Fundargerðir


05.03.2024

Mættar voru: Magga, María, Anna, Líney og Helena

 

Deildarsýning:
Ungum sýnendum verður ekki boðið að vera á sýningunni að þessu sinni þar sem áætlað er að fjöldi hunda verði um 80 talsins og við verðum bara með einn hring.

Fórum yfir gátlista sýningar.

 

Aðalfundur:

Aðalfundur Schnauzerdeildar verður haldin 20. mars kl. 20 í Víkurhvarfi 5 (kaffihús Dýrheima)

Dagskrá:

Skýrsla stjórnar

skýrsla gjaldkera

lögð verður fram breytingartillaga á fjölda aðila í stjórn úr sjö í fimm

kosning: Kosið verður um tvö sæti til tveggja ára og eitt sæti til eins árs

önnur mál

 

Einungis þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og eru skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn, geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar.

Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

 

Ritari: Líney