Fundargerðir


28.06.2023

Fundur stjórnar 28.6.23

Mættar voru: Líney, Anna, Helena, Hafrún, María og Magga


Deildarsíðan:
Stjörnugjöfin og deildarsíða. Fórum yfir hvað mætti fara út af deildarsíðunni og hvað við viljum laga. Ætlum að prófa að setja link fyrir gotskráningar og sjá hvernig það kemur út.

Sýningarþjálfanir: Ræddum um hvernig fyrirkomulagið ætti að vera. Bjuggum til forms skjal og sendum link til að fólk geti skráð sig.

 

Hótel og annað sem tengist dómaranum – Hótel Oddsson með morgunmat á Grensás.

Dómarinn kemur 31. ágúst og er eina aukanótt á eigin vegum. Terrierdeildin mun sækja á völlinn. Hún dæmir hjá okkur á laugardeginum og hjá Fjár og hjarð á sunnudeginum. Deildin fer út að borða á laugardeginum með dómaranum.

Panta á gólfskálanum í GB.  Anna María hringstjóri og Theodóra ritari

Ritari: Líney