Á DÖFINNI:


22.06.2019 - Sýningar í ágúst

NKU Norðurlandasýning 24. ágúst og Alþjóðleg sýning 25. ágúst.

Fyrri skráningafrestur, gjaldskrá 1: 21. júlí 2019, kl. 23:59
Seinni skráningafrestur, gjaldskrá 2: 28. júlí 2019, kl. 23:59

Skráning fer fram hér.


22.06.2019 - Augnskoðun

Næsta augnskoðun fer fram 13.-15. september
Skrifstofu HRFÍ, Reykjavík
Dýralæknir: Jens Kai Knudsen

Tímapantanir á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 s: 5885255


Fréttir

16.06.2019 - Upptaka frá deildarsýningu

Nú er hægt að horfa á upptöku frá deildarsýningunni. 

https://vimeo.com/340920330?fbclid=IwAR1ZZHftCHUqBo1h_WaJmPgmXyOilobL-rMoEOuLlBuNFHd8x2qNkzZhFFY 

Góða skemmtun :)


14.05.2019 - Linkar inn á sýningarskrá og umsagnir

Hér eru linkar inn á sýningarskrá og umsagnir. Opnast að morgni sýningardags.

Sýningarskrá

https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=126&UTID=190373


Umsagnir á deildarsýningu

https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190373/?session_locale=en_GB


08.05.2019 - Dagskrá deildarsýningar 18.5.2019 Eirhöfða 14

Ath. breyttar tímasetningar. Hvolparnir verða með sínum lit á sýningunni en ekki sér eins og áður var auglýst. Mikilvægt er að mæta með góðum fyrirvara.

10:00 Dvergschnauzer svartur (34)
  Dvergschnauzer hvítur (2)
  Risaschnauzer svartur (1)
  Schnauzer svartur (1)
12:32 Hlé
13:00 Dvergschnauzer pipar og salt (10)
  Dvergschnauzer svart/silfur (22)
15:08 Úrslit
  Besti hvolpur 4-6 mánaða
  Besti hvolpur 6-9 mánaða
  Besta parið
  Besti afkvæmahópur
  Besti ræktunarhópur
  Besti öldungur
  Besti ungliði
  Besti hundur sýningar

 

Farið verður út að borða með dómaranum á Nauthól eftir deildarsýninguna 18. maí. Kl: 19:30

Forréttur: 3 smáréttir

Aðalréttur: val á milli grillað lamb T-bone eða pönnusteiktur þorskhnakki
Verð: 5.900

Víntilboð: 2 glös af víni eða bjór á 2.400 krónur

Skráning fer fram á fb síðu deildarinnar fyrir miðvikudaginn 15. maí


26.04.2019 - Stigatalning eftir Alþjóðlega sýningu í feb. 2019

Alþjóðleg sýning HRFÍ 23. febrúar 2019

Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr. TH-2 (2. sæti í tegundahópi 2)

Svartwalds Baroness BIS2 hvolpur (Besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða)

Svartwalds Lucky Luke BIS4 hvolpur (Besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða)

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.

 


17.04.2019 - Páskaeggjaganga

Hin árlega páskaganga og eggjaleit verður föstudaginn langa, þann 19 apríl næstkomandi. Mæting er í Sólheimakot kl.13.00 og byrjar dagskráin með léttri göngu um svæðið. Eftir gönguna verður farið í páskaeggjaleit í kringum kotið auk þess sem boðið verður upp á kaffi og kakó.

Það verður búið að fela nokkur harðsoðin egg um svæðið fyrir krakkanna að leita að. Tvö egg verða sérstaklega merkt og þeir sem finna þau fá páskaegg í verðlaun.
Hlökkum til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu eru hundarnir velkomnir með :)

Göngunefndin


31.03.2019 - Skráning á deildarsýningu

Nú er hægt að byrja að skrá á sérsýningu Schnauzerdeildar., sem haldin verður 18. maí. Síðasti skráningardagur er 3. maí. Skráning fer fram hér.
Dómari verður Niksa Lemo frá Króatíu.

