fyrir:
Stigahæsta ræktanda.
Stigahæsta hund.
Stigahæsta Vinnuhund.
Hvolpar sem að hafa náð sætum í BIS.

Matseðlill:
Forréttur.
Rjómalöguð Sjávarréttasúpa
Aðalréttur.
Grillað lambafillet Bernaise,
borið fram með steiktu grænmeti og bakaðri kartöflu.
verð kr. 5.890.

p.s. Hægt er að fá sér matseðil ef fólk er með óþol, ofnæmi eða neitir aðeins grænmetis.
Miðapantanir eru sendar á maggasnasi@gmail.com
ásamt kvittun fyrir greiðslu inn á reikning:
0101-26 – 100308
Kt: 601109-0930
A.T.H. !!! Skráning telst aðeins gild ef búið er að greiða fyrir miðann. Skráningafrestur er til mánudaginn 5. Febrúar
Hlökkum til að sjá sem flesta
Stjórn Schnauzerdeildar HRFÍ


13.01.2018 - Aðalfundur Schnauzerdeildar

Aðalfundur Schnauzerdeildar HRFÍ verður fimmtudaginn 25 jan, kl 20:00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15, annari hæð.

Dagskrá fundar:

  • Skýrsla stjórnar fyrir árið 2017
  • Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
    Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
  • Önnur mál

    Kveðja stjórnin


19.12.2017 - Úrslit og lokatalning stiga

Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr. - TH1 (Fyrsta sæti í tegundahópi 2)
Sophirol Aiseo - TH2 (Annað sæti í tegundahópi 2)
Helguhlíðar Millý - BÖS3 (Þriðji besti öldungur sýningar)

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

 


09.10.2017 - Úrslit Alþjóðlegrar sýningar

Kolskeggs Þú Átt Mig Ein - TH1

Nánari úrslit má sjá undir sýningar og talning atkvæða er komin fyrir stigahæsta hundinn og ræktandann.


23.09.2017 - Hvolpahittingur

Hvolpahittingi er frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar.


05.09.2017 - Opinn deildarfundur

Stjórn schnauzerdeildar efnir til opins fundar næstkomandi Þriðjudags, þann 5 sept.
Efni fundarins eru niðurstöður sýna sem send voru úr hundum til rannsóknar hjá Optigen í sambandi við PRA.
Einungis verður fjallað um þennan augnsjúkdóm og því er viðkemur.
Við hvetjum ræktendur til þess að mæta á fundinn, þar sem að við getum skipst á skoðunum og upplýst hvort annað.
Fundurinn er haldin á skrifstofu HRFI. kl 20:00
Allir meðlimir deildarinnar eru velkomnir
Kv Stjórn Schnauzerdeildar.

 


04.08.2017 - Úrslit tvöfaldrar sumarsýningar HRFÍ

Úrslit Reykjavík winner:

BIG2 Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr

BIG3 Svartwalds One Of a Kind

Besti afk.hópur 4.sæti Scedir Quentin Blake-NA með þremur afkvæmum

 

Úrslit Alþjóðlegrar sýningar:

BIG2 Svartwalds One Of a Kind

BIG3 Black Standard Destiny

 

Hægt er að skoða nánari úrslit undir linknum sýningar og talning atkvæða er komin fyrir stigahæsta hundinn og stigahæsta ræktandann. 

 


17.07.2017 - Ný vefsíða tekin í notkun

Deildin hefur fengið nýja vefsíðu


15.04.2017 - Deildarsýning Schnauzerdeildarinnar

Úrslit: 

BISs1 - Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr.

BISs2 - Svartwalds Diamonds Are Forever

BISs3 - Black Standard Dearest

BISs4 - Kolskeggs Þú Átt Mig Ein