Á DÖFINNI:


14.05.2020 - Áríðandi vegna frestunar augnskoðunar í maí

 

http://www.hrfi.is/freacutettir/ariandi-vegna-frestunar-augnskounar-i-mai-og-svigrum-vegna-vottora

 


Fréttir

30.05.2021 - Aðalfundur Schnauzerdeildar

Aðalfundur schnauzerdeildar verður haldinn 8. júní kl: 20 á skrifstofu Hrfí Síðumúla 15

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
skýrsla gjaldkera
kosning: kosið er um þrjú sæti
önnur mál


22.05.2021 - Tilkynning frá stjórn

Stjórnin áformar að halda tvöfalda 15 ára afmælis sýningu deildarinnar helgina 17-18.júlí næstkomandi.
 
Til þess að þetta gangi upp þá er að mörgu að huga. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum. Þegar mörgu er að huga að getur líka margt farið úrskeiðis. En við reynum okkar besta og erum vongóð að um mitt sumar verði ástandið orðið mikið betra ????
 
Dómarar, staðsetning og fleira verður kynnt síðar ????
 
Bestu kveðjur.
Stjórnin.


04.04.2021 - Ganni sýningin

ATHUGIÐ. tilkynning frá stjórn.
 
Sýning sem var fyrirhuguð 24. Apríl næstkomandi hefur verið frestað til 29. Maí vegna covid. Fyrri skráningar standa.
 
Stjórn Schnauzerdeildar ætlar að standa fyrir "ganni" sýningu.
Svokölluð COVID sýning þann 29. Maí næstkomandi.
 
Hugmyndin er sprottin út frá því að það eru hundar sem að hafa ekki haft tækifæri á því að mæta í hring sökum ástandsins, og því væri þetta kjörin æfing.
Hundar fæddir eftir 29. mai 2019 eru gjaldgengir.
Hægt er að sækja um undanþágu.
 
Sýningin verður haldin uppá Eirhöfða 14
Dómarar verða Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Daníel Örn Hinriksson.
 
Sýningin verður byggð upp eins og deildarsýningar hafa verið, en flokkarnir verða hugsanlega aldursskiptir, það fer eftir fjölda.
 
Verðlaun verða veitt fyrir BIS sæti.
Ath! Hvolpar eru fyrir hádegi, og dómarinn mun dæma BIS hvolpa, svo er hlé.
 
Gjald fyrir hvern hund eða hvolp er 3000 kr.
 
Síðasti skráningardagur er 20.maí
Lagt er inná reikning deildarinnar.
Reikningsupplýsingar 0101-26-100308, Kt 601109-0930
Það þarf að senda staðfestingu á schnauzerdeild@gmail.com
með nafni og aldur hunds.


22.03.2021 - Út að borða eftir sýningu

Eftir sýninguna okkar 24.apríl næstkomandi er venjan að gleðjast saman ásamt dómurum sýningarinnar.
Að þessu sinni verður farið út að borða á Nauthól kl 20:00, allir sem vilja gleðjast eru velkomnir.
 
Boðið verður upp á 3ja rétta veislu! og val um þrennskonar aðalrétti
 
 
 
-Forréttur-
- 3 smáréttir að hætti kokksins
 
 
-Aðalréttur-
Konfit andalæri
-Konfit andalæri með sætkartöflumousse, sultuðum perlulauk, shiitake sveppum og sellerírót. Borið fram með appelsínu- og engifer gljáa
Grilluð lamba T-bone steik
-Grilluð lamba T-bone steik, kartöfluterrína, pok choy,ostrusveppir og hoi sin gljái.
Pönnusteiktur Þorskhnakki
-Pönnusteiktur þorskhnakki, jarðskokkamauk, sýrt hvítkál og steikt smælki. Borinn fram með ketjap manis noisette smjöri.
 
 
-Eftirréttur -
Frönsk súkkulaðikaka
-með pistasíuhnetum, vanilluís og berjum.
 
Verð: 7.400,- per mann
 
 
 
Þeir sem vilja fagna með okkur eftir sýninguna þetta kvöld mega endilega kommenta á fb síðunni og taka fram fjölda ef þess þarf.
Það þarf að vera búin að láta vita fyrir föstudaginn 26.mars (að sökum covid)
 
-Stjórn Schnauzerdeildar


22.03.2021 - Aðalfundi frestað

Í ljósi frétta um aukin smit í  í samfélaginu verður aðalfundi Schnauzerdeildar frestað um óákveðin tíma. Schnauzerdeildin er stór deild og telur stjórn ekki ráðlegt að funda að svo stöddu.


16.03.2021 - "Ganni" sýning

Stjórn Schnauzerdeildar ætlar að standa fyrir "ganni" sýningu.
Svokölluð COVID sýning þann 24. april næstkomandi.

Hugmyndin er sprottin út frá því að það eru hundar sem að hafa ekki haft tækifæri á því að mæta í hring sökum ástandsins, og því væri þetta kjörin æfing.
Hundar fæddir eftir 29. mai 2019 eru gjaldgengir.
Hægt er að sækja um undanþágu.
 
Sýningin verður haldin uppá Eirhöfða 14
Dómarar verða Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Daníel Örn Hinriksson.
 
Sýningin verður byggð upp eins og deildarsýningar hafa verið, en flokkarnir verða hugsanlega aldursskiptir, það fer eftir fjölda.
 
Verðlaun verða veitt fyrir BIS sæti.
 
Ath! Hvolpar eru fyrir hádegi, og dómarinn mun dæma BIS hvolpa, svo er hlé.
Gjald fyrir hvern hund eða hvolp er 3000 kr.
 
Lagt er inná reikning deildarinnar í síðasta lagi 15. April.
Reikningsupplýsingar 0101-26-100308, Kt 601109-0930
 
Það þarf að senda staðfestingu á schnauzerdeild@gmail.com
með nafni og aldur hunds.
 
Nánari lýsing á viðburð og sýningarplan kemur síðar


10.03.2021 - Aðalfundur Schnauzerdeildar

Aðalfundur schnauzerdeildar verður haldinn 23. mars kl: 20 á skrifstofu Hrfí Síðumúla 15

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
skýrsla gjaldkera
tillaga lögð fyrir fundinn hvort stjórn sitji áfram í eitt ár, að öðrum kosti eru þrjú sæti laus
önnur mál


10.02.2021 - Stigahæstu hundar og ræktandi árið 2020

Aðeins ein sýning var haldin árið 2020. Hér má sjá þá hunda sem náðu að verða stigahæstir eftir þessa einu sýningu.

1.

Black Standard Glory Glory Man United

35

2.

Svartwalds Jörmundur Jeppi

19

3.

Svartwalds Lay Lady Lay

17

4.-5.

Estrella De La Victoria Dark Angel Julia

10

4.-5.

Svartwalds Rebel Rebel

10

6.-10.

Kolskeggs Búdrýgindi

9

6.-10.

Merkurlautar Orlando

9

6.-10.

Svartwalds I´m So Excited

9

6.-10.

Jerycho Dzikie Pola (FCI)

9

6.-10.

Skeggjastaða Ingunn Frá Kolbeinsá

9

 

Stigahæstu ræktendur:

sæti

ræktandi

stig

1.

Svartwalds / svartur dvergur

14

2.

Black Standard / svartur standard

12

3.

Skeggjastaða / svart/silfur dvergur

8

4.

Kolskeggs / pipar og salt dvergur

5

5.

Skeggjastaða / svartur dvergur

3

6.

Helguhlíðar / svart/silfur dvergur

2

7.

Merkurlautar / svartur dvergur

2

8.

Helguhlíðar / pipar og salt dvergur

1

 

Schnauzerhundun gekk mjög vel í úrslitahringnum og eftirfarandi hundar náðu sætum:

Black Standard Glory Glory Man Unit BIS3 (3. sæti í Besti hundur sýningar)Svartwalds Jörmundur Jeppi BIG2 (2. sæti í tegundahópi 2)


Svartwalds Lay Lady Lay BIG4 (4. sæti í tegundahópi 2)


Svartwalds For Those About to Rock BIS4 veteran (4. besti öldungur sýningar)

 

True-West Omicron Star BIS4 hvolpur (4. sæti í besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða)


Black Standard ræktun BIS2 (2. besti ræktunarhópur sýningar)

 

Skeggjastaða Eldjárn Úlfur með afkvæmum BIS1 (Besti afkvæmahópur sýningar)

 


21.09.2020 - Frá stjórn

Fréttir frá stjórn Schnauzerdeildar:
Fyrirhuguð deildarsýning sem átti að vera í október hefur verið aflýst vegna aðstæðna. Ákveðið hefur verið að febrúarsýningin og meistarastigssýning Hrfí sem haldin verður 11. október verði talin til stiga og hvetjum við fólk til að skrá á þessa sýningu.
Síðasti skráningardagur er 5. október og skráning fer fram hér.

Til að gæta jafnræðis á þessum tveimur sýningum á árinu hefur verið ákveðið að stigin eru aðeins talin innan hvers litar og stærðar en ekki í úrslitahringnum. Það sama gildir fyrir stigatalningu ræktenda.

Einnig minnum við á hvolpasýninguna sem haldin verður 3. og 4. október. Þetta er mjög góð æfing fyrir hvolpa og hvetjum við fólk til að skrá. Síðasti skráningarfrestur á hvolpasýninguna er 28. september og skráning fer fram hér.

Nánari upplýsingar af vef HRFÍ


18.04.2020 - Ný rannsóknarstofa

Stjórn Schnauzerdeildar langar að benda á aðra rannsóknarstofu fyrir DNA testin sem er í Þýskalandi og er hér linkur á hana labogen.com

Þessi er ódýrari en Wisdompanel og nágrannalöndin okkar eru farin að senda til Þýskalands frekar. Þið breytið yfir í ensku efst til hægri og skráið ykkur svo inn sem ræktandi eða gæludýraeigandi. Ef þið skráið ykkur sem ræktanda þá þarf að senda með staðfestingu á ræktunarnafninu. Annaðhvort að senda skjalið sem þið fenguð frá Hrfí með samþykktu ræktunarnafni eða senda mynd af ættbók í ykkar ræktunarnafni. Þið veljið svo hundategund og hvaða test á að taka Type B1 PRA, HIVEP3.

Hafið samband við einhvern í stjórn ef þið hafið einhverjar spurningar.


10.04.2020 - Úrslit febrúarsýningar og stigatalning

Alþjóðleg og Norðurljósasýning HRFÍ 29. febrúar 2020

Black Standard Glory Glory Man Unit BIS3 (3. sæti í Besti hundur sýningar)
Svartwalds Jörmundur Jeppi BIG2 (2. sæti í tegundahópi 2)
Svartwalds Lay Lady Lay BIG4 (4. sæti í tegundahópi 2)

Svartwalds For Those About to Rock BIS4 veteran (4. besti öldungur sýningar)
True-West Omicron Star BIS4 hvolpur (4. sæti í besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða)

Black Standard ræktun BIS2 (2. besti ræktunarhópur sýningar)

Skeggjastaða Eldjárn Úlfur með afkvæmum BIS1 (Besti afkvæmahópur sýningar)

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


11.02.2020 - Dagskrá Norðurljósasýningar

Laugardaginn 29. febrúar verður Norðurljósasýning HRFÍ.

Dagskrá:
http://www.hrfi.is/uploads/2/2/3/3/22333014/dagskra_29feb_1mars_netid.pdf

 


27.01.2020 - Uppskeruhátið schnauzerdeildar

Uppskeruhátið Schnauzer deildar HRFI 2020
verður haldin laugardaginn 8.febrúar í sal Kringlukrárinnar.

Salurinn opnar kl.18:30 og er áætlað að matur hefjist kl.19:30.

Viðurkenningar verða veittar þeim sem sköruðu fram úr á árinu og fjörugt uppboð verður haldið eins og venjulega.

Viðurkenningar eru veittar m.a. fyrir:
Stigahæsta ræktandann
Stigahæsta hundinn
Hvolpar sem hafa náð sætum í BIS

Matseðill:
Forréttur:
Tígrisrækjur,chili-hvítlauksristaðar með kremuðu risotto
(kremuð súpa fyrir þá sem það vilja frekar)
Aðalréttur
Grillað lambafillet, borið fram með rótargrænmeti
smjörbakaðri kartöflu, pipar og bernaise sósum
verð: 5.990 kr.

Tilboð á drykkjum yfir matnum og til kl.22:00
Egils Gull & Tuborg Classic 0,5L kr. 900
Léttvínsglas hússins 15cl. hvítt/rautt kr.1000

Hægt er að fá sér matseðil ef fólk er með óþol, ofnæmi eða neytir aðeins grænmetis.

Miðapantanir eru sendar á schnauzerstjorn@gmail.com og skráningarfrestur er til 5. febrúar. Ef óskað er eftir sér matseðli þarf að taka það fram svo við getum látið vita. Greiðsla fer fram á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Schnauzerdeildar HRFÍ


22.01.2020 - Aðalfundur schnauzerdeildar

Aðalfundur schnauzerdeildar verður haldinn 4. febrúar kl: 20 á skrifstofu Hrfí Síðumúla 15

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
skýrsla gjaldkera
kosning – kosið er um tvö sæti
tillaga lögð fyrir fundinn hvort fjölga eigi í stjórn og bæta við 2 varamönnum
önnur mál

Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi, sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.


11.01.2020 - Ný vefsíða fyrir DNA

Ný vefsíða er komin fyrir DNA testin.

https://breeder.wisdompanel.com/

Þann 14.janúar næstkomandi kl 17 verður hægt að mæta á Dýralæknamiðstöðina, Lækjargötu 34B í Hafnarfirði til að taka DNA test fyrir PRA-B og Steinunn dýralæknir mun taka sýnin. Kostnaður til dýralæknis er 2.500 kr á hund og svamparnir eru keyptir af deildinni og kosta 2000 kr og verða til afhendingar á staðnum.

Einfalt er að fylla út upplýsingar í gegnum linkinn hér að ofan.

 


03.01.2020 - Úrslit nóvembersýningar og stigatalning

NKU og Crufts Qualification 23.11.2019

Svartwalds One of a Kind BIG1 (1. sæti í tegundahópi 2)
Svartwalds For Those About to Rock BIG3 (3. sæti í tegundahópi 2)
Black Standard Dearest BIG4 (4. sæti í tegundahópi 2)

Merkurlautar Pasco BIS2 baby (2. sæti í besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða)

Skeggjastaða Eldjárn Úlfur með afkvæmum BIS2 (2. besti afkvæmahópur sýningar)

Svartwalds ræktun BIS2 (2. besti ræktunarhópur sýningar)

 

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


29.10.2019 - Úrslit tvöfaldrar ágústsýningar og stigatalning

NKU sýning 24. ágúst

Black Standard About a boy BIG3 (3. sæti í tegundahópi 2)
Jerycho Dzikie Pola (FCI) BIG4 (4.sæti í tegundahópi 2)

Skeggjastaðaræktun BIS1 (Besti ræktunarhópur sýningar)

 

Alþjóðleg sýning 25. ágúst

Svartwalds Rebel, Rebel BIG1 (1. sæti í tegundahópi 2)
Kolskeggs Baggalútur BIS2 hvolpur 6-9 mánaða (Besti hvolpur sýningar)

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


09.10.2019 - DNA próf fyrir Dvergschnauzer

Við viljum minna á eftirfarandi reglu varðandi ræktun á dvergschnauzer sem mun taka gildi 1.12.2019:

Öll undaneldisdýr skulu DNA -type prófuð og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða séu sannanlega ekki sýkt vegna erfða frá PRA B foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P). Heimilt er þó að para hund sem hefur greinst sem PRA beri svo framanlega að hinn hundurinn sé PRA hreinn. Ræktunardýr sem eru undan PRA B fríum foreldrum þarf ekki að DNA testa við skjúkdómnum.

Til þess að afkvæmin fáist skráð í ættbók hjá HRFÍ þarf að DNA prófa foreldrana og fá niðurstöður fyrir pörun til að koma í veg fyrir að para saman tvo bera. Það getur tekið 2-3 vikur að fá niðurstöðurnar frá Optigen. Samkvæmt reglum HRFÍ þarf sýnatakan að fara fram hjá dýralækni.

Þann 24. október milli klukkan 17-19 verður hægt að mæta á Dýralæknamiðstöðina, Lækjargötu 34B í Hafnarfirði og Steinunn dýralæknir mun taka sýnin. Þetta kostar 2.500 krónur á hund, en til þess að fá þetta á svona góðu verði þá verða allir sem mæta að vera með pappírana klára til undirskriftar. Það verður ekki gefin tími til að aðstoða við útfyllingu þarna á staðnum. Ef þið lendið í vandræðum við útfyllingu á pappírum þá getum við í stjórninni aðstoðað við það fyrir þennan dag.

Hér er linkur: http://www.optigen.com/opt11_form.taf?lang=en

Efst á blaðinu:
Sample information: hakað við Sample (blood, semen, or cheek swabs)
Sample storage: yes eða no hvort þið viljið að sýnið sé geymt til síðari notkunar á einhverju öðru.
Fyllið svo út Owner information.
Reports: velja hvort fax eða Email

Dog identification: Sjá mynd af útfyllingu.


Disease History: Þarf að merkja við hvort hundurinn hafi verið augnskoðaður og þá hvenær síðast.

Muna svo að þegar haldið er áfram á næstu síðu þá er maður beðin um að prenta út. Þetta er blaðið sem þarf að taka með til dýralæknisins til undirskriftar.

Að lokum velur maður að það sé bara tékkað á Type B PRA og greiða fyrir.
Þetta kostar 100 $


04.08.2019 - Úrslit júnísýningar og stigatalning

Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní

Svartwalds Baroness BIS3 hvolpur (3. besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða)
Skeggjastaða Auðna Grábrók TH-1 (1.sæti í tegundahópi 2)
Argenta´s Sigmund Svensk TH-3 (3.sæti í tegundahópi 2)
Icenice Django TH-4 (4.sæti í tegundahópi 2)

Skeggjastaðaræktun BIS4

 

Alþjóðleg sýning 9. júní

Skeggjastaða Ingi Í Múla BIS3 hvolpur (3. besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða)
Svartwalds Rebel, Rebel TH-3 (3.sæti í tegundahópi 2)
Icenice X-Man TH-4 (4.sæti í tegundahópi 2)

Skeggjastaðaræktun BIS4

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


16.06.2019 - Upptaka frá deildarsýningu

Nú er hægt að horfa á upptöku frá deildarsýningunni. 

https://vimeo.com/340920330?fbclid=IwAR1ZZHftCHUqBo1h_WaJmPgmXyOilobL-rMoEOuLlBuNFHd8x2qNkzZhFFY 

Góða skemmtun :)


14.05.2019 - Linkar inn á sýningarskrá og umsagnir

Hér eru linkar inn á sýningarskrá og umsagnir. Opnast að morgni sýningardags.

Sýningarskrá

https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=126&UTID=190373


Umsagnir á deildarsýningu

https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190373/?session_locale=en_GB


08.05.2019 - Dagskrá deildarsýningar 18.5.2019 Eirhöfða 14

Ath. breyttar tímasetningar. Hvolparnir verða með sínum lit á sýningunni en ekki sér eins og áður var auglýst. Mikilvægt er að mæta með góðum fyrirvara.