Kynning á dómara:
Dr. Niksa Lemo hlaut dómararéttindi til að dæma doberman í janúar 1992 og varð allrounder dómari í desember 2010. Hann hefur dæmt m.a. á heimsmeistarasýningum, Evrópusýningum, Nordic winner, Finnish winner ásamt því að dæma unga sýnendur á Evrópusýningunni 2007. Á heimsmeistarasýningunni 2018 dæmdi hann m.a. dvergschnauzer svarta, svart/silfur og hvíta.

Lemo er meðlimur í Króatíska kennel klúbbnum og var í ræktunarstjórn frá árunum 1994-1998. Hann er prófessor við háskólann í Zagreb og menntaður dýralæknir. Jafnframt sér hann um námskeið fyrir dómaranema, dómara og ræktendur í samstarfi við Kanadíska kennelklúbbinn (CKC) og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum ræktunarfélaga.

Lemo ræktar dvergschnauzer bæði svarta og pipar og salt.


05.03.2019 - Aðalfundur Schnauzerdeildar

Aðalfundur Schnauzerdeildar HRFÍ verður þriðjudaginn 12.mars, kl 20:00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15, annari hæð.

Dagskrá fundar:
1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018.
2. kynning á DNA prófum fyrir dverg schnauzer.
3. Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
3. Önnur mál

Kveðja stjórnin


22.02.2019 - Uppskeruhátíð 2019

Mynd frá Liney Björk Ivarsdottir.


27.01.2019 - DNA test fyrir dvergschnauzer

Nú er hægt að DNA testa dvergschnauzer hvort þeir séu berar fyrir augnsjúkdómnum PRA B. Þessi tegund af PRA hefur fundist í dvergschnauzer hér á landi og þeir sem ætla að rækta undan hundunum sínum verða að gera þetta test á sínum hundum og fá niðurstöður áður en parað er. Eftir að sýnin eru send til Optigen þá getur það tekið 2-4 vikur að fá niðurstöður.

Mikilvægt er að para ekki saman tvo bera þar sem þá er aukin hætta á að einhver af afkvæmunum fái sjúkdóminn.

Hér er fyllt út beiðni til Optigen á netinu: http://optigen.com/opt9_request.html og valið order test online.

Nauðsynlegt er að hafa ættbókina hjá sér til að upplýsingar séu réttar. Skjalið er svo prentað út og látið fylgja með sýninu í umslagi.

Stífa þarf innihaldið með pappa til að sýnin beyglist ekki. Stjórn deildarinnar getur verið til aðstoðar með sýnatökuna eða sýnataka tekin hjá dýralækni.

Reglugerðin:
Öll undaneldisdýr skulu DNA -type prófuð og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða séu sannanlega ekki sýkt vegna erfða frá PRA B foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P). Heimilt er þó að para hund sem hefur greinst sem PRA beri svo framanlega að hinn hundurinn sé PRA hreinn. Ræktunardýr sem eru undan PRA B fríum foreldrum þarf ekki að DNA testa við skjúkdómnum.

Tekur gildi 1.12.2019


05.01.2019 - Úrslit ágúst- og nóvembersýningar

Úrslit ágústsýningar og nóvembersýningar eru komin inn ásamt stigatalningu fyrir stigahæsta hund ársins og stigahæsta ræktanda.


Winter wonderland og NKU Norðurlandasýning 25.11.2018

Top Gun De Can Rayo TH-1 (1. Sæti í tegundahópi 2), BIS3 (3.sæti í besti hundur sýningar) BIS3JR (3.sæti í besti ungliði sýningar)
Argenta´s Sigmund Svensk TH-4 (4.sæti í tegundahópi 2)

Svartwalds ræktun BIS1 (1.sæti í besti ræktunarhópur sýningar, svartur dvergschnauzer) 

 

Alþjóðleg sýning 26.8.2018

Svartwalds Jungle Boogie BIS2JR (2.sæti í besti ungliði sýningar), TH-2 (2.sæti í tegundahópi 2)

 

NKU Norðurlandasýning 25.8.2018

Svartwalds Lay Lady Lay TH-1 (1.sæti í tegundahópi 2)
Black Standard Cameron Diaz TH-2 (2.sæti í tegundahópi 2)
Skeggjastaða Eldjárn Úlfur TH-3 (3. sæti í tegundahópi 2)

Skeggjastaða ræktun BIS2 (2.sæti í besti ræktunarhópur sýningar, dvergschnauzer svart/silfur)
Black Standard ræktun BIS4 (4.sæti í besti ræktunarhópur sýningar, svartur standard schnauzer)


Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


23.12.2018 - Auglýsing á gotum

Að gefnu tilefni viljum við í stjórn schnauzerdeildarinnar biðja þá sem hafa áhuga á að auglýsa got á vefsíðu deildarinnar að senda beiðni á vefstjóra kolskeggs@kolskeggs.is Got sem uppfylla ræktunarkröfur verða auglýst á síðunni.
Facebook síða deildarinnar er ekki ætluð til að auglýsa got.

Jafnframt viljum við benda hvolpakaupendum á að ganga úr skugga um að foreldrar hvolpanna uppfylli heilsufarskröfur sem gerðar eru til að ættbók fáist á gotið. Heilsufarskröfur má sjá hér
http://schnauzerdeild.is/Hvolpalisti/raektun.php?id=40


05.11.2018 - Dagskrá Winter Wonderland sýningar HRFÍ

Hér má sjá dagskrá nóvembersýningar HRFÍ


02.09.2018 - Hundakynningar í Garðheimum

Nú eru að fara bresta á Hundakynningar í Garðheimum.
Kynningarnar eru á þessum Dagsetningum:

Smáhundakynning Helgina 22 - 23 sept.
Stórhundakynning Helgina 6 - 7 okt.

Ef einhverjir hafa áhuga, þá endileg látið Möggu vita sem fyrst í síma 6990120


20.07.2018 - Úrslit tvöfaldrar júnísýningar og talning stiga

Reykjavík Winner og NKU

Svartwalds Jungle Boogie TH-2 (2. sæti í tegundahópi 2)

 

Alþjóðleg sýning

Svartwalds Jungle Boogie BIS3 (3. sæti í besti hundur sýningar)
Skeggjastaða Eldjárn Úlfur TH-4 (4. sæti í tegundahópi 2)


Hvolpasýning 

Black Standard Glory Glory Man BIS3 puppy 6-9 mánaða (3. sæti í besti hvolpur sýningar)

 

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


26.05.2018 - Úrslit deildarsýningar

BISs:

BIS1 Black Standard Dearest
BIS2 Svartwalds For Those About To Rock
BIS3 Svartwalds One Of A Kind
BIS4 Skeggjastaða Auðna Grábrók


Ræktunarhópar:


BIS1 Svartwalds ræktun
BIS2 Black Standard ræktun
BIS3 Kolskeggs ræktun
BIS4 Helguhlíðar ræktun

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.

Styrktaraðili sýningar er Barkin Head - Dýrabær og er þeim þakkað kærlega fyrir stuðninginn.

 


14.05.2018 - Snyrtinámskeið

Minnum á snyrtinámskeiðið en skráningarfrestur rennur út á morgun!!

Vidar Andersen dómari sem kemur til að dæma sýninguna okkar verður með snyrtinámskeið sunnudaginn 20. maí kl. 12. Hann mun sýna snyrtingu á schnauzer ásamt fræðslu um byggingu hunda. Námskeiðið kostar 7.000 krónur og þeir sem hafa áhuga greiða námskeiðsgjaldið inn á reikning deildarinnar og senda staðfestingu á netfangið schnauzerstjorn@gmail.com . Reikningsnúmer: 0101-26-100308 og kt: 601109-0930

Skráningarfrestur er til 15. maí.


