Fundargerðir


19.03.2024

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2023

Stjórn:
Margrét Ásgeirsdóttir formaður
Líney Björk Ívarsdóttir ritari
Hafrún Sigurðardóttir gjaldkeri
María Björg Tamimi meðstjórnandi
Anna Gréta Sveinsdóttir meðstjórnandi

Til vara:
Eva Björg Sigurðardóttir
Helena Ruth Hafsteinsdóttir

 

Síðasti aðalfundur var haldinn 21.mars 2023.
Stjórn hefur fundað alls sjö sinnum frá síðasta aðalfundi.
Á ársfundi 2024, verður kosið um tvö sæti til tveggja ára og eitt sæti til eins árs.

Hafrún Sigurðardóttir gekk úr stjórn á árinu og Eva Björg Sigurðardóttir varamaður gekk einnig úr stjórn. Fjórir stjórnarmeðlimir hafa verið starfandi á þessu starfsári og einn varamaður.

 

Viðburðir:
Haldnar voru tvær deildarsýningar á árinu, ein í febrúar og önnur í september. Styrktaraðili Schnauzerdeildar er Royal Canin Dýrheimar og voru sýningarnar haldnar í húsnæði þeirra.

Deildin stóð fyrir sýningarþjálfunum á árinu þar sem Birta Dröfn sá um þjálfunina. Sýningarþjálfanirnar voru vel sóttar.

Einnig stóð deildin fyrir fyrirlestrum um spor og rally og leikjahittingi í kjölfarið. Nosework fyrirlestur var einnig haldinn. Mæting á þessa viðburði stóð ekki undir væntingum.

Uppskeruhátíð var haldin í febrúar þar sem heiðraðir voru stigahæstu hundar og ræktendur. Á uppskerunni fór fram uppboð á vörum til styrktar deildinni.

Framundan:
Á þessu ári verða haldnar tvær deildarsýningar, í apríl og í október. Báðar sýningarnar hafa verið samþykktar af HRFÍ.

Augnskoðun

Alls fóru 92 dvergschnauzerar í augnskoðun á árinu. Fjórtán greindust með Distichiasi og þrír með cataract.

Einn risaschnauzer fór í augnskoðun, en enginn standard.

 

 

Mjaðma og olbogamyndir: 

Engar upplýsingar eru um hunda sem fóru í mjaðma- og/eða olnbogamyndatöku á árinu inn á hundavefur.is.

 

Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2023:


Got

Á árinu fæddust samtals 304 dvergschnauzer hvolpar, 9 risar og 14 standard:

Svartur dvergur – 21 got með samtals 94 hvolpum
svart/silfur – 16 got með 79 hvolpum
pipar og salt – 10 got með 56 hvolpum
hvítur – 16 got með 75 hvolpum

Athugið að skráður litur á gotunum er samkvæmt lit móður í gagnagrunni Hrfí. Sum got fæðast í fleiri en einum lit og gefa þessar tölur ekki alveg rétta mynd af fjölda hvers litar. Til að fá nákvæmari upplýsingar er hægt að fletta upp í gagnagrunni HRFÍ – hundavefur.is

Risaschnauzer – 1 got með 9 hvolpum
svartur standard – 1 got með 5 hvolpum
ps standar – 1 got með 9 hvolpum


Innflutningur:

1 risaschnauzer svartur
4 svartir dvergar
4 svart/silfur dvergar
3 pipar og salt dvergar
2 hvítir dvergar

 

Stigahæsti hundur og ræktandi:

Stigahæsti hundur deildarinnar var Svartwalds Motorhead með 88 stig.

Stigahæsti ræktandi var Svartwalds ræktun með 101 stig.

 

Fyrir hönd stjórnar
Líney Björk Ívarsdóttir Björk Ívarsdóttir