10:00 Dvergschnauzer svartur (34)
  Dvergschnauzer hvítur (2)
  Risaschnauzer svartur (1)
  Schnauzer svartur (1)
12:32 Hlé
13:00 Dvergschnauzer pipar og salt (10)
  Dvergschnauzer svart/silfur (22)
15:08 Úrslit
  Besti hvolpur 4-6 mánaða
  Besti hvolpur 6-9 mánaða
  Besta parið
  Besti afkvæmahópur
  Besti ræktunarhópur
  Besti öldungur
  Besti ungliði
  Besti hundur sýningar

 

Farið verður út að borða með dómaranum á Nauthól eftir deildarsýninguna 18. maí. Kl: 19:30

Forréttur: 3 smáréttir

Aðalréttur: val á milli grillað lamb T-bone eða pönnusteiktur þorskhnakki
Verð: 5.900

Víntilboð: 2 glös af víni eða bjór á 2.400 krónur

Skráning fer fram á fb síðu deildarinnar fyrir miðvikudaginn 15. maí


26.04.2019 - Stigatalning eftir Alþjóðlega sýningu í feb. 2019

Alþjóðleg sýning HRFÍ 23. febrúar 2019

Skeggjastaða Bernhard Kolbeinn Jr. TH-2 (2. sæti í tegundahópi 2)

Svartwalds Baroness BIS2 hvolpur (Besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða)

Svartwalds Lucky Luke BIS4 hvolpur (Besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða)

Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.

 


17.04.2019 - Páskaeggjaganga

Hin árlega páskaganga og eggjaleit verður föstudaginn langa, þann 19 apríl næstkomandi. Mæting er í Sólheimakot kl.13.00 og byrjar dagskráin með léttri göngu um svæðið. Eftir gönguna verður farið í páskaeggjaleit í kringum kotið auk þess sem boðið verður upp á kaffi og kakó.

Það verður búið að fela nokkur harðsoðin egg um svæðið fyrir krakkanna að leita að. Tvö egg verða sérstaklega merkt og þeir sem finna þau fá páskaegg í verðlaun.
Hlökkum til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu eru hundarnir velkomnir með :)

Göngunefndin


31.03.2019 - Skráning á deildarsýningu

Nú er hægt að byrja að skrá á sérsýningu Schnauzerdeildar., sem haldin verður 18. maí. Síðasti skráningardagur er 3. maí. Skráning fer fram hér.
Dómari verður Niksa Lemo frá Króatíu.

Kynning á dómara:
Dr. Niksa Lemo hlaut dómararéttindi til að dæma doberman í janúar 1992 og varð allrounder dómari í desember 2010. Hann hefur dæmt m.a. á heimsmeistarasýningum, Evrópusýningum, Nordic winner, Finnish winner ásamt því að dæma unga sýnendur á Evrópusýningunni 2007. Á heimsmeistarasýningunni 2018 dæmdi hann m.a. dvergschnauzer svarta, svart/silfur og hvíta.

Lemo er meðlimur í Króatíska kennel klúbbnum og var í ræktunarstjórn frá árunum 1994-1998. Hann er prófessor við háskólann í Zagreb og menntaður dýralæknir. Jafnframt sér hann um námskeið fyrir dómaranema, dómara og ræktendur í samstarfi við Kanadíska kennelklúbbinn (CKC) og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum ræktunarfélaga.

Lemo ræktar dvergschnauzer bæði svarta og pipar og salt.


05.03.2019 - Aðalfundur Schnauzerdeildar

Aðalfundur Schnauzerdeildar HRFÍ verður þriðjudaginn 12.mars, kl 20:00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15, annari hæð.

Dagskrá fundar:
1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018.
2. kynning á DNA prófum fyrir dverg schnauzer.
3. Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
3. Önnur mál

Kveðja stjórnin


22.02.2019 - Uppskeruhátíð 2019

Mynd frá Liney Björk Ivarsdottir.


27.01.2019 - DNA test fyrir dvergschnauzer

Nú er hægt að DNA testa dvergschnauzer hvort þeir séu berar fyrir augnsjúkdómnum PRA B. Þessi tegund af PRA hefur fundist í dvergschnauzer hér á landi og þeir sem ætla að rækta undan hundunum sínum verða að gera þetta test á sínum hundum og fá niðurstöður áður en parað er. Eftir að sýnin eru send til Optigen þá getur það tekið 2-4 vikur að fá niðurstöður.

Mikilvægt er að para ekki saman tvo bera þar sem þá er aukin hætta á að einhver af afkvæmunum fái sjúkdóminn.

Hér er fyllt út beiðni til Optigen á netinu: http://optigen.com/opt9_request.html og valið order test online.

Nauðsynlegt er að hafa ættbókina hjá sér til að upplýsingar séu réttar. Skjalið er svo prentað út og látið fylgja með sýninu í umslagi.

Stífa þarf innihaldið með pappa til að sýnin beyglist ekki. Stjórn deildarinnar getur verið til aðstoðar með sýnatökuna eða sýnataka tekin hjá dýralækni.

Reglugerðin:
Öll undaneldisdýr skulu DNA -type prófuð og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða séu sannanlega ekki sýkt vegna erfða frá PRA B foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P). Heimilt er þó að para hund sem hefur greinst sem PRA beri svo framanlega að hinn hundurinn sé PRA hreinn. Ræktunardýr sem eru undan PRA B fríum foreldrum þarf ekki að DNA testa við skjúkdómnum.

Tekur gildi 1.12.2019


05.01.2019 - Úrslit ágúst- og nóvembersýningar

Úrslit ágústsýningar og nóvembersýningar eru komin inn ásamt stigatalningu fyrir stigahæsta hund ársins og stigahæsta ræktanda.


Winter wonderland og NKU Norðurlandasýning 25.11.2018

Top Gun De Can Rayo TH-1 (1. Sæti í tegundahópi 2), BIS3 (3.sæti í besti hundur sýningar) BIS3JR (3.sæti í besti ungliði sýningar)
Argenta´s Sigmund Svensk TH-4 (4.sæti í tegundahópi 2)

Svartwalds ræktun BIS1 (1.sæti í besti ræktunarhópur sýningar, svartur dvergschnauzer) 

 

Alþjóðleg sýning 26.8.2018

Svartwalds Jungle Boogie BIS2JR (2.sæti í besti ungliði sýningar), TH-2 (2.sæti í tegundahópi 2)

 

NKU Norðurlandasýning 25.8.2018

Svartwalds Lay Lady Lay TH-1 (1.sæti í tegundahópi 2)
Black Standard Cameron Diaz TH-2 (2.sæti í tegundahópi 2)
Skeggjastaða Eldjárn Úlfur TH-3 (3. sæti í tegundahópi 2)

Skeggjastaða ræktun BIS2 (2.sæti í besti ræktunarhópur sýningar, dvergschnauzer svart/silfur)
Black Standard ræktun BIS4 (4.sæti í besti ræktunarhópur sýningar, svartur standard schnauzer)


Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur.

Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar.


23.12.2018 - Auglýsing á gotum

Að gefnu tilefni viljum við í stjórn schnauzerdeildarinnar biðja þá sem hafa áhuga á að auglýsa got á vefsíðu deildarinnar að senda beiðni á vefstjóra kolskeggs@kolskeggs.is Got sem uppfylla ræktunarkröfur verða auglýst á síðunni.
Facebook síða deildarinnar er ekki ætluð til að auglýsa got.

Jafnframt viljum við benda hvolpakaupendum á að ganga úr skugga um að foreldrar hvolpanna uppfylli heilsufarskröfur sem gerðar eru til að ættbók fáist á gotið. Heilsufarskröfur má sjá hér
http://schnauzerdeild.is/Hvolpalisti/raektun.php?id=40