13.05.2018 - Dagskrá deildarsýningar

Dagskrá deildarsýningar 19. maí sem verður haldin í Blíðubakkahúsinu Blíðubakka 2 Mosfellsbæ.
Reiðskemma í hesthúsahverfinu

10:00 Dvergschnauzer svartur (38)
12:32 Hlé
13:00 Dvergschnauzer pipar og salt (5)
13:50 Dvergschnauzer svart/silfur (12)
14:38 Dvergschnauzer hvítur (7)
15:06 Standard schnauzer svartur (7)
15:34 Standard schnauzer pipar og salt (2)

15:45 Úrslit:
Besti hvolpur 6-9 mánaða
Besta parið
Besti afkvæmahópur
Besti ræktunarhópur
Besti öldungur
Besti ungliði
BEST IN SHOW


07.05.2018 - Sýningarþjálfun

Breytt dagsetning sýningarþjálfunar vegna undankeppni í Eurovision.
Sýningarþjálfunin sem átti að vera þriðjudaginn 8. maí verður færð til miðvikudagsins 9. maí kl. 20


04.05.2018 - Út að borða

Við ætlum út að borða á A Hansen eftir sýninguna 19 mai.
Þeir sem vilja koma með verða að staðfesta með greiðslu og senda á schnauzerstjorn@gmail.com
0101-26-100308
Kt: 601109-0930

Grill Spjót (Naut, Lamb, Kjúkling) 5.490 kr á mann - (bjóðum upp á fisk fyrir þá sem vilja ekki kjöt)
Fordrykk Caipiroska 1.690 kr
Stór Lager & Classic bjór 900 kr
Flaska húsvíns Cabernet Sauvignion / Chardonnay 4.700


04.05.2018 - Snyrtinámskeið

Vidar Andersen dómari sem kemur til að dæma sýninguna okkar verður með snyrtinámskeið sunnudaginn 20. maí kl. 12. Hann mun sýna snyrtingu á schnauzer ásamt fræðslu um byggingu hunda. Námskeiðið kostar 7.000 krónur og þeir sem hafa áhuga greiða námskeiðsgjaldið inn á reikning deildarinnar og senda staðfestingu á netfangið schnauzerstjorn@gmail.com . Reikningsnúmer: 0101-26-100308 og kt: 601109-0930

Skráningarfrestur er til 15. maí.


21.04.2018 - Framlenging á skráningu

Ennþá er hægt að skrá á deildarsýninguna sem verður 19. maí. Framlengt er fram á mánudag, en skrifstofa HRFÍ er opin frá klukkan 10-15 og síminn er 5885255


02.04.2018 - Deildarsýning

Deildarsýning Schnauzerdeildar verður haldin 19. maí 2018.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ í síma 5885255 frá klukkan 10-15 alla virka daga. Skráningarfrestur er til 20. apríl.

Keppt verður í hvolpaflokki (eldri og yngri) ungliða, unghunda, opinn, vinnu og meistaraflokki. Keppt verður um besta par sýningar, besta ræktunarhópinn, besta afkvæmahópinn, besta ungliðann, besta öldunginn og svo BEST IN SHOW.

Til að geta keppt í parakeppni þurfa bæði tík og rakki að vera annaðhvort skráð á sama eiganda eða ræktanda.

Sú nýjung verður höfð á að allir ræktunarhópar sem fá heiðursverðlaun munu keppa til úrslita um besta ræktunarhóp sýningar. Dómari verður Vidar Andersen frá Noregi.

Dómarakynning: Vidar var alinn upp í schnauzerfjölskyldu. Fjölskyldan eignaðist sinn fyrsta risaschnauzer Stangis Carmen Zita þegar hann var 11 ára gamall. Zita var frábær tík sem kveikti ævilangan áhuga hans á schnauzer.

Árið 2000 keypti Vidar sér sinn fyrsta dvergschnauzer, svarta tík frá kennel Landstrykeren. Þessi tík varð grunnurinn í hans ræktun og fyrsta gotið fæddist svo árið 2003 undir ræktunarnafninu Dolma Ling. Í dag ræktar hann svartan standard, svart/silfur, svarta og hvíta dverga. Meistarar úr hans ræktun eru orðnir 62 talsins.

Árið 2013 kláraði hann dómaranámið og hefur dæmt í Tékklandi, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.


30.03.2018 - Páskaganga og eggjaleit

Páskagöngunni frestað til sunnudagsins 1. apríl kl. 13.


27.03.2018 - Úrslit marssýningar og talning stiga

Svartwalds For Those About to Rock TH2 (2. sæti í tegundahópi II)
Skeggjastaða Auðna Grábrók TH3 (3. sæti í tegundahópi II)

Skeggjastaðaræktun 4. besti ræktunarhópur sýningar.

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.


29.01.2018 - Uppskeruhátíð Schnauzerdeildar

Uppskeruhátið Schnauzer deildar HRFI 2018
verður haldin laugardaginn 10. febrúar í sal Kringlukránnar.

Salurinn opnar kl.18:30 og er áætlað að matur hefjist kl.19:30.
Frjálst er að mætta fyrr á bar Kringlukránnar en hann opnar kl.11:30.
Fjörugt uppboð verður haldið eins og hefur verið gert árlega og
viðurkenningar veittar fyrir þá sem að sköruðu frammúr á árinu.
Viðurkenningar eru veittar m.a. fyrir:
Stigahæsta ræktanda.
Stigahæsta hund.
Stigahæsta Vinnuhund.
Hvolpar sem að hafa náð sætum í BIS.

Matseðlill:
Forréttur.
Rjómalöguð Sjávarréttasúpa
Aðalréttur.
Grillað lambafillet Bernaise,
borið fram með steiktu grænmeti og bakaðri kartöflu.
verð kr. 5.890.

p.s. Hægt er að fá sér matseðil ef fólk er með óþol, ofnæmi eða neitir aðeins grænmetis.
Miðapantanir eru sendar á maggasnasi@gmail.com
ásamt kvittun fyrir greiðslu inn á reikning:
0101-26 – 100308
Kt: 601109-0930
A.T.H. !!! Skráning telst aðeins gild ef búið er að greiða fyrir miðann. Skráningafrestur er til mánudaginn 5. Febrúar
Hlökkum til að sjá sem flesta
Stjórn Schnauzerdeildar HRFÍ


13.01.2018 - Aðalfundur Schnauzerdeildar

Aðalfundur Schnauzerdeildar HRFÍ verður fimmtudaginn 25 jan, kl 20:00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15, annari hæð.

Dagskrá fundar:

  • Skýrsla stjórnar fyrir árið 2017
  • Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
    Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
  • Önnur mál

    Kveðja stjórnin


19.12.2017 - Úrslit og lokatalning stiga

Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr. - TH1 (Fyrsta sæti í tegundahópi 2)
Sophirol Aiseo - TH2 (Annað sæti í tegundahópi 2)
Helguhlíðar Millý - BÖS3 (Þriðji besti öldungur sýningar)

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

 


09.10.2017 - Úrslit Alþjóðlegrar sýningar

Kolskeggs Þú Átt Mig Ein - TH1

Nánari úrslit má sjá undir sýningar og talning atkvæða er komin fyrir stigahæsta hundinn og ræktandann.


23.09.2017 - Hvolpahittingur

Hvolpahittingi er frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar.


05.09.2017 - Opinn deildarfundur

Stjórn schnauzerdeildar efnir til opins fundar næstkomandi Þriðjudags, þann 5 sept.
Efni fundarins eru niðurstöður sýna sem send voru úr hundum til rannsóknar hjá Optigen í sambandi við PRA.
Einungis verður fjallað um þennan augnsjúkdóm og því er viðkemur.
Við hvetjum ræktendur til þess að mæta á fundinn, þar sem að við getum skipst á skoðunum og upplýst hvort annað.
Fundurinn er haldin á skrifstofu HRFI. kl 20:00
Allir meðlimir deildarinnar eru velkomnir
Kv Stjórn Schnauzerdeildar.