Fundargerðir


20.03.2024

Ársfundur schnauzerdeildar 20. mars 2024

 

Mættir voru: Magga, Líney, Anna, María og Helena ásamt 13 meðlimum deildarinnar.

Fundarstjóri: Guðbjörg Guðmundsdóttir

 

Fundur settur 

  • Formaður setti fundinn og bauð alla velkomna og kynnti stjórnina.
  • Ritari las skýrslu stjórnar og formaður las skýrslu gjaldkera
  • Eftir lestur skýrslu gjaldkera kom upp spurning hvers vegna sýning stóð ekki undir sér, en þar vorum við í -23.000 krónur. Stjórn var ekki með sundurliðaðan kostnað en ætlaði að skoða það nánar.

 

Tillaga var borin fram um að fækka í stjórn þannig að það verði aðeins fimm í aðalstjórn en enginn til vara. Margrét las upp tillöguna og komu mótrök frá einum meðlim deildarinnar.

Eftir stuttar umræður fór fram kosning með handaruppréttingu og var tillagan samþykkt af öllum nema einum aðila.

 

Kosning til stjórnar:


Tvö sæti voru laus til tveggja ára og eitt til eins árs.

Kosning til tveggja ára:
Líney, Anna og Sigmar buðu sig fram.

Atkvæðin féllu þannig:
Líney 17
Anna 17
Sigmar 1

Kosning til eins árs:
Helena bauð sig fram og var sjálfkjörin.

  

Önnur mál:


Stjórn fékk hrós fyrir vel unnin störf.

Tillaga frá deildarmeðlim var lesin upp.

  • Breyting à lágmarksaldri tíka við pörun verði breytt úr 20 mánaða í 24 mánaða.
  • Að hàmark verði sett à fjölda gota, úr 5 í 4 á hverja tík. 
  • Að combination test hjá Labogen fyrir miniature schnauzer verði gert að skyldu frekar en vali ef það er mögulegt.

 

Sameiginlegt fyrir allar tillögurnar er að gera meiri kröfur til ræktenda og til þess að vernda dverg schnauzer stofninn á Íslandi gegn offjölgun og úrkynjun. Einnig varðaði þetta dýravernd. Það væri ekki leggjandi á neina tík að taka undan henni fimm got.

  

Umræður:

Tillögurnar voru ræddar en samkvæmt FCI þá ætti ekki að gera of miklar kröfur varðandi DNA rannsóknir þar sem það getur valdið úrkynjun í stofninum. Hver og einn ræktandi ætti frekar að kortleggja það sem hann er að gera og vera vakandi fyrir þeim sjúkdómum sem þekkjast innan tegundarinnar án þess að útiloka einstaklinga úr ræktun.

Varðandi aldur tíka við fyrsta got þá er allt annað að vera með tík af smáhundakyni eða af stórri hundategund. Stærri tegundar þurfa lengri tíma til að þroskast og stækka. Og ef við berum okkur saman við nágrannalöndin þá er lágmarksaldur tíka þar 15-18 mánaða.

Fjöldi gota á tík er samkvæmt reglum Hrfí og það er mjög sjaldgæft að tík sé látin eiga svona mörg got á sinni ævi.

 

Umræður spunnust um það hvernig hægt væri að koma skilaboðum til hvolpakaupenda að vanda val sitt við kaup á hvolpi og gera kröfur til ræktenda eða þeirra sem eru með got. Til að koma þessum skilaboðum til hvolpakaupenda þarf að umbuna ræktendum og best væri ef félagið gerði það eins og gert er t.d. í Danmörku og Svíþjóð.


Fundurinn felur stjórn að senda þessa ályktun til stjórnar Hrfí.

  • Að félagið umbuni þeim ræktendum sem eru að leggja sig fram, sem fylgja reglum félagsins og sýna ræktunardýrin sín á hundasýningum til að fá staðfest að dýrin uppfylli standard tegundarinnar.
  • Að félagið markaðssetji þannig ræktendur og deildir og umbuni ræktendum sem eru virkilega að vanda sig.
  • Að félagið finni leið til að styðja við ræktendur.

 

Hugmyndir að markaðssetningu:

  • Búa til like síðu þar sem póstað verði reglulegri fræðslu og skemmtilegum punktum um tegundirnar.
  • Setja reglulega inn fréttir til Hrfí sem verða birtar á heimasíðu félagsins.

 

Fundi slitið

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir