Fundargerðir


11.03.2010

Aðalfundur Schnauzerdeildar


Haldinn í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15, þann 11.03.2010 kl. 20
1)       Skýrsla stjórnar. Formaður las skýrslu stjórnar. Engar athugasemdir voru gerðar.
2)       Kosning til stjórnar
            a)       Þrír fulltrúar til tveggja ára. Þrjú framboð komu fram, Ragnhildur Gísladóttir, Fríður Esther Pétursdóttir og Rakel Guðjónsdóttir. Þær voru því sjálfkjörnar.
            b)       Einn fulltrúi til eins árs. Eitt framboð kom fram, Sigrún Valdimarsdóttir, sem var              sjálfkjörin.
3)       Afhending farandstytta
           a)       Stigahæsti hundur var Hjartagulls Bella Dís. Eyrún Anna Tryggvadóttir fékk afhenta farandstyttuna.
           b)       Stigahæsti ræktandi. Í þetta sinn voru tveir ræktendur jafnir með 15 stig. Bláklukku ræktun og frá Ólafsvöllum. Margrét Kjartansdóttir tók við styttunni fyrir hönd Sigríðar Pétursdóttur, sem hefur hana fyrstu sex mánuðina.
4)       Önnur mál
         a)       Ragnhildur Gísladóttir heiðraði stigahæstu vinnuhunda schnauzerdeildar með verðlaunapening og viðurkenningaskjali:
                i)         Í spori, stigahæðsti dvergur Svarthöfða Javer Frosta, eigandi Guðbjörg Guðmundsdóttir
                ii)       Hlýðni, stigahæðsti dvergur Svartskeggs Darth Vader frá Jackpot, eigandi Ragnhildur Gísladóttir
                iii)      Í spori, stigahæðsti risi. Svartskeggs Black Pearl, eigandi Ragnhildur Gísladóttir
 
           b)       Rakel Guðjónsdóttir lýsti sjúkdómi sem hefur orðið vart við í nokkrum hundum og leitt þá til dauða. Einkenni sem hún lýsti voru: Uppköst, máttleysi í fótum, krampar, grunn öndun, eymsli í hálsi. Einnig var nefnt að blóðprufur sýna sýkingu og brengluð gildi, sýkingu í munnvatnskirtlum o.fl. Dýralæknar þekkja ekki sjúkdóminn, krufning hefur ekki gefið vísbendingar um hvað er að en beðið er eftir niðurstöðum úr vefjasýnum.
           c)       Auglýst var eftir framboðum í nefndir.
                  i)         Göngunefnd; Ragnhildur Gísladóttir og Sigrún Valdimarsdóttir
                  ii)       Sýninga og kynninganefnd; Anna Björk Marteinsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir og Þórunn Elva Halldórsdóttir.
           d)       Ragnhildur Gísladóttir bar fram nokkrar fyrirspurnir til stjórnar:
                  i)         Af hverju var ákveðið að gera kröfu um að risaschnauzer skuli mjaðmamyndaður og greinist hann með mjaðmalos, D eða E verði afkvæmi hans ekki skráð í ættbók? Ástæða spurningarinnar voru ekki óánægja með ákvörðun heldur ánægja en hún tók fram að risaschnauzer hundar væru yfirleitt ekki með D og E mjaðmir. Margrét Kjartansdóttir svaraði því að gerðar væru sömu kröfur til annarra hundategunda af þessari stærð. Stofninn hér væri mjög lítil og því afar viðkvæmur fyrir slíkum göllum ef þeir kæmu upp. Þetta hefði því verið sett inn en fyrir hefði hvort sem er verið krafa um myndatöku.
                 ii)       Hvers vegna hefur ekki verið farið í fjáröflun sem ákveðin var á deildarfundi? Líney svaraði að það væri lítill og dræmur áhugi félagsmanna og þess vegna ekki verið farið af stað með það.
                iii)      Hvað líður deildarsýningu félagsins? Líney sagðist hafa rætt við danskan dómara um að dæma í tengslum við HRFÍ sýningu og einnig rætt þessa hugmynd við Valgerði Júlíusdóttur. Valgerður taldi ekki hægt að framkvæma þetta fyrr en 2012 í fyrsta lagi því búið sé að ákveða dómara á allar sýningar þangað til. Umræður urðu um að það ætti að stefna að því að hafa sýningu og að hún yrði nálægt sýningum HRFÍ til þess að geta nýtt sýningaundirbúning eins og snyrtingar.
           e)       Rakel Guðjónsdóttir:
                i)         Spurði hvers vegna 18 mánaða gildistími fyrir augnskoðun tók ekki gildi strax. Vísað var til svars HRFÍ, að lengdur gildistími tæki ekki gildi fyrr en 1. júní.
                ii)       Gagnrýndi ásamt fleirum útreikning stiga fyrir stigahæsta hund. Gagnrýnt var að hundar fengju ekki stig fyrir að vinna tegundahóp eða sýningu. Stjórn benti á að stigagjöfin hefði verið sett til reynslu og ætti að þróast á næstu árum. Það hefði verið ákveðið að leggja höfuðáherslu á stig fyrir árangur innan deildarinnar og að þeir sem væru duglegir að sækja sýningar fengju umbun fyrir. Eðlilegt sé að þetta sé til umræðu og fái að þróast í meðförum nýrrar stjórnar.
           f)        Fríður Esther Pétursdóttir spurði hvort það væri siður stjórnar að svara ekki bréfum félagsmanna? Hún bætti því við að ræktendur hefðu sent bréflega fyrirspurn um pörunaraldur og ekki fengið svar. Líney Björk Ívarsdóttir svaraði því að stjórn hefði ekki borist slíkt bréf og formaður bætti við að bréfið væri í hennar fórum. Hún tæki á sig sökina á því að ekki hefði borist svar en ákvarðanir um pörunaraldur hefðu komið fram í fundargerð á heimasíðu deildarinnar.
 
Fráfarandi stjórn var þakkað fyrir. Fundi slitið kl 21 30
Valgerður Stefánsdóttir