Fundargerðir


31.03.2007

Fundur 31.mars í Garðabæ, kl.18.00.

Mættar Rakel, Líney, Fríður, Sigríður og Margrét.  

Farið var yfir skýrslu stjórnar og upplýsingar um heilsufarsupplýsingar bætt inn. Líney var kosin áfram sem formaður, Fríður kosin sem ritari og Margrét kosin gjaldkeri. Reglur deildarinnar voru skoðaðar, aldur á ræktunardýrum pg hann hækkaður úr 15 til 18 mánaða hjá dvergschnauzer og úr 18 í 24 mánaða hjá standard og risaschnauzer, rætt var áður ákveðin regla um augnskoðun á standard schnauzer og ákveðið að fara fram á við dýralækna á vegum HRFI að þeir gefi sitt álit á þörfinni og reglan ekki sett inn á meðan. Eins var ákveðið að reglan um að það mætti para hunda með C mjaðmir við A eða B yrði tekin út, nú mælir deildin aðeins með gotum undan hundum með A eða B. Fríður bókaði mótmæli.  Umræða var að deildin mæli ekki með gotum nema að fólk hafi fyrst samband við deildina og fái álit ræktunarstjórnar, ekki þótti þörf á að setja þetta inn sem kröfu að svo stöddu en ákveðið var að bæta ábendingu inná síðu deildarinnar þar sem fólki er ráðlagt að ráðfæra sig við deildina. Rætt var um ræktun í litlum stofni og hversu mörg got/hvolpa hvert ræktunardýr gæti átt. Ekki væri æskilegt að nota of mikið innfluttu rakkana heldur skoða möguleikana í þeim innfæddu. Í lokin var svo rædd tilvonandi sýning schnauzerdeildarinnar í janúar, spurning hvort sækja þurfi formlega um við HRFI, kostnaðarliðir ræddir og akveðið að fá Sýninga og kynninganefnd til að gera kostnaðar áætlun. Fundi var slitið kl.19.40.

Ritari. Fríður.