Fundargerðir


25.05.2023

Fundur stjórnar 25.maí 2023
Mættir voru: Líney, Helena, Magga, Anna, María og Hafrún

Ræddum stjörnugjöf gota.

Stjörnugjöf
1. Skylda frá Hrfí til að fá ættbók, augnskoðun og DNA fyrir PRA type B =  *
     (mjaðmamyndir fyrir standard og risa)
2. Allavega þrjár sýningar með VG eða EX = *
3. Meistaratitlar foreldra = Fyrir hvort foreldri - ½ *
4. Heilsufarsskoðun hjá dýralækni og/eða auka DNA test = *
5. Þrjú meistaraefni hjá ræktanda yfir árið í þeirra eigu = *

Mest hægt að fá fimm stjörnur fyrir gotið.

 

Heimasíða

Erum að skoða gerð nýrrar heimasíðu þar sem ekki er lengur þörf á gagnagrunni deildarinnar. Nýr gagnagrunnur Hrfí kemur í staðinn. Síðan okkar yrði upplýsinga- og fræðslusíða.

Ætlum að einfalda skráningar og láta þær fara í gegnum heimasíðuna. Að fólk borgi t.d. fyrirfram á sýningarþjálfanir til að reyna að koma í veg fyrir að pláss séu tekin frá en ekki notuð.

 

Deildarsýning í september.

Athugasemd kom frá meðlim deildarinnar með dómaravalið á næstu deildarsýningu. Að þetta væri í þriðja sinn sem dómarinn kæmi frá Noregi. Stjórn svaraði að Mette Tufte væri mjög virtur dómari sem við hefðum fengið ábendingu um fyrir mörgum árum síðan. Vegna heimsfaraldurs og að hún hafi ekki komist, datt það uppfyrir að bjóða henni. Hluti stjórnar var á sýningu í Helsinki og leist mjög vel á hversu fagleg hún var. Þar að auki hafði hluti af stjórn fylgst með henni dæma á sérsýningu í Noregi fyrir nokkrum árum síðan. Að mati stjórnar er betra að bjóða dómara sem við höfum sjálf fylgst með á sýningum heldur en að fá ábendingar frá öðrum út í heimi.

Að sjálfsögðu er öllum velkomið að senda okkur ábendingar um dómara.

Stjórn tók saman síðustu deildarsýningar til að fá betri yfirsýn yfir löndin sem dómararnir koma frá:

Sept 23 - Noregur
Feb 22 – Ísland / átti að vera Pólland en hann forfallaðist
júl 22 – Noregur og Þýskaland
nóv 21 – Noregur
júl 21 – Svíþjóð
mai 19 – Króatía
Maí 18 – Noregur
Apríl 17 – Svíþjóð
Maí 2016 – Noregur og Þýskaland

 

Ábendingar um rakka

Tvö bréf hafa borist til stjórnar varðandi ábendingar um rakka. Ákveðið var að stjórn skyldi hittast fljótlega aftur varðandi það, en á meðan ekki er hægt að finna upplýsingar um DNA í gagnagrunni Hrfí þá þarf að fá upplýsingar frá skrifstofunni.

Fundi slitið

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir